Fjögur hlé á þingstörfum dag - Samningaviðræður bak við tjöldin

Stjórn og stjórnarandstaða reyna nú að ná sáttum um meðferð veiðigjaldafrumvarpsins. Gera hefur þurft hlé á þingfundi fjórum sinnum í dag meðan fundað er um málið. Stjórnarandstaðan hyggst reyna að kæfa málið náist ekki sátt.

Þingfiskur
Auglýsing

Hlé hefur verið gert á þing­fundi fjórum sinnum í dag til að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir og stjórn­ar­and­staðan geti fundað um áfram­hald­andi þing­störf og freistað þess að ná sátt­um.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að verið sé að reyna að semja um hvernig fara eigi með veiði­gjalda­frum­varp­ið, sem lagt var fram flestum að óvörum í lok síð­ustu viku. Þar er gert ráð fyrir því að heim­ild til töku veiði­gjalda yfir höfuð verði fram­lengd, hún byggi á afkomu nýlið­ins árs en ekki þriggja ára aftur í tím­ann, sem mun þýða 1,7 millj­arða króna lækkun gjald­anna sem greið­ast eiga á þessu alm­an­aks­ári og þar að auki gef­inn afsláttur til minni útgerða.

Stemmn­ingin á þing­inu er eld­fim, stjórn­ar­and­staðan hefur þannig verið afar harð­orð um veiði­gjalda­frum­varp­ið, sem lagt var fram af meiri­hluta atvinnu­vega­nefn­ar. Vilja stjórn­ar­and­stöðuliðar meina að mestur hluti lækk­un­ar­innar muni gagn­ast stærri útgerð­unum best.

Auglýsing

Fyrir þing­inu, búið er að sam­þykkja að starfi lengur en sam­kvæmt starfs­á­ætl­un, liggja nokkur afar umfangs­­mikil mál. Per­­són­u­vernd­­ar­frum­varp­ið, veið­i­­gjalda­­málið og einnig síð­­­ari umræða um fjár­­­mála­á­ætl­­un. Öll málin munu krefj­­ast mik­illar umræðu og herma heim­ildir Kjarn­ans að stjórn­­­ar­and­­staðan sé nokkuð sam­stillt þegar kemur að áætl­­unum um að kæfa hækkun veið­i­­gjalds­ins, jafn­­vel með mál­þófi. Fleiri mál eru eft­ir, mis­­um­fangs­­mik­il, eins og til dæmis umræða um Byggða­á­ætlun næstu fimm ára.

Öll málin verða að klár­­ast á þessu þingi. Núgild­andi veið­i­­gjalda­á­­kvæði renna út þann 31. ágúst næst­kom­andi og verði ekk­ert gert þýðir það að engin veið­i­­­gjöld verða inn­­heimt síð­­­ustu fjóra mán­uði árs­ins. Per­­són­u­vernd­­ar­frum­varp­ið, sem er 147 blað­­síður að lengd, er inn­­­leið­ing á Evr­­ópu­lög­­gjöf sem er hluti af EES-­­samn­ingn­­um. Evr­­ópsku regl­­urnar hafa þegar tekið gildi sem þýðir að það liggur á að taka þær upp í íslenskan rétt. Seinni umræða um fjár­­­mála­á­ætl­­un­ina er síðan lög­­bund­in, en þyrfti tækn­i­­lega séð ekki að taka svo langan tíma - þó lík­­­legra sé að svo verði og færa megi rök fyrir að slíkt sé fag­­legra en hitt.

Heim­ildir Kjarn­ans herma einnig að þing­­menn von­ist til að hægt verði að ljúka þing­störfum fyrir þjóð­há­­tíð­­ar­dag­inn 17. júní.

Katrín Baldursdóttir
Flokksskírteini leið til frama
Kjarninn 16. júlí 2019
Lífeyrisjóður verzlunarmanna lækkar óverðtryggða vexti
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur lækkað fasta vexti á óverðtryggðum lánum úr 6,12 prósentum í 5,14 prósent. Í kjölfar breytingarinnar eru þetta lægstu föstu vextir óverðtryggðra lána sem í boði eru.
Kjarninn 16. júlí 2019
Íslenska ríkið braut gegn Styrmi og Júlíusi
Mannréttindadómstóll Evrópu telur íslenska ríkið hafa brotið gegn Styrmi Þór Bragasyni, fyrrum forstjóra MP banka, og Júlíusi Sigurþórssyni, fyrrum framkvæmdastjóra vörustýringasviðs Húsasmiðjunnar.
Kjarninn 16. júlí 2019
Duterte íhugar að slíta stjórnmálasambandi við Ísland
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, íhugar alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland í kjölfar ályktunar Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 16. júlí 2019
Píratar greiddu gegn tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð flokksins
Birgitta Jónsdóttir mun ekki sitja í trúnaðarráði Pírata eftir að tilnefningu hennar í ráðið var hafnað í atkvæðagreiðslu á félagsfundi Pírata. Alls kusu 55 gegn og 13 með tilnefningu Birgittu í trúnaðarráð Pírata.
Kjarninn 16. júlí 2019
Persónuvernd annar ekki eftirspurn
Eftir að ný persónuverndarlöggjöf tók gildi síðasta sumar hefur kvörtunum til Persónuverndar fjölgað um 70 prósent en löggjöfin gerir fólki kleift að stýra sínum persónuupplýsingum betur. Persónuvernd hefur ekki náð að sinna eftirspurn að öllu leyti.
Kjarninn 16. júlí 2019
Ástþór Ólafsson
Styrkjandi áhrif til eftirbreytni
Kjarninn 15. júlí 2019
Magnús Halldórsson
Lausnin er að draga tjöldin frá
Kjarninn 15. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent