Engin greining fór fram á hvernig lækkun veiðigjalds myndi skiptast

Stjórnvöld létu ekki greina hvernig lækkun á veiðigjöldum myndi skiptast niður á útgerðir. Stærstu útgerðir landsins myndu taka langstærstan hluta af þeim tekjum sem ríkið hefði gefið eftir.

Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Auglýsing

Engin grein­ing fór fram innan sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is­ins á því hvernig boðuð lækkun veiði­gjalda, sem lögð var til í frum­varpi atvinnu­vega­nefndar í síð­ustu viku, myndi skipt­ast niður á útgerð­ir. Þrátt fyrir að hug­takið „smærri útgerð­ir“ sé notað í grein­ar­gerð sem fylgir frum­varp­inu þá er ekki hægt að fá svar við því hjá ráðu­neyt­inu hver skil­grein­ingin á „smærri útgerð­um“ sé.

­Lækkun veiði­gjalda hefði getað orðið meiri en 2,6 millj­arðar króna, en sam­kvæmt grein­ar­gerð frum­varps­ins var búist við því að áhrifin á tekjur rík­is­sjóðs á yfir­stand­andi alm­an­aks­ári verði lækkun upp á 1,7 millj­arða króna. Tekj­urnar sem rík­is­sjóður átti að inn­heimta sam­kvæmt fjár­lögum voru tíu millj­arðar króna en eftir lækk­un­ina yrðu þær 8,3 millj­arðar króna.

Ekk­ert verður þó af lækk­un­inni eftir að sam­komu­lag náð­ist um það seint í gær­kvöldi milli stjórnar og stjórn­ar­and­stöðu að fram­lengja lög um veiði­gjöld óbreytt. 

Í Frétta­blað­inu í vik­unni kom fram að sam­kvæmt útreikn­ingum blaðs­ins fari 80 pró­sent lækk­un­ar­innar til stærri útgerða, þ.e. þeirra sem greiða meira en 30 millj­ónir króna á ári í veiði­gjöld. Þessar stóru útgerðir eru á sjötta tug tals­ins. Blaðið reikn­aði það einnig út að um helm­ingur fyr­ir­hug­aðra breyt­inga á veið­i­­­gjöldum hefði lent í vasa tíu stærstu útgerða lands­ins.

Engin algild skil­grein­ing á „smærri útgerð­um“

Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráðu­neyt­is­ins og spurði hvort það hefði látið greina hvernig ávinn­ingur af lækkun veiði­gjalda, sem lagður var til í frum­varpi atvinnu­vega­nefndar mið­viku­dag­inn 30. maí, skipt­ist á milli útgerða. 

Auglýsing
Í svari ráðu­neyt­is­ins kemur fram að það hafi ekki verið gert. „Veiði­gjald hefur síð­ustu ár verið lagt á land­aðan afla en ekki úthlutað afla­mark og er fjár­hæð þess gerð upp í fyrir hvern ein­stakan mán­uð. Þó úthlutun afla­marks liggi fyrir í upp­hafi fisk­veiði­árs þá er leyfi­legt að færa afla­mark milli skipa, milli ára, fram­selja öðrum fyr­ir­tækjum og skipta milli fisk­teg­unda. Fyrir fisk­veiði­árið 2018/2019, sem hefst 1. sept­em­ber, hefur síðan hvorki ekki verið úthlutað afla­marki, né er komin ráð­gjöf um heild­ar­afla fisk­veiði­árs­ins í mörgum mik­il­vægum nytja­stofn­um.  Því er ekki hægt að reikna nákvæm­lega hvernig end­ur­á­kvörðun veiði­gjalds fyrir alm­anksárið 2018 myndi skipt­ast á ein­staka fyr­ir­tæki.“

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins sagði að hækkun á per­sónu­af­slætti útgerða hefði „einkum gagn­ast smærri útgerð­u­m“. Kjarn­inn beindi fyr­ir­spurn til ráðu­neyt­is­ins og spurði hver væri skil­grein­ingin á „smærri útgerð­u­m“, hvaða aðrir stærð­ar­flokkar af útgerðum séu skil­greindir og hvernig ávinn­ingur af lækkun veiði­gjalda skipt­ist á milli þeirra flokka?

Í svari ráðu­neyt­is­ins segir að engin sam­ræmd eða algild skil­grein­ing sé til um hvað telj­ist til smærri útgerða í til­liti laga um veiði­gjald. „Hins vegar má geta þess að í frum­varpi um end­ur­á­kvörðun veiði­gjalds eru þau fyr­ir­tæki sem greiddu yfir 30 millj. kr. í veiði­gjald á fisk­veiði­ár­inu 2016/2017 und­an­skilin rétti til við­bótar per­sónu­af­sláttar sam­kvæmt frum­varp­inu. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef­síðu Fiski­stofu greiddu 25 fyr­ir­tæki veiði­gjald yfir þeirri fjár­hæð.“

Persónuvernd segir Báru hafa brotið gegn lögum með upptöku
Stjórn Persónuverndar hefur komist að því að Bára Halldórsdóttir hafi brotið gegn lögum um persónuvernd, með upptöku sinni á spjalli Alþingismanna á Klaustur bar.
Kjarninn 22. maí 2019
Kærkomin vaxtalækkun - Frekari vaxtalækkun í pípunum?
Það kom ekki á óvart að meginvextir Seðlabanka Íslands hafi lækkað í morgun. Nú er spurningin: verður gengið enn lengra?
Kjarninn 22. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
Kjarninn 22. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur beita kennara ofbeldi
Kjarninn 22. maí 2019
Aðsókn í listkennsludeild LHÍ eykst um ríflega 120 prósent
Aðsókn í listkennsludeild Listaháskóla Íslands jókst um ríflega 120 prósent á milli áranna 2018 og 2019 en nú standa yfir inntökuviðtöl við deildina.
Kjarninn 22. maí 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling kallar eftir ábendingum um vanefndir
Efling hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmis konar hlunnindi. Félagið kallar eftir frekari ábendingum frá félagsmönnum um slíkar aðgerðir.
Kjarninn 22. maí 2019
Katrín Jakobsdóttir
„Líkamar kvenna eru dregnir inn í pólitíska umræðu“
Forsætisráðherra segir að líkamar kvenna séu dregnir inn í pólitíska umræðu með hætti sem ætti að heyra sögunni til og grafið sé undan fyrri sigrum í baráttu kvenna fyrir yfirráðum yfir sínum eigin líkama.
Kjarninn 22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
Kjarninn 22. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent