Fjögur hlé á þingstörfum dag - Samningaviðræður bak við tjöldin

Stjórn og stjórnarandstaða reyna nú að ná sáttum um meðferð veiðigjaldafrumvarpsins. Gera hefur þurft hlé á þingfundi fjórum sinnum í dag meðan fundað er um málið. Stjórnarandstaðan hyggst reyna að kæfa málið náist ekki sátt.

Þingfiskur
Auglýsing

Hlé hefur verið gert á þing­fundi fjórum sinnum í dag til að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir og stjórn­ar­and­staðan geti fundað um áfram­hald­andi þing­störf og freistað þess að ná sátt­um.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að verið sé að reyna að semja um hvernig fara eigi með veiði­gjalda­frum­varp­ið, sem lagt var fram flestum að óvörum í lok síð­ustu viku. Þar er gert ráð fyrir því að heim­ild til töku veiði­gjalda yfir höfuð verði fram­lengd, hún byggi á afkomu nýlið­ins árs en ekki þriggja ára aftur í tím­ann, sem mun þýða 1,7 millj­arða króna lækkun gjald­anna sem greið­ast eiga á þessu alm­an­aks­ári og þar að auki gef­inn afsláttur til minni útgerða.

Stemmn­ingin á þing­inu er eld­fim, stjórn­ar­and­staðan hefur þannig verið afar harð­orð um veiði­gjalda­frum­varp­ið, sem lagt var fram af meiri­hluta atvinnu­vega­nefn­ar. Vilja stjórn­ar­and­stöðuliðar meina að mestur hluti lækk­un­ar­innar muni gagn­ast stærri útgerð­unum best.

Auglýsing

Fyrir þing­inu, búið er að sam­þykkja að starfi lengur en sam­kvæmt starfs­á­ætl­un, liggja nokkur afar umfangs­­mikil mál. Per­­són­u­vernd­­ar­frum­varp­ið, veið­i­­gjalda­­málið og einnig síð­­­ari umræða um fjár­­­mála­á­ætl­­un. Öll málin munu krefj­­ast mik­illar umræðu og herma heim­ildir Kjarn­ans að stjórn­­­ar­and­­staðan sé nokkuð sam­stillt þegar kemur að áætl­­unum um að kæfa hækkun veið­i­­gjalds­ins, jafn­­vel með mál­þófi. Fleiri mál eru eft­ir, mis­­um­fangs­­mik­il, eins og til dæmis umræða um Byggða­á­ætlun næstu fimm ára.

Öll málin verða að klár­­ast á þessu þingi. Núgild­andi veið­i­­gjalda­á­­kvæði renna út þann 31. ágúst næst­kom­andi og verði ekk­ert gert þýðir það að engin veið­i­­­gjöld verða inn­­heimt síð­­­ustu fjóra mán­uði árs­ins. Per­­són­u­vernd­­ar­frum­varp­ið, sem er 147 blað­­síður að lengd, er inn­­­leið­ing á Evr­­ópu­lög­­gjöf sem er hluti af EES-­­samn­ingn­­um. Evr­­ópsku regl­­urnar hafa þegar tekið gildi sem þýðir að það liggur á að taka þær upp í íslenskan rétt. Seinni umræða um fjár­­­mála­á­ætl­­un­ina er síðan lög­­bund­in, en þyrfti tækn­i­­lega séð ekki að taka svo langan tíma - þó lík­­­legra sé að svo verði og færa megi rök fyrir að slíkt sé fag­­legra en hitt.

Heim­ildir Kjarn­ans herma einnig að þing­­menn von­ist til að hægt verði að ljúka þing­störfum fyrir þjóð­há­­tíð­­ar­dag­inn 17. júní.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent