Fjögur hlé á þingstörfum dag - Samningaviðræður bak við tjöldin

Stjórn og stjórnarandstaða reyna nú að ná sáttum um meðferð veiðigjaldafrumvarpsins. Gera hefur þurft hlé á þingfundi fjórum sinnum í dag meðan fundað er um málið. Stjórnarandstaðan hyggst reyna að kæfa málið náist ekki sátt.

Þingfiskur
Auglýsing

Hlé hefur verið gert á þing­fundi fjórum sinnum í dag til að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir og stjórn­ar­and­staðan geti fundað um áfram­hald­andi þing­störf og freistað þess að ná sátt­um.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að verið sé að reyna að semja um hvernig fara eigi með veiði­gjalda­frum­varp­ið, sem lagt var fram flestum að óvörum í lok síð­ustu viku. Þar er gert ráð fyrir því að heim­ild til töku veiði­gjalda yfir höfuð verði fram­lengd, hún byggi á afkomu nýlið­ins árs en ekki þriggja ára aftur í tím­ann, sem mun þýða 1,7 millj­arða króna lækkun gjald­anna sem greið­ast eiga á þessu alm­an­aks­ári og þar að auki gef­inn afsláttur til minni útgerða.

Stemmn­ingin á þing­inu er eld­fim, stjórn­ar­and­staðan hefur þannig verið afar harð­orð um veiði­gjalda­frum­varp­ið, sem lagt var fram af meiri­hluta atvinnu­vega­nefn­ar. Vilja stjórn­ar­and­stöðuliðar meina að mestur hluti lækk­un­ar­innar muni gagn­ast stærri útgerð­unum best.

Auglýsing

Fyrir þing­inu, búið er að sam­þykkja að starfi lengur en sam­kvæmt starfs­á­ætl­un, liggja nokkur afar umfangs­­mikil mál. Per­­són­u­vernd­­ar­frum­varp­ið, veið­i­­gjalda­­málið og einnig síð­­­ari umræða um fjár­­­mála­á­ætl­­un. Öll málin munu krefj­­ast mik­illar umræðu og herma heim­ildir Kjarn­ans að stjórn­­­ar­and­­staðan sé nokkuð sam­stillt þegar kemur að áætl­­unum um að kæfa hækkun veið­i­­gjalds­ins, jafn­­vel með mál­þófi. Fleiri mál eru eft­ir, mis­­um­fangs­­mik­il, eins og til dæmis umræða um Byggða­á­ætlun næstu fimm ára.

Öll málin verða að klár­­ast á þessu þingi. Núgild­andi veið­i­­gjalda­á­­kvæði renna út þann 31. ágúst næst­kom­andi og verði ekk­ert gert þýðir það að engin veið­i­­­gjöld verða inn­­heimt síð­­­ustu fjóra mán­uði árs­ins. Per­­són­u­vernd­­ar­frum­varp­ið, sem er 147 blað­­síður að lengd, er inn­­­leið­ing á Evr­­ópu­lög­­gjöf sem er hluti af EES-­­samn­ingn­­um. Evr­­ópsku regl­­urnar hafa þegar tekið gildi sem þýðir að það liggur á að taka þær upp í íslenskan rétt. Seinni umræða um fjár­­­mála­á­ætl­­un­ina er síðan lög­­bund­in, en þyrfti tækn­i­­lega séð ekki að taka svo langan tíma - þó lík­­­legra sé að svo verði og færa megi rök fyrir að slíkt sé fag­­legra en hitt.

Heim­ildir Kjarn­ans herma einnig að þing­­menn von­ist til að hægt verði að ljúka þing­störfum fyrir þjóð­há­­tíð­­ar­dag­inn 17. júní.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Brynjar Níelsson
Villuljós
Kjarninn 30. maí 2020
Sigrún Guðmundsdóttir
Okkar SORPA
Kjarninn 30. maí 2020
Laugavegurinn er ein allra vinsælasta gönguleið landsins en gengið er frá Landmannalaugum.
Landinn óður í útivist
Uppselt er í margar ferðir Ferðafélags Íslands og félagið hefur þurft að bæta við ferðum. Níu af hverjum tíu ætla að ferðast innanlands í sumar samkvæmt könnun Ferðamálastofu.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent