Viðreisn segist ætla nýta stöðu sína vel

Oddviti Viðreisnar í borginni segir flokkinn í lykilstöðu sem þau ætli að nýta vel og ætli hvergi að hvika frá þeirra helstu stefnumálum.

Þórdís Lóa og Ráðhús Reykjavíkur
Auglýsing

Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir odd­viti Við­reisnar segir flokk­inn í lyk­il­stöðu í Reykja­vík sem mik­il­vægt sé að spila vel úr. Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir hún að þau ætli að nýta stöðu sína vel og hvergi hvika frá þeira helstu stefnu­mál­um.

„Við munum skoða málin og fara okkur að engu óðs­lega því slíkt væri ein­fald­lega ekki í anda okkar sem boðum heið­ar­leika, gagn­sæi og raun­hæfar lausnir,“ segir Þór­dís Lóa.

Byrjað er að máta saman hvernig meiri­hluta­­sam­­starf Við­reisnar og þeirra þriggja flokka sem voru í frá­­far­andi meiri­hluta í Reykja­vík gæti litið út. Við­­mæl­endur Kjarn­ans segja að ófor­m­­legir fundir hafi átt sér stað milli lyk­il­­manna í Sam­­fylk­ingu og Við­reisn­­­ar.

Auglýsing

Þá hefur verið greint frá því að Þór­dís hafi einnig hitt Eyþór Arn­alds odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í gær, en flokk­arnir í frá­far­andi meiri­hluta, Sam­fylk­ing, Vinstri græn og Pírat­ar, hafa allir gefið út að þeir vilji ekki starfa með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Odd­vitar þess­ara flokka hittst á sunnu­dag til að leggja línur fyrir kom­andi við­ræð­ur.

Á­hrifa­­fólk í Sjálf­­stæð­is­­flokknum hefur einnig verið dug­­legt að hafa sam­­band við fólk innan Við­reisnar til að reyna að ýta athygli flokks­ins frekar að sér. Í þeim ófor­m­­legu sam­­tölum hefur verið lögð áhersla á að finna lausnir á mála­­flokkum þar sem stefnur flokk­anna eru nán­­ast á önd­verðu meiði svo hægt sé að ná saman um nýjan meiri­hluta.

Opin­berar yfir­­lýs­ingar Við­reisnar eru þær að flokk­­ur­inn sé opinn fyrir því að vinna með öll­­um. Mál­efna­­lega er þó ljóst að mun ein­fald­­ara verður fyrir flokk­inn að fara í sam­­starf með frá­­far­andi meiri­hluta en Sjálf­­stæð­is­­flokkn­um, Mið­­flokki og Flokki fólks­ins sem töl­uðu t.d. gegn borg­­ar­l­ínu og yfir­­stand­andi aðferð­­ar­fræði við þétt­ingu byggðar í kosn­­ing­un­­um.

Kæru vinir nær og fjær! Ætli það sé ekki kom­inn tími á smá stöðu­upp­færslu frá fram­bjóð­and­an­um, eða kannski...

Posted by Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir on Tues­day, May 29, 2018


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent