Hagnaður Bláa Lónsins jókst um þriðjung

Rekstur Bláa Lónsins gengur vel, en rekstrartekjur félagsins jukust vel umfram gjöld á síðasta ári.

Bláa Lónið
Bláa Lónið
Auglýsing

Bláa Lónið birti árs­skýrslu sína í dag, en sam­kvæmt henni nam hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins eftir skatta 31 milljón evra árið 2017. Mestur var mun­ur­inn í rekstr­ar­tekj­um, en þau hækk­uðu langt umfram rekstr­ar­gjöld.

Sam­kvæmt árs­reikn­ingi Bláa Lóns­ins voru eignir fyr­ir­tæk­is­ins metnar á 138,7 millj­ónir evra, eða 17, 2 millj­arða íslenskra króna sé miðað við gengi gjald­miðl­anna við síð­ustu árs­lok. Bók­fært virði félags­ins stendur hins vegar í 5.259 evr­um, eða tæpum 655 millj­ónum íslenskra króna.

Tekjur af rekstri félags­ins árið 2017 nam 12,8 millj­örðum króna, sam­an­borið við 7,1 millj­arði á árinu áður. Þá var hreinn hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins um 3,86 millj­arð­ur, sem nemur um þriðj­ungs­hækkun frá 2016. Tæp­lega þriðja hver króna sem kom í hendur félags­ins árið 2017 var því hreinn hagn­að­ur.

Auglýsing

Kjarn­inn fjall­aði um mögu­lega sölu HS Orku á 30 pró­senta hlut sinn í Bláa lón­inu í fyrra. Banda­ríski fjár­fest­inga­sjóð­ur­inn Black­sto­ne bauð rúma 11 millj­arða í hlut­inn, en full­trúar íslenskra líf­eyr­is­sjóða, sem eiga þriðj­ungs­hlut í orku­fyr­ir­tæk­inu beittu neit­un­ar­valdi sínu og höfn­uðu til­boð­in­u. 

Meira úr sama flokkiInnlent