Manafort fer í fangelsi

Fyrrum kosningastjóri Donald Trump hefur verið settur í varðhald fram að réttarhöldum.

Paul Manafort
Paul Manafort
Auglýsing

Paul Mana­fort, fyrrum kosn­inga­stjóri for­seta­fram­boðs Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta, hefur verið settur í varð­hald fram að rétt­ar­höld­um. Þetta kemur fram á vef New York Times

Sam­kvæmt frétt Times ákvað alrík­is­dóm­ari að skipa Mana­fort í varð­hald í kjöl­far ásak­ana frá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara í Banda­ríkj­un­um, Robert Muell­er. Lög­fræð­ingar á vegum Mueller héldu því fram að Mana­fort  hafi reynt að hafa áhrif á fram­gang máls síns með því að hafa sam­band tvö vitni, en málið snýr að hugs­an­legum lög­brotum kosn­inga­fram­boðs­ins.

Sam­skipti Mana­fort við vitni máls­ins sneru að sam­bandi hans við Viktor F. Yanu­kovych, sem Mana­fort reyndi að koma á fram­færi sem traust­verðum stjórn­mála­manni gagn­vart Vest­ur­löndum árið 2014. Mana­fort á að hafa reynt að hylma yfir þátt­töku sinni í mál­inu fyrr á þessu ári, en rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna við­ur­kennir nú að aðgerð­irnar hafi átt sér stað með honum í far­ar­broddi.

Auglýsing

Mana­fort er ákærður fyrir að greina ekki rétt frá aðgerðum sínum við Yanu­kovych til dóms­mála­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna, auk þess að hafa logið að starfs­mönnum ráðu­neyt­is­ins sem yfir­heyrðu hann. Hann er líka sak­aður um pen­inga­þvætti á þeim 30 millj­ónum Banda­ríkja­dala sem hann fékk fyrir umræddar aðgerð­ir.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent