Fjögur hlé á þingstörfum dag - Samningaviðræður bak við tjöldin

Stjórn og stjórnarandstaða reyna nú að ná sáttum um meðferð veiðigjaldafrumvarpsins. Gera hefur þurft hlé á þingfundi fjórum sinnum í dag meðan fundað er um málið. Stjórnarandstaðan hyggst reyna að kæfa málið náist ekki sátt.

Þingfiskur
Auglýsing

Hlé hefur verið gert á þing­fundi fjórum sinnum í dag til að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir og stjórn­ar­and­staðan geti fundað um áfram­hald­andi þing­störf og freistað þess að ná sátt­um.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að verið sé að reyna að semja um hvernig fara eigi með veiði­gjalda­frum­varp­ið, sem lagt var fram flestum að óvörum í lok síð­ustu viku. Þar er gert ráð fyrir því að heim­ild til töku veiði­gjalda yfir höfuð verði fram­lengd, hún byggi á afkomu nýlið­ins árs en ekki þriggja ára aftur í tím­ann, sem mun þýða 1,7 millj­arða króna lækkun gjald­anna sem greið­ast eiga á þessu alm­an­aks­ári og þar að auki gef­inn afsláttur til minni útgerða.

Stemmn­ingin á þing­inu er eld­fim, stjórn­ar­and­staðan hefur þannig verið afar harð­orð um veiði­gjalda­frum­varp­ið, sem lagt var fram af meiri­hluta atvinnu­vega­nefn­ar. Vilja stjórn­ar­and­stöðuliðar meina að mestur hluti lækk­un­ar­innar muni gagn­ast stærri útgerð­unum best.

Auglýsing

Fyrir þing­inu, búið er að sam­þykkja að starfi lengur en sam­kvæmt starfs­á­ætl­un, liggja nokkur afar umfangs­­mikil mál. Per­­són­u­vernd­­ar­frum­varp­ið, veið­i­­gjalda­­málið og einnig síð­­­ari umræða um fjár­­­mála­á­ætl­­un. Öll málin munu krefj­­ast mik­illar umræðu og herma heim­ildir Kjarn­ans að stjórn­­­ar­and­­staðan sé nokkuð sam­stillt þegar kemur að áætl­­unum um að kæfa hækkun veið­i­­gjalds­ins, jafn­­vel með mál­þófi. Fleiri mál eru eft­ir, mis­­um­fangs­­mik­il, eins og til dæmis umræða um Byggða­á­ætlun næstu fimm ára.

Öll málin verða að klár­­ast á þessu þingi. Núgild­andi veið­i­­gjalda­á­­kvæði renna út þann 31. ágúst næst­kom­andi og verði ekk­ert gert þýðir það að engin veið­i­­­gjöld verða inn­­heimt síð­­­ustu fjóra mán­uði árs­ins. Per­­són­u­vernd­­ar­frum­varp­ið, sem er 147 blað­­síður að lengd, er inn­­­leið­ing á Evr­­ópu­lög­­gjöf sem er hluti af EES-­­samn­ingn­­um. Evr­­ópsku regl­­urnar hafa þegar tekið gildi sem þýðir að það liggur á að taka þær upp í íslenskan rétt. Seinni umræða um fjár­­­mála­á­ætl­­un­ina er síðan lög­­bund­in, en þyrfti tækn­i­­lega séð ekki að taka svo langan tíma - þó lík­­­legra sé að svo verði og færa megi rök fyrir að slíkt sé fag­­legra en hitt.

Heim­ildir Kjarn­ans herma einnig að þing­­menn von­ist til að hægt verði að ljúka þing­störfum fyrir þjóð­há­­tíð­­ar­dag­inn 17. júní.

Skiptar skoðanir um uppátæki Hatara
Það vakti mikla athygli þegar meðlimir Hatara veifuðu fána Palestínu í beinni útsendingu frá úrslitum Eurovison í Tel Aviv í gær. Uppátækið hefur bæði verið lofað og gagnrýnt.
Kjarninn 19. maí 2019
Vala Yates
Karolina Fund: Vala Yates – Fyrsta plata
Vala Yates, söngkona og tónskáld, vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. Lög og texti eru samin af Völu, en platan mun innihalda fimm lög á íslensku og fimm á ensku.
Kjarninn 19. maí 2019
Björn Gunar Ólafsson
Innstæðutryggingar
Kjarninn 19. maí 2019
Enn sannfærðari en áður um að það hafi verið rétt að mynda ríkisstjórnina
Svandís Svavarsdóttir segir að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sé „fantagóð“ í því að stýra ríkisstjórn þeirra þriggja ólíku flokka sem nú sitja að völdum á Íslandi. Stundum þurfi að takast á við ríkisstjórnarborðið.
Kjarninn 19. maí 2019
Halfdan Rasmussen, eitt vinsælasta skáld Dana.
Hvað gera Kasper, Jesper og Jónatan nú
Danska forlagið Gyldendal ákvað að sleppa átta ljóðum úr safni ljóða eftir skáldið Halfdan Rasmussen, þau eiga það sameiginlegt að í þeim koma fyrir orðin negri og hottintotti. Sú ákvörðun forlagsins hefur vakið mikla athygli í Danmörku.
Kjarninn 19. maí 2019
Áhætta á fasteignamarkaði
Nýjasta spá Hagstofu Íslands um þróun mála í efnahagslífinu bendir til þess að fasteignamarkaðurinn gæti átt erfitt uppdráttar á næstu misserum.
Kjarninn 19. maí 2019
Hatari veifaði Palestínufánum
Liðsmenn Hatara héldu á fána Palestínu þegar tilkynnt var um stigin úr símakosningunni í Eurovison í kvöld. Hatari hafnaði í 10. sæti í keppninni.
Kjarninn 19. maí 2019
Fjárhagslegur ávinningur er af sameiginlegum lyfjainnkaupum
Svandís Svavarsdóttir segir að það bæði ríkissjóður og notendur lyfja muni njóta góðs af samstarfi við hin Danmörk og Noreg um innkaup á lyfjum. Innkaup verði hagstæðari og öryggi í afhendingu meira.
Kjarninn 18. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent