Lítil rafmyntarfyrirtæki verða undanskilin greiðslu eftirlitskostnaðar

Frumvarp um að breyta peningaþvættislögum svo þau nái yfir þá sem stunda viðskipti með sýndarfé var afgreitt úr nefnd í gær. Samþykkja þarf frumvarpið fyrir þinglok til að hindra refsi­verðra starf­semi sem kunni að þríf­ast í skjóli þess nafn­leysis.

blockchain
Auglýsing

Nokkuð breið póli­tísk sátt var um það í meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar að und­an­skilja fyr­ir­tæki sem sýsla með raf­myntir eða ann­ars konar sýnd­arfé frá greiðslu 700 þús­und króna árgjalds vegna opin­bers eft­ir­lits Fjár­mála­eft­ir­lits­ins með fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Slík fyr­ir­tæki þurfa þó að skrá sig hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu þótt þeirri skrán­ingu fylgi ekki kostn­að­ur. Eini flokk­ur­inn sem styður ekki frum­varpið eru Pírat­ar.

Þetta kemur fram í nefnd­ar­á­liti hennar þegar nefndin afgreiddi frum­varp Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­­mála­ráð­herra um að breyta lögum um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka með þeim hætti að þjón­ust­u­veit­endur þeirra sem stunda við­­skipti og fyr­ir­huguð við­­skipti með raf­­eyri og sýnd­­ar­fjár verði gert skylt að til­­kynna grun um pen­inga­þvætti eða fjár­­­mögnun hryðju­verka til lög­­­reglu úr nefnd í gær.

Breyt­ingin er til­komin eftir að nefnd­inni var bent á að mörg af þeim fyr­ir­tækjum sem fáist við þjón­ustu af þessu tagi séu „lítil sprota­fyr­ir­tæki með fáa starfs­menn og að gjald af þess­ari fjár­hæð gæti reynst þeim mjög íþyngj­andi. Nefndin telur að almennt beri að virða þá meg­in­reglu að þeir sem sæta eft­ir­liti á fjár­mála­mark­aði skuli standa straum af kostn­aði við eft­ir­lit­ið. Þrátt fyrir það telur nefndin mik­il­vægt að leggja ekki stein í götu lít­illa fyr­ir­tækja sem eru að stíga sín fyrstu skref á mark­aði þar sem ör tækni­þróun og nýsköpun ráða ríkj­um, einkum þegar ekki liggur fyrir hver raun­veru­legur kostn­aður af eft­ir­lit­inu verð­ur.“

Auglýsing
Að öðru leyti lagði efna­hags- og við­skipta­nefnd til að frum­varpið verði sam­þykkt óbreytt.

Liggur á að sam­þykkja frum­varpið

Kjarn­inn fjall­aði um frum­varpið í lok síð­asta mán­að­ar. Í grein­­ar­­gerð þess seg­ir: „Sýnd­­ar­fjár­­við­­skipti fara fram utan hins hefð­bundna fjár­­­mála­­kerfis og geta aðilar sem stunda pen­inga­þvætti, hryðju­verka­­sam­tök eða hópar með auð­veldum hætti milli­­­fært fjár­­muni yfir landa­­mæri eða innan sýnd­­ar­fjár­­­mark­að­­ar­ins nafn­­laust og án þess að færslur þeirra sæti athug­un. Til að stemma stigu við refsi­verðri starf­­semi sem kann að þrí­f­­ast í skjóli þess nafn­­leysis sem fylgir sýnd­­ar­fjár­­við­­skiptum er nauð­­syn­­legt að útvíkka gild­is­­svið lag­anna svo að fram­an­­greindir þjón­ust­u­veit­endur falli undir lög­­in.“

Hætt sé við því að verði slík starf­­semi látin óátalin þar til ný heild­­ar­lög um pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka, sem leggja á fram í haust, verði sam­­þykkt muni margir aðilar sjá sér hag í því að koma upp slíkri starf­­semi áður en það frum­varp nái fram að ganga og geti starfað eft­ir­lits­­laust í marga mán­uði. „Reynslan sýnir að fjölgun þjón­ust­u­veit­enda sýnd­­ar­fjár er hröð. Á heims­vísu voru hrað­­bankar fyrir sýnd­­arfé sam­tals 951 þann 1. jan­úar 2017, 2.048 þann 1. jan­úar 2018 og 2.534 þann 20. mars 2018. Það er því mik­il­vægt að bregð­­ast við með skjótum hætti og gera þessa þjón­ust­u­veit­endur til­­kynn­ing­­ar- og eft­ir­lits­­skylda.“

Bæði Seðla­­banki Íslands og Fjár­­­mála­eft­ir­litið styðja frum­varpið og leggja áherslu að það verði sam­­þykkt.

Vildi tveggja ára bið­tíma

Ýmsir aðilar sem starfa á þessum mark­aði komu fyrir nefnd­ina og skil­uðu umsögnum um frum­varp­ið. Einn þeirra, Jason Scott, eig­andi og stjórn­­andi fyr­ir­tæk­is­ins Icetor ehf., sem á og rekur fyrsta bitcoin-hrað­­bank­ann sem settur hefur verið upp á Íslandi, vildi að íslensk stjórn­­völd bíði með það í tvö ár að reglu­væða með nokkrum hætti starfs­um­hverfi staf­rænna raf­­­mynta og sýnd­­ar­fjár á borð við bitcoin.

Þess í stað lagði Scott, sem opn­aði bitcoin-hrað­­bank­ann sinn hér­­­lendis í vor, til að nán­­ara sam­­tal eigi sér stað milli raf­mynta­iðn­að­ar­ins, sem er í miklum vexti á Íslandi, og lög­­gjafans. Hann varar við því að strangar reglur muni gera það að verkum að iðn­­að­­ur­inn muni leita til ann­­arra landa þar sem reglu­verkið er hag­­stæð­­ara. Nefnir hann Möltu, Eist­land og Sviss sem dæmi um slík lönd.

Þá fer Scott fram á að settur yrði velt­u­­þrösk­uldur og þau fyr­ir­tæki sem fari ekki yfir hann þurfi ekki að gang­­ast undir sam­s­­konar upp­­lýs­inga­­skyldu og þau sem stærri eru.

Nefnd­inni þótti ekki til­efni til að taka til­lit til athuga­semda Scott.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Ferðaþjónustufyrirtæki axli þegar í stað ábyrgð á brotum gegn erlendu starfsfólki
ASÍ kallar eftir því að loforð Lífskjarasamninganna um lagalegar heimildir til refsinga vegna brota á kjarasamningum verði uppfyllt, enda sé ólíðandi að slík brot, sem séu hreinn og klár þjófnaður, viðgangist refsilaust.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent