Verðbilið á hvern hlut í Arion banka hefur verið uppfært í 73-75 krónur á hlut, auk þess sem Attestor Capital íhugar að selja 3% í bankanum. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Kauphöllinni.
Í tilkynningunni segir að áskriftir hafi borist á og yfir þessu verðbili umfram þá hluti sem séu í grunnstærð útboðsins. Þar að auki hafi fjárfestingarsjóðurinn Trinity Investments, sem er í eigu Attestor Capital, íhugað að selja 3% hluta í félaginu, en engin ákvörðun hefur verið tekin um endanlegt útboðsverð þeirra.
Miðað við gengið Arion í útboðinu verður hlutafé í bankanum til sölu á bilinu 65-70% af bókfærðu eigin fé, samkvæmt síðasta uppgjöri bankans. Áður hafði bankinn ákveðið verðbil upp á 60-70% af eigin fé, en með breytingunni hafa neðri mörk á virði bankans hækkað úr 123 í 133 milljarða króna.
Líkt og fyrr hefur verið greint frá verður bankinn næstverðmesta félag sem skráð verður á íslenskum hlutabréfamarkaði eftir Marel, sem metið er á 263 milljarða króna. Bréf Arion banka verða tekin til við¬skipta í kaup¬höllum á Íslandi og Svíþjóð á föstu-dag, 15.júní.
Samkvæmt frétt Markaðsins í dag verðleggja sérfræðingar Capacent bankanum að verðleggja sig á 0,94 krónur á hlut, sem myndi þýða að heildarvirði bankans væri 59,4-69,4 milljörðum króna hærra en útboðsgengið.