Marta: Braut ekki siðareglur

Borgarfulltúi Sjálfstæðisflokksins telur sig ekki hafa brotið siðareglur gegn starfsmönnum Reykjavíkurborgar.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Marta Guð­jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir það alrangt að hún­ hafi sem borg­ar­full­trúi, og sam­kvæmt minn­is­blaði skrif­stofu­stjóra borg­ar­stjórn­ar, brotið siða­reglur gegn starfs­mönnum Reykja­vík­ur­borg­ar. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Mörtu sem hún sendi frá sér í dag.

„Þetta á ég að hafa gert úr ræðu­stóli á fundi borg­ar­stjórnar þriðju­dag­inn 19.6. sl., með ásök­unum í þeirra garð um trún­að­ar­brest og upp­lýs­inga­leka,“ segir hún í yfir­lýs­ing­unni.

Eins og fram kom í fréttum í gær og fyrra­dag þá tel­ur Helga Björk Lax­­dal skrif­­stofu­­stjóri borg­­ar­­stjórnar að ákvæði um rétt­indi og skyldur kjör­inna full­­trúa, sem og siða­­reglur þeirra, hafi verið brotnar þegar Marta sak­aði starfs­­fólk Reykja­vík­­­ur­­borgar um trún­­að­­ar­brest og brot á starfs­­skyld­­um. Þetta kom fram í minn­is­­blaði um fram­lagn­ingu fram­­boðs­lista við kosn­­ingar nefnda, ráða og stjórna á vegum borg­­ar­innar

Auglýsing

Marta segir jafn­framt í yfir­lýs­ing­unni að með því að hlusta á upp­tökur af fund­in­um, sem hægt er að nálg­ast á vef Reykja­vík­ur­borg­ar, geti hver og einn full­vissað sig um þá stað­reynd að hún hvorki ásak­aði, né nafn­greindi nokkurn starfs­mann Reykja­vík­ur­borgar í þessum efn­um.

„Af gefnu til­efni beindi ég hins vegar fyr­ir­spurn til kjör­ins full­trúa á fund­in­um, Lífar Magneu­dótt­ur, um það hvar hún hefði fengið upp­lýs­ingar um til­nefn­ingar póli­tískra mótherja í ráð og nefndir og hvers vegna hún væri að flíka slíkum upp­lýs­ingum á fund­in­um, áður en þær yrðu opin­berar með kjöri. Fátt varð um svör en Líf nefndi vett­vang á borð við kaffi­hús og ganga Ráð­húss­ins. Af þessum tjá­skiptum spunn­ust nokkrar umræður meðal borg­ar­full­trúa, en þær breyta í engu þeirri stað­reynd að ég ásak­aði aldrei starfs­menn Reykja­vík­ur­borgar um eitt né neitt,“ segir hún. 

Marta telur minn­is­blað skrif­stofu­stjóra borg­ar­stjórnar fáheyrt frum­hlaup hátt­setts emb­ætt­is­manns sem eigi umfram allt að gæta hlut­leysis og ætti ekki að skipta sér af póli­tískum umræðum kjör­inna full­trúa. Borg­ar­stjórn­ar­fundir séu ekki mælsku­nám­skeið þar sem skrif­stofu­stjóri borg­ar­stjórnar segir borg­ar­full­trúum fyrir verk­um.

„Þó skrif­stofu­stjór­inn telji að starfs­heiðri sínum vegið með ein­hverjum ummælum kjör­inna full­trúa, hefur hún ekk­ert umboð né aðrar laga­heim­ildir til að setja sig á stall ákæru- og úrskurð­ar­valds yfir kjörnum full­trú­um, með pólitisku „minn­is­blaði“ sem er ætlað að gera lítið úr til­teknum kjörnum full­trúum og heldur í þokka­bót fram alvar­legum rang­færsl­um. Þar er því t.d. rang­lega haldið fram að upp­lýs­ingar um til­nefn­ingar í ráð og nefndir hafi legið fyrir á vef borg­ar­innar í marga klukku­tíma fyrir fund­inn. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá skrif­stofu borg­ar­stjórnar fóru upp­lýs­ingar um umhverf­is- og heil­brigð­is­ráð ekki á vef Reykja­vík­ur­borgar fyrr en eftir að borg­ar­stjórn­ar­fund­ur­inn hófst.

Það frum­hlaup skrif­stofu­stjór­ans að semja „minn­is­blað“ og fara þess á leit að það yrði tekið fyrir í for­sætis­nefnd Reykja­vík­ur­borg­ar, hefur nú haft þær afleið­ingar í för með sér að mál­inu var frestað á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar, mánu­dag­inn 25.6. sl., en sama kvöld var þetta óaf­greidda trún­að­ar­mál nefnd­ar­innar orðið að æru­meið­andi „frétt“ um mig í fjöl­miðli, þess efnis að ég hefði brotið trúnað gagn­vart starfs­mönnum Reykja­vík­ur­borg­ar. Og síðan gekk lepp­ur­inn í öðrum fjöl­miðlum dag­inn eft­ir,“ segir hún. 

Að lokum segir hún þetta vera ólíð­andi vinnu­brögð og síst til þess fallin að auka traust milli kjör­inna full­trúa og emb­ætt­is­manna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Fyrirmæli gefin um ákæru á hendur Trump
Öll spjót beinast nú að Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Demókratar telja hann hafa brotið svo alvarlega af sér að hann eigi að missa réttinn til að vera forseti.
Kjarninn 5. desember 2019
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent