Engin greining fór fram á hvernig lækkun veiðigjalds myndi skiptast

Stjórnvöld létu ekki greina hvernig lækkun á veiðigjöldum myndi skiptast niður á útgerðir. Stærstu útgerðir landsins myndu taka langstærstan hluta af þeim tekjum sem ríkið hefði gefið eftir.

Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Engin grein­ing fór fram innan sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is­ins á því hvernig boðuð lækkun veiði­gjalda, sem lögð var til í frum­varpi atvinnu­vega­nefndar í síð­ustu viku, myndi skipt­ast niður á útgerð­ir. Þrátt fyrir að hug­takið „smærri útgerð­ir“ sé notað í grein­ar­gerð sem fylgir frum­varp­inu þá er ekki hægt að fá svar við því hjá ráðu­neyt­inu hver skil­grein­ingin á „smærri útgerð­um“ sé.

­Lækkun veiði­gjalda hefði getað orðið meiri en 2,6 millj­arðar króna, en sam­kvæmt grein­ar­gerð frum­varps­ins var búist við því að áhrifin á tekjur rík­is­sjóðs á yfir­stand­andi alm­an­aks­ári verði lækkun upp á 1,7 millj­arða króna. Tekj­urnar sem rík­is­sjóður átti að inn­heimta sam­kvæmt fjár­lögum voru tíu millj­arðar króna en eftir lækk­un­ina yrðu þær 8,3 millj­arðar króna.

Ekk­ert verður þó af lækk­un­inni eftir að sam­komu­lag náð­ist um það seint í gær­kvöldi milli stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu að fram­lengja lög um veiði­gjöld óbreytt. 

Í Frétta­blað­inu í vik­unni kom fram að sam­kvæmt útreikn­ingum blaðs­ins fari 80 pró­sent lækk­un­ar­innar til stærri útgerða, þ.e. þeirra sem greiða meira en 30 millj­ónir króna á ári í veiði­gjöld. Þessar stóru útgerðir eru á sjötta tug tals­ins. Blaðið reikn­aði það einnig út að um helm­ingur fyr­ir­hug­aðra breyt­inga á veið­i­­­gjöldum hefði lent í vasa tíu stærstu útgerða lands­ins.

Engin algild skil­grein­ing á „smærri útgerð­um“

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is­ins og spurði hvort það hefði látið greina hvernig ávinn­ingur af lækkun veiði­gjalda, sem lagður var til í frum­varpi atvinnu­vega­nefndar mið­viku­dag­inn 30. maí, skipt­ist á milli útgerða. 

Auglýsing
Í svari ráðu­neyt­is­ins kemur fram að það hafi ekki verið gert. „Veiði­gjald hefur síð­ustu ár verið lagt á land­aðan afla en ekki úthlutað afla­mark og er fjár­hæð þess gerð upp í fyrir hvern ein­stakan mán­uð. Þó úthlutun afla­marks liggi fyrir í upp­hafi fisk­veiði­árs þá er leyfi­legt að færa afla­mark milli skipa, milli ára, fram­selja öðrum fyr­ir­tækjum og skipta milli fisk­teg­unda. Fyrir fisk­veiði­árið 2018/2019, sem hefst 1. sept­em­ber, hefur síðan hvorki ekki verið úthlutað afla­marki, né er komin ráð­gjöf um heild­ar­afla fisk­veiði­árs­ins í mörgum mik­il­vægum nytja­stofn­um.  Því er ekki hægt að reikna nákvæm­lega hvernig end­ur­á­kvörðun veiði­gjalds fyrir alm­anksárið 2018 myndi skipt­ast á ein­staka fyr­ir­tæki.“

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins sagði að hækkun á per­sónu­af­slætti útgerða hefði „einkum gagn­ast smærri útgerð­u­m“. Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til ráðu­neyt­is­ins og spurði hver væri skil­grein­ingin á „smærri útgerð­u­m“, hvaða aðrir stærð­ar­flokkar af útgerðum séu skil­greindir og hvernig ávinn­ingur af lækkun veiði­gjalda skipt­ist á milli þeirra flokka?

Í svari ráðu­neyt­is­ins segir að engin sam­ræmd eða algild skil­grein­ing sé til um hvað telj­ist til smærri útgerða í til­liti laga um veiði­gjald. „Hins vegar má geta þess að í frum­varpi um end­ur­á­kvörðun veiði­gjalds eru þau fyr­ir­tæki sem greiddu yfir 30 millj. kr. í veiði­gjald á fisk­veiði­ár­inu 2016/2017 und­an­skilin rétti til við­bótar per­sónu­af­sláttar sam­kvæmt frum­varp­inu. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef­síðu Fiski­stofu greiddu 25 fyr­ir­tæki veiði­gjald yfir þeirri fjár­hæð.“

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent