Sigmundur Davíð spyr forseta Alþingis um hálfnakið fólk

Formaður Miðflokksins hefur beint fyrirspurn til forseta Alþingis og vill fá að vita hver hafi gefið leyfi fyrir því að „hálfnakið fólk“ nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni.

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur lagt fram fyrirspurn á Alþingi um hver það sé sem veiti „leyfi fyrir því að hálfnakið fólk nýtti Alþingishúsið í auglýsingaskyni og gengi þaðan á sama hátt og forseti Íslands og þingmenn gera við þingsetningu?“

Í fyrirspurninni er einnig farið fram á að Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, svari því hvort hann telji slíka notkun á þinghúsinu og þinghefðum sé til þess fallin að auka virðingu Alþingis og hvort að þetta leyfi tengist „stuðningi forseta Alþingis við málstað þeirra sem leyfið hlutu“?

Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Líklega er ástæða þess að hann spyr um málið gjörningur sem var settur á svið í tilefni af opn­un sýn­ing­ar­inn­ar Demoncrazy á Lista­hátíð Reykja­vík­ur í síðustu viku. Í honum gengu ber­brjósta ungar kon­ur frá Alþing­is­hús­inu við Aust­ur­völl að Lista­safni Íslands til að „ögra þeirri jakkafataklæddu, miðaldra og karlkyns ímynd valdsins sem þær hafa alist upp við.“ Meðal annars stóðu konurnar í dyrum Alþingis er snýr að Austurvelli, en ljósmyndari mbl.is smellti mynd af konunum í þeim aðstæðum.. Áður hafði ljósmyndasýning af konunum opnað við Asuturvöll í tengslum við gjörninginn.

Auglýsing


Sigmundur Davíð vill einnig fá að vita hvort að aðrir hópar geti vænt þess að fá leyfi fyrir sams konar viðburðum óháð því hvort forseti Alþingis er fylgjandi málstað þeirra eða ekki og spyr hvort þetta leyfi sé til marks um að „vænta megi frekari tilslakana á reglum um klæðaburð Alþingismanna?“

Fjórar fyrirspurnir

Umrædd fyrirspurn er ein af fjórum sem Sigmundur Davíð lagði fram í dag. Hinar þrjár snúa að uppbyggingu almenningssamgangna, kostnaði við ráðningar á aðstoðarfólki ráðherra í ríkisstjórninni og kostnaði við sérfræðingaráðgjöf ríkisstjórnarinnar.

Í fyrirspurninni um uppbyggingu almenningssamgangna er meðal annars spurt hvað sé átt við með „borgarlínu“, í hverju stuðningur ríkisstjórnar við borgarlínu muni felast og í hverju uppbygging almenningssamgangna sem vísað sé til í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar muni felast.

Sigmundur Davíð vill einnig m.a. fá að vita hversu marga aðstoðarmenn ráðherrar og ríkisstjórn hafi ráðið án auglýsingar, hvort að slíkir aðstoðarmenn hafi áður verið fleiri og hvernig forsætisráðherra ætli að jafna aðstöðumun ráðherra annars vegar, „sem njóta ríkulegs stuðnings ráðuneyta, stofnana og aðstoðarmanna, og stjórnarandstöðuþingmanna hins vegar, sem njóta ekki slíks stuðnings?“

Að endingu vill hann fá að vita hversu margir hafi verið ráðnir til að veita forsætisráðherra, ráðherrum í ríkisstjórn eða ríkisstjórninni í heild sérfræðiráðgjöf eða aðra aðkeypta þjónustu, að frátalinni veitinga- og ræstingaþjónustu, frá því að ríkisstjórnin tók til starfa, hvaða aðilar þetta hafi verið og hverjar greiðslur til þeirra séu.  

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent