Persónuvernd krefst úrbóta vegna Mentor

Persónuvernd hefur gefið fimm grunnskólum frest til að bæta úr öryggi við skráningur viðkvæmra persónuupplýsinga um nemendur í upplýsingakerfið Mentor. Ellegar skoðar Persónuvernd að stöðva frekari skráningu persónuupplýsinga skólanna í Mentor.

klébergsskóli
Auglýsing

Per­sónu­vernd hefur krafið fimm grunn­skóla, sem álit stofn­un­ar­innar í svoköll­uðu Mentor-­máli frá árinu 2015 tók til, um að ljúka þeim úrbótum sem til­greindar voru í álit­inu eigi síðar en 15. ágúst 2018. Verði ekki orðið við því mun Per­sónu­vernd taka til skoð­unar að stöðva alla frek­ari skrán­ingu per­sónu­upp­lýs­inga í vef­kerfið Mentor hjá skól­unum fimm. Þetta er meðal þess sem fram kemur í bréfi sem skól­unum var sent þann 4. júní síð­ast­lið­inn.

Í fyrr­nefndu áliti Per­sónu­verndar frá 2015, þar sem fjallað var um vinnslu per­sónu­upp­lýs­inga í Mentor hjá fimm grunn­skólum sem valdir voru af handa­hófi, voru fyr­ir­mæli í fimm liðum lögð fyrir skól­ana með það fyrir augum að tryggja öryggi per­sónu­upp­lýs­inga sem skráðar væru í Mentor.

Skrá ekki við­kvæmar upp­lýs­ingar í Mentor án ráð­staf­ana

Var þeim til­mælum meðal ann­ars beint til skól­anna að skrá ekki við­kvæmar per­sónu­upp­lýs­ingar í Mentor nema útbúið yrði sér­stakt umhverfi fyrir slíka skrán­ingu sem full­nægði kröfum Per­sónu­vernd­ar. Auk þess var lagt fyrir skól­ana að senda Per­sónu­vernd lýs­ingu á því hvernig eft­ir­liti yrði háttað fram­vegis svo skrán­ingar í Mentor sam­rýmd­ust per­sónu­vernd­ar­lög­um. Tæp­lega þrjú ár eru nú liðin frá því að álitið var birt. 

Auglýsing

Í bréf­unum var til­tekið sér­stak­lega hvaða fyr­ir­mælum hefði þegar verið farið að, og hvaða fyr­ir­mæli hefðu enn ekki verið upp­fyllt með full­nægj­andi hætti.

Gerðar eru ítar­legar athuga­semdir við nokkur atriði í þeim gögnum sem lögð hafa verið fram fyrir hönd grunn­skól­anna í mál­inu.

Er það nið­ur­staða Per­sónu­verndar að skól­arnir hafi ekki enn orðið við fyr­ir­mælum eft­ir­lits­stofn­un­ar­inn­ar. Sem fyrr segir er skól­unum veittur frestur til 15. ágúst næst­kom­andi til að ljúka nauð­syn­legum úrbót­um. Ber­ist engin gögn innan frests­ins, eða ef fram­lögð gögn eru ófull­nægj­andi, mun Per­sónu­vernd taka til skoð­unar að stöðva frek­ari skrán­ingu per­sónu­upp­lýs­inga í Mentor hjá skól­unum fimm þar til fyr­ir­mæli Per­sónu­verndar verða upp­fyllt að fullu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Frystitogarinn Júlíus Geirmundsson. Einnig kallaður Júllinn.
Lögreglurannsókn hafin vegna COVID-smita á frystitogaranum
Ákveðið hefur verið að hefja lögreglurannsókn vegna atburða í kjölfar smitanna á Júlíusi Geirmundssyni. Enginn hefur stöðu sakbornings þessa stundina.
Kjarninn 26. október 2020
Kristbjörn Árnason
Þetta er ekki bara harka og grimmd, heldur sérstök heimska.
Leslistinn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent