Bláa Lónið birti ársskýrslu sína í dag, en samkvæmt henni nam hagnaður fyrirtækisins eftir skatta 31 milljón evra árið 2017. Mestur var munurinn í rekstrartekjum, en þau hækkuðu langt umfram rekstrargjöld.
Samkvæmt ársreikningi Bláa Lónsins voru eignir fyrirtækisins metnar á 138,7 milljónir evra, eða 17, 2 milljarða íslenskra króna sé miðað við gengi gjaldmiðlanna við síðustu árslok. Bókfært virði félagsins stendur hins vegar í 5.259 evrum, eða tæpum 655 milljónum íslenskra króna.
Tekjur af rekstri félagsins árið 2017 nam 12,8 milljörðum króna, samanborið við 7,1 milljarði á árinu áður. Þá var hreinn hagnaður fyrirtækisins um 3,86 milljarður, sem nemur um þriðjungshækkun frá 2016. Tæplega þriðja hver króna sem kom í hendur félagsins árið 2017 var því hreinn hagnaður.
Kjarninn fjallaði um mögulega sölu HS Orku á 30 prósenta hlut sinn í Bláa lóninu í fyrra. Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone bauð rúma 11 milljarða í hlutinn, en fulltrúar íslenskra lífeyrissjóða, sem eiga þriðjungshlut í orkufyrirtækinu beittu neitunarvaldi sínu og höfnuðu tilboðinu.