Króatar skelltu Argentínu - Allt opið í riðli Íslands

Ísland mætir Nígeríu á morgun og getur komist í 2. sæti riðilsins með sigri. Króatar sýndu styrk sinn og unnu 3-0.

7DM_1792_raw_0012.jpg
Auglýsing

Króatar lögðu Argent­ínu­menn í D-riðli HM í Rúss­landi, og tryggðu þar með sæti sitt í 16 liða úrslit­um. Leik­ur­inn end­aði 3-0. Króatar hafa unnið sína leiki, gegn Nígeríu og Argent­ínu, og hafa ekki ennþá fengið á sig mark. Liðs­heild þeirra virkar heil­steypt og sterk, en Argent­ínu­menn eru heillum horfn­ir. 

Caball­ero, mark­vörður Argent­ínu, gerði sekan um ótrú­leg mis­tök í fyrsta marki Króata sem Rebic skor­aði í byrjun seinni hálf­leiks. Hann reyndi þá að sparka bolt­ann yfir leik­mann Króata en gaf þess í stað beint á hann, og átti Rebic ekki í vand­ræðum með að koma bolt­anum í mark­ið.

Eftir það opn­að­ist leik­ur­inn meira, Króatar lágu til baka og beittu skynd­i­sóknum sem Argent­ína átt í miklum vand­ræðum með að verj­ast. 

Auglýsing

Modric, hinn frá­bæri leik­stjórn­andi og fyr­ir­liði Króata, skor­aði frá­bært mark, með skoti fyrir utan teig og annar frá­bær miðju­mað­ur, Rakit­ic, skor­aði síðan þriðja mark­ið.

Staðan í riðl­inum núna er sú að Króatar eru í efsta sæti með 6 stig, Ísland í öðru með 1 stig eins og Argent­ínu­menn, en marka­hlut­fall Íslands er betra eftir tap Argent­ínu gegn Króa­tíu.

Nígería er neðst með ekk­ert stig. Ef Ísland vinnur Nígeríu á morg­un, þá er Ísland komið með 4 stig, en á Króata eftir í síð­ustu umferð.  Þrátt fyrir afleita tvo fyrstu leiki hjá Argent­ínu, þá gæti sigur á Nígeríu samt tryggt sæti í 16 liða úrslit­um. Það fer eftir því, hvernig leikur Íslands og Nígeríu fer á morg­un. 

Gríð­ar­leg spennan er því ennþá í riðl­in­um.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent