Lítil rafmyntarfyrirtæki verða undanskilin greiðslu eftirlitskostnaðar

Frumvarp um að breyta peningaþvættislögum svo þau nái yfir þá sem stunda viðskipti með sýndarfé var afgreitt úr nefnd í gær. Samþykkja þarf frumvarpið fyrir þinglok til að hindra refsi­verðra starf­semi sem kunni að þríf­ast í skjóli þess nafn­leysis.

blockchain
Auglýsing

Nokkuð breið póli­tísk sátt var um það í meiri­hluta efna­hags- og við­skipta­nefndar að und­an­skilja fyr­ir­tæki sem sýsla með raf­myntir eða ann­ars konar sýnd­arfé frá greiðslu 700 þús­und króna árgjalds vegna opin­bers eft­ir­lits Fjár­mála­eft­ir­lits­ins með fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Slík fyr­ir­tæki þurfa þó að skrá sig hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu þótt þeirri skrán­ingu fylgi ekki kostn­að­ur. Eini flokk­ur­inn sem styður ekki frum­varpið eru Pírat­ar.

Þetta kemur fram í nefnd­ar­á­liti hennar þegar nefndin afgreiddi frum­varp Sig­ríðar Á. And­er­sen dóms­­mála­ráð­herra um að breyta lögum um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka með þeim hætti að þjón­ust­u­veit­endur þeirra sem stunda við­­skipti og fyr­ir­huguð við­­skipti með raf­­eyri og sýnd­­ar­fjár verði gert skylt að til­­kynna grun um pen­inga­þvætti eða fjár­­­mögnun hryðju­verka til lög­­­reglu úr nefnd í gær.

Breyt­ingin er til­komin eftir að nefnd­inni var bent á að mörg af þeim fyr­ir­tækjum sem fáist við þjón­ustu af þessu tagi séu „lítil sprota­fyr­ir­tæki með fáa starfs­menn og að gjald af þess­ari fjár­hæð gæti reynst þeim mjög íþyngj­andi. Nefndin telur að almennt beri að virða þá meg­in­reglu að þeir sem sæta eft­ir­liti á fjár­mála­mark­aði skuli standa straum af kostn­aði við eft­ir­lit­ið. Þrátt fyrir það telur nefndin mik­il­vægt að leggja ekki stein í götu lít­illa fyr­ir­tækja sem eru að stíga sín fyrstu skref á mark­aði þar sem ör tækni­þróun og nýsköpun ráða ríkj­um, einkum þegar ekki liggur fyrir hver raun­veru­legur kostn­aður af eft­ir­lit­inu verð­ur.“

Auglýsing
Að öðru leyti lagði efna­hags- og við­skipta­nefnd til að frum­varpið verði sam­þykkt óbreytt.

Liggur á að sam­þykkja frum­varpið

Kjarn­inn fjall­aði um frum­varpið í lok síð­asta mán­að­ar. Í grein­­ar­­gerð þess seg­ir: „Sýnd­­ar­fjár­­við­­skipti fara fram utan hins hefð­bundna fjár­­­mála­­kerfis og geta aðilar sem stunda pen­inga­þvætti, hryðju­verka­­sam­tök eða hópar með auð­veldum hætti milli­­­fært fjár­­muni yfir landa­­mæri eða innan sýnd­­ar­fjár­­­mark­að­­ar­ins nafn­­laust og án þess að færslur þeirra sæti athug­un. Til að stemma stigu við refsi­verðri starf­­semi sem kann að þrí­f­­ast í skjóli þess nafn­­leysis sem fylgir sýnd­­ar­fjár­­við­­skiptum er nauð­­syn­­legt að útvíkka gild­is­­svið lag­anna svo að fram­an­­greindir þjón­ust­u­veit­endur falli undir lög­­in.“

Hætt sé við því að verði slík starf­­semi látin óátalin þar til ný heild­­ar­lög um pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka, sem leggja á fram í haust, verði sam­­þykkt muni margir aðilar sjá sér hag í því að koma upp slíkri starf­­semi áður en það frum­varp nái fram að ganga og geti starfað eft­ir­lits­­laust í marga mán­uði. „Reynslan sýnir að fjölgun þjón­ust­u­veit­enda sýnd­­ar­fjár er hröð. Á heims­vísu voru hrað­­bankar fyrir sýnd­­arfé sam­tals 951 þann 1. jan­úar 2017, 2.048 þann 1. jan­úar 2018 og 2.534 þann 20. mars 2018. Það er því mik­il­vægt að bregð­­ast við með skjótum hætti og gera þessa þjón­ust­u­veit­endur til­­kynn­ing­­ar- og eft­ir­lits­­skylda.“

Bæði Seðla­­banki Íslands og Fjár­­­mála­eft­ir­litið styðja frum­varpið og leggja áherslu að það verði sam­­þykkt.

Vildi tveggja ára bið­tíma

Ýmsir aðilar sem starfa á þessum mark­aði komu fyrir nefnd­ina og skil­uðu umsögnum um frum­varp­ið. Einn þeirra, Jason Scott, eig­andi og stjórn­­andi fyr­ir­tæk­is­ins Icetor ehf., sem á og rekur fyrsta bitcoin-hrað­­bank­ann sem settur hefur verið upp á Íslandi, vildi að íslensk stjórn­­völd bíði með það í tvö ár að reglu­væða með nokkrum hætti starfs­um­hverfi staf­rænna raf­­­mynta og sýnd­­ar­fjár á borð við bitcoin.

Þess í stað lagði Scott, sem opn­aði bitcoin-hrað­­bank­ann sinn hér­­­lendis í vor, til að nán­­ara sam­­tal eigi sér stað milli raf­mynta­iðn­að­ar­ins, sem er í miklum vexti á Íslandi, og lög­­gjafans. Hann varar við því að strangar reglur muni gera það að verkum að iðn­­að­­ur­inn muni leita til ann­­arra landa þar sem reglu­verkið er hag­­stæð­­ara. Nefnir hann Möltu, Eist­land og Sviss sem dæmi um slík lönd.

Þá fer Scott fram á að settur yrði velt­u­­þrösk­uldur og þau fyr­ir­tæki sem fari ekki yfir hann þurfi ekki að gang­­ast undir sam­s­­konar upp­­lýs­inga­­skyldu og þau sem stærri eru.

Nefnd­inni þótti ekki til­efni til að taka til­lit til athuga­semda Scott.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent