Viðreisn segist ætla nýta stöðu sína vel

Oddviti Viðreisnar í borginni segir flokkinn í lykilstöðu sem þau ætli að nýta vel og ætli hvergi að hvika frá þeirra helstu stefnumálum.

Þórdís Lóa og Ráðhús Reykjavíkur
Auglýsing

Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir odd­viti Við­reisnar segir flokk­inn í lyk­il­stöðu í Reykja­vík sem mik­il­vægt sé að spila vel úr. Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir hún að þau ætli að nýta stöðu sína vel og hvergi hvika frá þeira helstu stefnu­mál­um.

„Við munum skoða málin og fara okkur að engu óðs­lega því slíkt væri ein­fald­lega ekki í anda okkar sem boðum heið­ar­leika, gagn­sæi og raun­hæfar lausnir,“ segir Þór­dís Lóa.

Byrjað er að máta saman hvernig meiri­hluta­­sam­­starf Við­reisnar og þeirra þriggja flokka sem voru í frá­­far­andi meiri­hluta í Reykja­vík gæti litið út. Við­­mæl­endur Kjarn­ans segja að ófor­m­­legir fundir hafi átt sér stað milli lyk­il­­manna í Sam­­fylk­ingu og Við­reisn­­­ar.

Auglýsing

Þá hefur verið greint frá því að Þór­dís hafi einnig hitt Eyþór Arn­alds odd­vita Sjálf­stæð­is­flokks­ins í gær, en flokk­arnir í frá­far­andi meiri­hluta, Sam­fylk­ing, Vinstri græn og Pírat­ar, hafa allir gefið út að þeir vilji ekki starfa með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Odd­vitar þess­ara flokka hittst á sunnu­dag til að leggja línur fyrir kom­andi við­ræð­ur.

Á­hrifa­­fólk í Sjálf­­stæð­is­­flokknum hefur einnig verið dug­­legt að hafa sam­­band við fólk innan Við­reisnar til að reyna að ýta athygli flokks­ins frekar að sér. Í þeim ófor­m­­legu sam­­tölum hefur verið lögð áhersla á að finna lausnir á mála­­flokkum þar sem stefnur flokk­anna eru nán­­ast á önd­verðu meiði svo hægt sé að ná saman um nýjan meiri­hluta.

Opin­berar yfir­­lýs­ingar Við­reisnar eru þær að flokk­­ur­inn sé opinn fyrir því að vinna með öll­­um. Mál­efna­­lega er þó ljóst að mun ein­fald­­ara verður fyrir flokk­inn að fara í sam­­starf með frá­­far­andi meiri­hluta en Sjálf­­stæð­is­­flokkn­um, Mið­­flokki og Flokki fólks­ins sem töl­uðu t.d. gegn borg­­ar­l­ínu og yfir­­stand­andi aðferð­­ar­fræði við þétt­ingu byggðar í kosn­­ing­un­­um.

Kæru vinir nær og fjær! Ætli það sé ekki kom­inn tími á smá stöðu­upp­færslu frá fram­bjóð­and­an­um, eða kannski...

Posted by Þór­dís Lóa Þór­halls­dóttir on Tues­day, May 29, 2018


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent