Veiðigjöldin tekin fyrir á morgun

Þingmenn vonast til að þingið starfi ekki lengur en til 17. júní. Eldhúsdagsumræður verða í kvöld en mörg stór mál bíða afgreiðslu, þar á meðal veiðigjöldin, ný lög um persónuvernd og seinni umræða um fjármálaáætlun.

7DM_5634_raw_170912.jpg alþingi 12. september 2017. þingsæti þingsalur
Auglýsing

Fyrir þing­inu, sem á sam­kvæmt starfs­á­ætlun aðeins þrjá þing­fundi eft­ir, liggja nokkur afar umfangs­mikil mál. Per­sónu­vernd­ar­frum­varp­ið, veiði­gjalda­málið og einnig síð­ari umræða um fjár­mála­á­ætl­un. Öll málin munu krefj­ast mik­illar umræðu, og þá sér í lagi veiði­gjalda­frum­varpið sem er sér­stak­lega umdeilt og herma heim­ildir Kjarn­ans að stjórn­ar­and­staðan sé nokkuð sam­stillt þegar kemur að áætl­unum um að kæfa hækkun veiði­gjalds­ins, jafn­vel með mál­þófi. Fleiri mál eru eft­ir, mis­um­fangs­mik­il, eins og til dæmis umræða um Byggða­á­ætlun næstu fimm ára.

Heim­ildir Kjarn­ans herma einnig að allir þing­menn geri sér grein fyrir að lengja þurfi yfir­stand­andi þing, en von­ast er til að hægt verði að ljúka því fyrir þjóð­há­tíð­ar­dag­inn 17. júní.

Öll málin verða að klár­ast á þessu þingi. Núgild­andi veiði­gjalda­á­kvæði renna út þann 31. ágúst næst­kom­andi og verði ekk­ert gert þýðir það að engin veiði­gjöld verða inn­heimt síð­ustu fjóra mán­uði árs­ins. Per­sónu­vernd­ar­frum­varp­ið, sem er 147 blað­síður að lengd, er inn­leið­ing á Evr­ópu­lög­gjöf sem er hluti af EES-­samn­ingn­um. Evr­ópsku regl­urnar hafa þegar tekið gildi sem þýðir að það liggur á að taka þær upp í íslenskan rétt. Seinni umræða um fjár­mála­á­ætl­un­ina er síðan lög­bund­in, en þyrfti tækni­lega séð ekki að taka svo langan tíma - þó lík­legra sé að svo verði og færa megi rök fyrir að slíkt sé fag­legra en hitt.

Auglýsing

Ráð­gert er að taka veiði­gjalda­frum­varpið fyrir á morg­un, en það var ákveðið á fundi þing­flokks­for­manna með Stein­grími J. Sig­fús­syni for­seta Alþingis í morg­un.

Eld­hús­dags­um­ræður á Alþingi fara fram í kvöld og hefj­ast klukkan 19.30. Þrír þing­menn frá hverjum flokki munu taka til máls.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent