Manafort fer í fangelsi

Fyrrum kosningastjóri Donald Trump hefur verið settur í varðhald fram að réttarhöldum.

Paul Manafort
Paul Manafort
Auglýsing

Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri forsetaframboðs Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið settur í varðhald fram að réttarhöldum. Þetta kemur fram á vef New York Times

Samkvæmt frétt Times ákvað alríkisdómari að skipa Manafort í varðhald í kjölfar ásakana frá embætti sérstaks saksóknara í Bandaríkjunum, Robert Mueller. Lögfræðingar á vegum Mueller héldu því fram að Manafort  hafi reynt að hafa áhrif á framgang máls síns með því að hafa samband tvö vitni, en málið snýr að hugsanlegum lögbrotum kosningaframboðsins.

Samskipti Manafort við vitni málsins sneru að sambandi hans við Viktor F. Yanukovych, sem Manafort reyndi að koma á framfæri sem traustverðum stjórnmálamanni gagnvart Vesturlöndum árið 2014. Manafort á að hafa reynt að hylma yfir þátttöku sinni í málinu fyrr á þessu ári, en ríkisstjórn Bandaríkjanna viðurkennir nú að aðgerðirnar hafi átt sér stað með honum í fararbroddi.

Auglýsing

Manafort er ákærður fyrir að greina ekki rétt frá aðgerðum sínum við Yanukovych til dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, auk þess að hafa logið að starfsmönnum ráðuneytisins sem yfirheyrðu hann. Hann er líka sakaður um peningaþvætti á þeim 30 milljónum Bandaríkjadala sem hann fékk fyrir umræddar aðgerðir.


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent