Marta: Braut ekki siðareglur

Borgarfulltúi Sjálfstæðisflokksins telur sig ekki hafa brotið siðareglur gegn starfsmönnum Reykjavíkurborgar.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Marta Guð­jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir það alrangt að hún­ hafi sem borg­ar­full­trúi, og sam­kvæmt minn­is­blaði skrif­stofu­stjóra borg­ar­stjórn­ar, brotið siða­reglur gegn starfs­mönnum Reykja­vík­ur­borg­ar. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Mörtu sem hún sendi frá sér í dag.

„Þetta á ég að hafa gert úr ræðu­stóli á fundi borg­ar­stjórnar þriðju­dag­inn 19.6. sl., með ásök­unum í þeirra garð um trún­að­ar­brest og upp­lýs­inga­leka,“ segir hún í yfir­lýs­ing­unni.

Eins og fram kom í fréttum í gær og fyrra­dag þá tel­ur Helga Björk Lax­­dal skrif­­stofu­­stjóri borg­­ar­­stjórnar að ákvæði um rétt­indi og skyldur kjör­inna full­­trúa, sem og siða­­reglur þeirra, hafi verið brotnar þegar Marta sak­aði starfs­­fólk Reykja­vík­­­ur­­borgar um trún­­að­­ar­brest og brot á starfs­­skyld­­um. Þetta kom fram í minn­is­­blaði um fram­lagn­ingu fram­­boðs­lista við kosn­­ingar nefnda, ráða og stjórna á vegum borg­­ar­innar

Auglýsing

Marta segir jafn­framt í yfir­lýs­ing­unni að með því að hlusta á upp­tökur af fund­in­um, sem hægt er að nálg­ast á vef Reykja­vík­ur­borg­ar, geti hver og einn full­vissað sig um þá stað­reynd að hún hvorki ásak­aði, né nafn­greindi nokkurn starfs­mann Reykja­vík­ur­borgar í þessum efn­um.

„Af gefnu til­efni beindi ég hins vegar fyr­ir­spurn til kjör­ins full­trúa á fund­in­um, Lífar Magneu­dótt­ur, um það hvar hún hefði fengið upp­lýs­ingar um til­nefn­ingar póli­tískra mótherja í ráð og nefndir og hvers vegna hún væri að flíka slíkum upp­lýs­ingum á fund­in­um, áður en þær yrðu opin­berar með kjöri. Fátt varð um svör en Líf nefndi vett­vang á borð við kaffi­hús og ganga Ráð­húss­ins. Af þessum tjá­skiptum spunn­ust nokkrar umræður meðal borg­ar­full­trúa, en þær breyta í engu þeirri stað­reynd að ég ásak­aði aldrei starfs­menn Reykja­vík­ur­borgar um eitt né neitt,“ segir hún. 

Marta telur minn­is­blað skrif­stofu­stjóra borg­ar­stjórnar fáheyrt frum­hlaup hátt­setts emb­ætt­is­manns sem eigi umfram allt að gæta hlut­leysis og ætti ekki að skipta sér af póli­tískum umræðum kjör­inna full­trúa. Borg­ar­stjórn­ar­fundir séu ekki mælsku­nám­skeið þar sem skrif­stofu­stjóri borg­ar­stjórnar segir borg­ar­full­trúum fyrir verk­um.

„Þó skrif­stofu­stjór­inn telji að starfs­heiðri sínum vegið með ein­hverjum ummælum kjör­inna full­trúa, hefur hún ekk­ert umboð né aðrar laga­heim­ildir til að setja sig á stall ákæru- og úrskurð­ar­valds yfir kjörnum full­trú­um, með pólitisku „minn­is­blaði“ sem er ætlað að gera lítið úr til­teknum kjörnum full­trúum og heldur í þokka­bót fram alvar­legum rang­færsl­um. Þar er því t.d. rang­lega haldið fram að upp­lýs­ingar um til­nefn­ingar í ráð og nefndir hafi legið fyrir á vef borg­ar­innar í marga klukku­tíma fyrir fund­inn. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá skrif­stofu borg­ar­stjórnar fóru upp­lýs­ingar um umhverf­is- og heil­brigð­is­ráð ekki á vef Reykja­vík­ur­borgar fyrr en eftir að borg­ar­stjórn­ar­fund­ur­inn hófst.

Það frum­hlaup skrif­stofu­stjór­ans að semja „minn­is­blað“ og fara þess á leit að það yrði tekið fyrir í for­sætis­nefnd Reykja­vík­ur­borg­ar, hefur nú haft þær afleið­ingar í för með sér að mál­inu var frestað á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar, mánu­dag­inn 25.6. sl., en sama kvöld var þetta óaf­greidda trún­að­ar­mál nefnd­ar­innar orðið að æru­meið­andi „frétt“ um mig í fjöl­miðli, þess efnis að ég hefði brotið trúnað gagn­vart starfs­mönnum Reykja­vík­ur­borg­ar. Og síðan gekk lepp­ur­inn í öðrum fjöl­miðlum dag­inn eft­ir,“ segir hún. 

Að lokum segir hún þetta vera ólíð­andi vinnu­brögð og síst til þess fallin að auka traust milli kjör­inna full­trúa og emb­ætt­is­manna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent