Vilja auka sýnileika siðareglna alþingismanna

Samkvæmt stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd eiga siðareglur að vera lifandi og taka mið af þeim breytingum sem verða í samfélaginu. Nefndarálit hefur nú verið samþykkt varðandi breytingar á siðareglum alþingismanna.

alþingi dómkirkjan austurvöllur
Auglýsing

Til stendur að breyta siða­reglur alþing­is­manna en nefnd­ar­á­lit frá stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd um til­lögu til þings­á­lykt­unar um breyt­ingu hefur nú verið sam­þykkt. Þetta kemur fram á vef Alþing­is. 

­Nefndin telur að siða­reglur eigi að vera lif­andi og taka mið af þeim breyt­ingum sem verða í sam­fé­lag­inu eins og kveikjan var að þessu máli. Nefndin telur að til þess að svo megi verða sé nauð­syn­legt að auka sýni­leika siða­regln­anna og aðgengi að þeim á vef Alþing­is. Þá sé einnig nauð­syn­legt að umfjöllun um þær verði reglu­leg á meðal alþing­is­manna, til dæmis með mál­stofum og fræðslu­fund­um.

Þings­á­­lykt­un­­ar­til­laga var lögð fram á Alþingi þar sem lagt var til að gerðar verði tvær breyt­ingar á siða­­reglum fyrir alþing­is­­menn. Hún var lögð fram þann 23. mars síð­­ast­lið­inn en fyrsti flutn­ings­­maður er Stein­grímur J. Sig­­fús­­son, for­­seti Alþing­­is. Þverpóli­­tísk sátt við­ist ríkja um málið þar sem flutn­ings­­menn eru úr VG, Mið­­flokkn­um, Píröt­um, Fram­­sókn­­ar­­flokkn­um, Flokki fólks­ins, Við­reisn, Sjálf­­stæð­is­­flokknum og Sam­­fylk­ing­unni.

Auglýsing

Áhrif #metoo

Í fyrsta lagi er lagt til að nýjum staf­lið verði bætt við sem segir að alþing­is­­menn verði að leggja sig fram um að skapa í störfum sínum heil­brigt starfs­um­hverfi innan þings sem utan og hvar­vetna þar sem þeir sinna störfum sínum þar sem hafnað er hvers konar kyn­­ferð­is­­legri eða kyn­bund­inni áreitni, ein­elti eða annarri van­virð­andi fram­komu.

Í öðru lagi er lagt til að á eftir sjö­undu grein siða­regln­anna komi ný grein sem hljóði svo: „Þing­­menn skulu ekki sýna öðrum þing­­mönn­um, starfs­­mönnum þings­ins eða gestum kyn­­ferð­is­­lega eða kyn­bundna áreitni, leggja þá í ein­elti eða koma fram við þá á annan van­virð­andi hátt.“

Þing­menn fái siða­reglur strax að loknum kosn­ingum

Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd hefur nú fjallað um málið og fékk hún á sinn fund Þór­hall Vil­hjálms­son frá laga­skrif­stofu Alþing­is, Jón Ólafs­son frá Gagn­sæi – sam­tökum gegn spill­ingu og Henry Alex­ander Henrys­son frá Sið­fræði­stofnun Háskóla Íslands.

Nefndin fjall­aði á fundum sínum um nokkur álita­efni máls­ins, meðal ann­ars gild­is­svið regln­anna gagn­vart vara­þing­mönnum og hvenær þing­menn ættu að kynna sér siða­regl­urnar og und­ir­rita yfir­lýs­ingu þar um. Sam­kvæmt grein í siða­regl­unum er kveðið á um að við upp­haf þing­setu sinnar skuli alþing­is­menn afhenda for­seta Alþingis und­ir­rit­aða yfir­lýs­ingu um að þeir hafi kynnt sér siða­regl­urnar og að sama gildi um vara­þing­menn sem hafa setið sam­fellt í fjórar vik­ur. 

Í fram­kvæmd hefur þing­mönnum verið kynnt að á fyrsta fundi Alþingis eftir alþing­is­kosn­ingar liggi siða­regl­urnar á borðum þing­manna ásamt formi fyrir yfir­lýs­ingu sem þeir geti und­ir­ritað og afhent skrif­stof­unni til stað­fest­ingar þess að þeir hafi kynnt sér regl­urn­ar. Á fundum nefnd­ar­innar var rætt hvort ekki væri eðli­legt að þing­menn fengju siða­regl­urnar og yfir­lýs­ing­una sendar strax að loknum kosn­ingum og útgáfu kjör­bréfs frá lands­kjör­stjórn og að sama gilti um vara­þing­menn frá því þeir tækju sæt­i. 

Siða­reglur eiga að auka gagn­sæi

Nefndin tekur fram að í siða­regl­unum komi fram for­sendur sem eru grunnur þess hlut­verks sem kjörnum full­trúum er falið. Þær eiga að vera almennar og til leið­sagnar fyrir þá um hvaða kröfur eru gerðar til þeirra. Nefndin telur því í ljósi þess hvernig litið er á þing­menn og hvaða kröfur eru gerðar til þeirra allt frá kjöri að mik­il­vægt sé að regl­urnar séu kynntar þeim strax eftir kosn­ingar svo að þeir geti skilað und­ir­rit­aðri yfir­lýs­ingu sem fyrst. 

Nefndin telur enn fremur að sömu rök eigi við um vara­þing­menn og telur því rétt að leggja til að það verði for­taks­laus skylda allra sem taka sæti á Alþingi að þeir kynni sér siða­regl­urnar jafn­skjótt og þeir taka sæti og und­ir­riti yfir­lýs­ingu þar um á sínum fyrsta þing­fundi. Nefndin leggur því til breyt­ingu á þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni í þá veru.

Nefndin tekur fram að með siða­reglum sé verið að auka gagn­sæi í störfum alþing­is­manna, kynna hlut­verk þeirra og ábyrgð­ar­skyldu sem sé til þess fallið að dýpka þekk­ingu þeirra á hlut­verk­inu, sem og að auka til­trú og traust almenn­ings á Alþingi.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Umgangist einungis þá sem þið búið með“
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar brýndi fyrir landsmönnum að sýna meiri ábyrgð í glímunni við veiruna í ávarpi í gær. Átta manna samkomutakmarkanir taka gildi víða í landinu á morgun, en þó ekki alls staðar.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Ólafur Margeirsson
Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?
Kjarninn 23. nóvember 2020
Félag fréttamanna gagnrýnir yfirstjórn RÚV og stjórnvöld fyrir niðurskurð á fréttastofu
Stöðugildum á fréttastofu RÚV mun fækka um alls níu vegna niðurskurðar. Á meðal þeirra sem sagt var upp er starfsmaður með rúmlega aldarfjórðungs starfsaldur sem staðið hefur í viðræðum við yfirstjórn RÚV vegna vangoldinna yfirvinnugreiðslna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Telja áhrif þess að afnema stimpilgjald af íbúðarhúsnæði óveruleg
Átta þingmenn Sjálfstæðisflokks lögðu í síðasta mánuði fram frumvarp um afnám stimpilgjalda. Það er í sjötta sinn sem frumvarpið er lagt fram. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur afnámið líklegt til að hækka íbúðarverð.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins sækir fylgið til ómenntaðra og tekjulágra á Suðurlandi og Suðurnesjum
Fylgi Flokks fólksins hefur ekki mælst mikið síðastliðið ár. Í nóvember er meðaltalsfylgið 3,9 prósent sem myndi líkast til ekki duga flokknum til að fá þingmann. Áferð kjósenda Flokks fólksins er þó enn svipuð því sem hún var fyrir rúmum þremur árum.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Uwięzieni w płomieniach
Co wydarzyło się na miejscu pożaru przy Bræðraborgarstígur i jak potoczyły się losy tych, którzy go przeżyli? Poniżej znajduje się podsumowanie obszernej serii artykułów na temat tej tragedii opublikowanych przez Kjarninn.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Húsnæði Kauphallarinnar
Verðlagning íslenskra félaga bjartsýnni en áður
Fjárfestum finnst meira varið í flest fyrirtæki í Kauphöllinni heldur en ársreikningar þeirra segja til um og hefur sá mælikvarði hækkað á síðustu árum. Verðlagningin er þó nokkuð lægri en í kauphöllum hinna Norðurlandanna.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Geðheilsa þjóðar í krísu
Áhrif COVID-19 á samfélagið eru mikil og víða marka afleiðinga sjúkdómsins og sóttvarnaaðgerða djúp spor. Fyrirséð er að efnahagsáhrif verða mikil enda atvinnuleysi við það mesta sem Íslendingar hafa séð í áraraðir.
Kjarninn 23. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent