Króatar lögðu Nígeríu að velli 2-0 en liðin eru með Íslandi og Argentínu í riðli á HM. Luka Modric skoraði úr vítaspyrnu og hitt markið var sjálfsmark.
Króatar eru nú efstir í riðlinum eftir fyrstu umferðina með 3 stig, Ísland og Argentína hafa eitt - eftir 1-1 jafnteflið í dag - og Nígería ekkert.
Ljóst er að leikirnir sem Ísland á eftir í riðlinum, gegn Nígeríu og Króatíu, verða eins og úrslitaleikir fyrir Íslandi.
Auglýsing
Næsti leikur Íslands er gegn Nígeríu 22. júní.
Ísland hefur oft leikið gegn Króötum á undanförnum árum og var meðal annars með þeim í riðli í undankeppni HM. Ísland vann Króata á Laugardalsvelli 1-0 þar sem Hörður Björgvin Magnússon skoraði sigurmarkið.