Fasteignamat eigna Heimavalla hækkar um 14 milljarða milli ára

Heimavellir gera ráð fyrir að leigutekjur aukist um 1,2 milljarð króna á næstu árum þrátt fyrir að íbúðum í eigu félagsins muni fækka. Það telur fermetraverð á eignum sínum vera hóflegt.

Heimavellir voru skráðir á markað í síðasta mánuði.
Heimavellir voru skráðir á markað í síðasta mánuði.
Auglýsing

Fast­eigna­mat eigna Heima­valla, stærsta hagn­að­ar­drifna leigu­fé­lags lands­ins sem á tæp­lega tvö þús­und íbúð­ir, hækk­aði úr 44 millj­örðum króna vegna árs­ins 2018 í 58 millj­arða króna árið 2019, en fast­eigna­mat vegna þess árs var birt í síð­ustu viku. Hækk­unin er því upp á 14 millj­arða króna. 

­Sam­kvæmt þessu hækkar fast­eigna­mat á fer­metra­verð íbúða í eigu Heima­valla úr 240 þús­und krónum á fer­metra í 318 þús­und krónur á fer­metra. Það er hætta en áætlað mark­aðsvirði hvers fer­metra var um síð­ustu ára­mót, en það var 308 þús­und krón­ur. Mark­aðsvirði er nær und­an­tekn­ing­ar­laust tölu­vert hærra en fast­eigna­mat þegar um er að ræða eignir á Suð­vest­ur­horni lands­ins. ­Mark­aðsvirði þeirra eigna sem Heima­vellir eiga og þeirra sem eru í bygg­ingu var 55,6 millj­arðar króna í lok mars síð­ast­lið­ins sam­kvæmt árs­reikn­ing­i. 

Þetta er meðal þess sem fram kemur í kynn­ingu sem fram­kvæmda­stjóri Heima­valla hélt fyrir hlut­hafa­fund félags­ins í gær, 8. júní. Þar er bent á að gengið 1,25 krónur á hlut á bréfum Heima­valla, sem var gengið í lok dags í gær, svar­aði til fer­metra­verðs upp á 270 þús­und krónur á fer­metra, sem væri lægri en bók­fært verð á fer­metra, sem sé 289 þús­und krónur á fer­metra. Virði bréfa Heima­valla hefur lækkað síðan að árs­hluta­reikn­ingur félags­ins var birt­ur.

Auglýsing
Þar sagði einnig að  mik­il­væg­ustu verk­efni félags­ins á árunum 2018 til 2020 séu m.a. að auka tekj­ur, draga úr kostn­aði, selja óhag­kvæmar eignir og end­ur­fjár­magna lang­tíma­lán svo Heima­vellir geti fengið betri kjör og losnað undan skil­yrðum lán frá Íbúða­lána­sjóði sem hamla félag­inu frá því að greiða arð.

Leigu­tekjur vaxa hratt

Í kynn­ing­unni segir að Heima­vellir geri ráð fyrir því að leigu­tekjur félags­ins vaxi úr 3,1 millj­arði króna á árinu 2017 í rúm­lega 4,3 millj­arða króna á árinu 2020. Á sama tíma er þó gert ráð fyrir að fjöldi íbúða í eigu félags­ins muni drag­ast sam­an, fara úr 1.968 um síð­ustu ára­mót í 1.904 í lok árs 2020.

Í kynn­ing­unni er einnig birt áætlun um að með­al­staða fjár­fest­inga­eigna,  sem eru hús­næði í útleigu eða bygg­ingu í eigu Heima­valla, muni hækka úr 46,8 millj­arða króna fyrir árið 2017 í 57,1 millj­arða króna árið 2020, þrátt fyrir að íbúðum í eigu félags­ins muni fækka.

Ríkið stærsti lán­veit­and­inn

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um Heima­velli und­an­farnar vik­ur. Í maí var greint frá því að félagið sé að stærstum hluta fjár­­­magnað með lánum frá Íbúða­lána­­sjóði. Íbúða­lána­­sjóður og Kadeco, annað félag í eigu rík­­is­ins, eru líka þeir aðilar sem hafa selt Heima­­völlum flestar eign­­ir.

Lánin eru að hluta til veitt í sam­ræmi við reglu­­gerð Íbúða­lána­­sjóðs frá árinu 2013 til sveit­­ar­­fé­laga, félaga og félaga­­sam­­taka sem ætl­­aðar eru til bygg­ingar eða kaupa á leig­u­í­­búð­­um. Mark­mið þeirrar reglu­­gerðar er að „stuðla að fram­­boði á leig­u­í­­búðum fyrir almenn­ing á við­ráð­an­­legum kjöru­m“.

Til að upp­­­fylla skil­yrði reglu­­gerð­­ar­innar mega félög sem fá slík lán ekki vera rekin í hagn­að­­ar­­skyni né má greiða úr þeim arð. Heima­vellir voru skráðir á markað í síð­­­ustu viku og ætla sér í kjöl­farið að end­­ur­fjár­­­magna lán sín hjá Íbúða­lána­­sjóði, sem nema 18,6 millj­­örðum króna og eru rúm­­lega helm­ingur af skuldum félags­­ins, svo það geti greitt út arð.

Frá því að Heima­vellir voru stofn­aðir í febr­­úar 2015 hefur leig­u­verð á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu hækkað um 40 pró­­sent.

Íbúða­lána­sjóður skoðar Heima­velli 

Íbúða­lána­­sjóður sendi seint í maí 20 leigu­fé­lögum sem eru með lán frá sjóðnum bréf þar sem kallar er eftir upp­­lýs­ingum um verð­lagn­ingu leig­u­í­­búða í þeirra eigu, og eftir atvikum um hækk­­­anir á húsa­­leigu þeirra til leig­u­­taka. Í bréf­inu er kallað eftir svörum um hvort og þá hvernig skil­yrðum reglu­­gerðar um lán sjóðs­ins séu upp­­­fyllt. Á meðal þeirra sem hafa fengið lán frá sjóðnum eru hagn­að­­ar­drifin leigu­fé­lög.

Á meðal þeirra félaga sem Íbúða­lána­sjóður hefur kallað eftir upp­lýs­ingum frá eru Heima­vell­ir.

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent