Vilja auka sýnileika siðareglna alþingismanna

Samkvæmt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eiga siðareglur að vera lifandi og taka mið af þeim breytingum sem verða í samfélaginu. Nefndarálit hefur nú verið samþykkt varðandi breytingar á siðareglum alþingismanna.

alþingi dómkirkjan austurvöllur
Auglýsing

Til stendur að breyta siða­reglur alþing­is­manna en nefnd­ar­á­lit frá stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd um til­lögu til þings­á­lykt­unar um breyt­ingu hefur nú verið sam­þykkt. Þetta kemur fram á vef Alþing­is. 

­Nefndin telur að siða­reglur eigi að vera lif­andi og taka mið af þeim breyt­ingum sem verða í sam­fé­lag­inu eins og kveikjan var að þessu máli. Nefndin telur að til þess að svo megi verða sé nauð­syn­legt að auka sýni­leika siða­regln­anna og aðgengi að þeim á vef Alþing­is. Þá sé einnig nauð­syn­legt að umfjöllun um þær verði reglu­leg á meðal alþing­is­manna, til dæmis með mál­stofum og fræðslu­fund­um.

Þings­á­­lykt­un­­ar­til­laga var lögð fram á Alþingi þar sem lagt var til að gerðar verði tvær breyt­ingar á siða­­reglum fyrir alþing­is­­menn. Hún var lögð fram þann 23. mars síð­­ast­lið­inn en fyrsti flutn­ings­­maður er Stein­grímur J. Sig­­fús­­son, for­­seti Alþing­­is. Þverpóli­­tísk sátt við­ist ríkja um málið þar sem flutn­ings­­menn eru úr VG, Mið­­flokkn­um, Píröt­um, Fram­­sókn­­ar­­flokkn­um, Flokki fólks­ins, Við­reisn, Sjálf­­stæð­is­­flokknum og Sam­­fylk­ing­unni.

Auglýsing

Áhrif #metoo

Í fyrsta lagi er lagt til að nýjum staf­lið verði bætt við sem segir að alþing­is­­menn verði að leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heil­brigt starfs­um­hverfi innan þings sem utan og hvar­vetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kyn­­ferð­is­­legri eða kyn­bund­inni áreitni, ein­elti eða annarri van­virð­andi fram­komu.

Í öðru lagi er lagt til að á eftir sjö­undu grein siða­regln­anna komi ný grein sem hljóði svo: „Þing­­menn skulu ekki sýna öðrum þing­­mönn­um, starfs­­mönnum þings­ins eða gestum kyn­­ferð­is­­lega eða kyn­bundna áreitni, leggja þá í ein­elti eða koma fram við þá á annan van­virð­andi hátt.“

Þing­menn fái siða­reglur strax að loknum kosn­ingum

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hefur nú fjallað um málið og fékk hún á sinn fund Þór­hall Vil­hjálms­son frá laga­skrif­stofu Alþing­is, Jón Ólafs­son frá Gagn­sæi – sam­tökum gegn spill­ingu og Henry Alex­ander Henrys­son frá Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands.

Nefndin fjall­aði á fundum sínum um nokkur álita­efni máls­ins, meðal ann­ars gild­is­svið regln­anna gagn­vart vara­þing­mönnum og hvenær þing­menn ættu að kynna sér siða­regl­urnar og und­ir­rita yfir­lýs­ingu þar um. Sam­kvæmt grein í siða­regl­unum er kveðið á um að við upp­haf þing­setu sinnar skuli alþing­is­menn afhenda for­seta Alþingis und­ir­rit­aða yfir­lýs­ingu um að þeir hafi kynnt sér siða­regl­urnar og að sama gildi um vara­þing­menn sem hafa setið sam­fellt í fjórar vik­ur. 

Í fram­kvæmd hefur þing­mönnum verið kynnt að á fyrsta fundi Alþingis eftir alþing­is­kosn­ingar liggi siða­regl­urnar á borðum þing­manna ásamt formi fyrir yfir­lýs­ingu sem þeir geti und­ir­ritað og afhent skrif­stof­unni til stað­fest­ingar þess að þeir hafi kynnt sér regl­urn­ar. Á fundum nefnd­ar­innar var rætt hvort ekki væri eðli­legt að þing­menn fengju siða­regl­urnar og yfir­lýs­ing­una sendar strax að loknum kosn­ingum og útgáfu kjör­bréfs frá lands­kjör­stjórn og að sama gilti um vara­þing­menn frá því þeir tækju sæt­i. 

Siða­reglur eiga að auka gagn­sæi

Nefndin tekur fram að í siða­regl­unum komi fram for­sendur sem eru grunnur þess hlut­verks sem kjörnum full­trúum er falið. Þær eiga að vera almennar og til leið­sagnar fyrir þá um hvaða kröfur eru gerðar til þeirra. Nefndin telur því í ljósi þess hvernig litið er á þing­menn og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra allt frá kjöri að mik­il­vægt sé að regl­urnar séu kynntar þeim strax eftir kosn­ingar svo að þeir geti skilað und­ir­rit­aðri yfir­lýs­ingu sem fyrst. 

Nefndin telur enn fremur að sömu rök eigi við um vara­þing­menn og telur því rétt að leggja til að það verði for­taks­laus skylda allra sem taka sæti á Alþingi að þeir kynni sér siða­regl­urnar jafn­skjótt og þeir taka sæti og und­ir­riti yfir­lýs­ingu þar um á sínum fyrsta þing­fundi. Nefndin leggur því til breyt­ingu á þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni í þá veru.

Nefndin tekur fram að með siða­reglum sé verið að auka gagn­sæi í störfum alþing­is­manna, kynna hlut­verk þeirra og ábyrgð­ar­skyldu sem sé til þess fallið að dýpka þekk­ingu þeirra á hlut­verk­inu, sem og að auka til­trú og traust almenn­ings á Alþingi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent