Marta: Braut ekki siðareglur

Borgarfulltúi Sjálfstæðisflokksins telur sig ekki hafa brotið siðareglur gegn starfsmönnum Reykjavíkurborgar.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Marta Guð­jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir það alrangt að hún­ hafi sem borg­ar­full­trúi, og sam­kvæmt minn­is­blaði skrif­stofu­stjóra borg­ar­stjórn­ar, brotið siða­reglur gegn starfs­mönnum Reykja­vík­ur­borg­ar. Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Mörtu sem hún sendi frá sér í dag.

„Þetta á ég að hafa gert úr ræðu­stóli á fundi borg­ar­stjórnar þriðju­dag­inn 19.6. sl., með ásök­unum í þeirra garð um trún­að­ar­brest og upp­lýs­inga­leka,“ segir hún í yfir­lýs­ing­unni.

Eins og fram kom í fréttum í gær og fyrra­dag þá tel­ur Helga Björk Lax­­dal skrif­­stofu­­stjóri borg­­ar­­stjórnar að ákvæði um rétt­indi og skyldur kjör­inna full­­trúa, sem og siða­­reglur þeirra, hafi verið brotnar þegar Marta sak­aði starfs­­fólk Reykja­vík­­­ur­­borgar um trún­­að­­ar­brest og brot á starfs­­skyld­­um. Þetta kom fram í minn­is­­blaði um fram­lagn­ingu fram­­boðs­lista við kosn­­ingar nefnda, ráða og stjórna á vegum borg­­ar­innar

Auglýsing

Marta segir jafn­framt í yfir­lýs­ing­unni að með því að hlusta á upp­tökur af fund­in­um, sem hægt er að nálg­ast á vef Reykja­vík­ur­borg­ar, geti hver og einn full­vissað sig um þá stað­reynd að hún hvorki ásak­aði, né nafn­greindi nokkurn starfs­mann Reykja­vík­ur­borgar í þessum efn­um.

„Af gefnu til­efni beindi ég hins vegar fyr­ir­spurn til kjör­ins full­trúa á fund­in­um, Lífar Magneu­dótt­ur, um það hvar hún hefði fengið upp­lýs­ingar um til­nefn­ingar póli­tískra mótherja í ráð og nefndir og hvers vegna hún væri að flíka slíkum upp­lýs­ingum á fund­in­um, áður en þær yrðu opin­berar með kjöri. Fátt varð um svör en Líf nefndi vett­vang á borð við kaffi­hús og ganga Ráð­húss­ins. Af þessum tjá­skiptum spunn­ust nokkrar umræður meðal borg­ar­full­trúa, en þær breyta í engu þeirri stað­reynd að ég ásak­aði aldrei starfs­menn Reykja­vík­ur­borgar um eitt né neitt,“ segir hún. 

Marta telur minn­is­blað skrif­stofu­stjóra borg­ar­stjórnar fáheyrt frum­hlaup hátt­setts emb­ætt­is­manns sem eigi umfram allt að gæta hlut­leysis og ætti ekki að skipta sér af póli­tískum umræðum kjör­inna full­trúa. Borg­ar­stjórn­ar­fundir séu ekki mælsku­nám­skeið þar sem skrif­stofu­stjóri borg­ar­stjórnar segir borg­ar­full­trúum fyrir verk­um.

„Þó skrif­stofu­stjór­inn telji að starfs­heiðri sínum vegið með ein­hverjum ummælum kjör­inna full­trúa, hefur hún ekk­ert umboð né aðrar laga­heim­ildir til að setja sig á stall ákæru- og úrskurð­ar­valds yfir kjörnum full­trú­um, með pólitisku „minn­is­blaði“ sem er ætlað að gera lítið úr til­teknum kjörnum full­trúum og heldur í þokka­bót fram alvar­legum rang­færsl­um. Þar er því t.d. rang­lega haldið fram að upp­lýs­ingar um til­nefn­ingar í ráð og nefndir hafi legið fyrir á vef borg­ar­innar í marga klukku­tíma fyrir fund­inn. Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá skrif­stofu borg­ar­stjórnar fóru upp­lýs­ingar um umhverf­is- og heil­brigð­is­ráð ekki á vef Reykja­vík­ur­borgar fyrr en eftir að borg­ar­stjórn­ar­fund­ur­inn hófst.

Það frum­hlaup skrif­stofu­stjór­ans að semja „minn­is­blað“ og fara þess á leit að það yrði tekið fyrir í for­sætis­nefnd Reykja­vík­ur­borg­ar, hefur nú haft þær afleið­ingar í för með sér að mál­inu var frestað á síð­asta fundi nefnd­ar­inn­ar, mánu­dag­inn 25.6. sl., en sama kvöld var þetta óaf­greidda trún­að­ar­mál nefnd­ar­innar orðið að æru­meið­andi „frétt“ um mig í fjöl­miðli, þess efnis að ég hefði brotið trúnað gagn­vart starfs­mönnum Reykja­vík­ur­borg­ar. Og síðan gekk lepp­ur­inn í öðrum fjöl­miðlum dag­inn eft­ir,“ segir hún. 

Að lokum segir hún þetta vera ólíð­andi vinnu­brögð og síst til þess fallin að auka traust milli kjör­inna full­trúa og emb­ætt­is­manna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir sækist eftir efsta sæti hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi.
Rósa Björk sækist eftir oddvitasæti í Suðvesturkjördæmi
Nýjasti þingmaður Samfylkingar sækist eftir því að leiða lista flokksins í Suðvesturkjördæmi, sem Guðmundur Andri Thorsson leiddi í kosningunum árið 2017. Rósa Björk fer því ekki fram í Reykjavík, þrátt fyrir að hafa tekið þátt í skoðanakönnun þar.
Kjarninn 22. janúar 2021
Sjónvarpið var árið 2019 sem fyrr sá miðill sem tekur til sín stærstan hluta tekna á íslenskum fjölmiðlamarkaði, eða rúmlega 12,6 milljarða af alls 25 milljarða tekjum íslenskra fjölmiðla.
Fjórar af hverjum tíu auglýsingakrónum virðast hafa runnið úr landi árið 2019
Tekjur íslenskra fjölmiðla drógust saman um sjö prósent á milli áranna 2018 og 2019. Um 7,8 milljarðar af auglýsingafé innlendra aðila eru taldir hafa runnið úr landi, stór hluti til Facebook og Google. Hlutdeild RÚV á auglýsingamarkaði var 17 prósent.
Kjarninn 22. janúar 2021
Leikarnir áttu að fara fram í Tókýó síðasta sumar en var frestað til sumarsins 2021. Hálft ár er nú til stefnu.
Hafna því að búið sé að ákveða að aflýsa Ólympíuleikunum
Þetta er ekki rétt. Þetta er ekki rétt. Þannig hafa svör japanskra stjórnvalda sem og aðstandenda Ólympíuleikanna í Tókýó verið í dag vegna frétta um að þegar sé búið að ákveða að aflýsa leikunum. „Ólympíueldurinn verður kveiktur 23. júlí.“
Kjarninn 22. janúar 2021
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 47. þáttur: Myrk hliðarveröld
Kjarninn 22. janúar 2021
Yfirlitsmynd af fyrirhuguðu framkvæmdasvæði.
Vegagerðin setur göng í gegnum Reynisfjall og veg á bökkum Dyrhólaóss á dagskrá
Óstöðug fjaran við Vík kallar á byggingu varnargarðs ef af áformum Vegagerðarinnar um færslu hringvegarins verður. Hinn nýi láglendisvegur myndi liggja í næsta nágrenni svæða sem njóta verndar vegna jarðminja og lífríkis.
Kjarninn 22. janúar 2021
Mynd frá Hiroshima í Japan, tekin nokkrum mánuðum eftir að kjarnorkusprengju var varpað á borgina árið 1945.
Áttatíu og sex prósent vilja að Ísland fullgildi samning um bann við kjarnorkuvopnum
Samkvæmt nýrri könnun frá YouGov eru einungis þrjú prósent Íslendinga fylgjandi þeirri stefnu íslenskra stjórnvalda að fylgja stefnu NATÓ um að skrifa ekki undir samning Sameinuðu þjóðanna um bann gegn kjarnorkuvopnum. Samningurinn tekur gildi í dag.
Kjarninn 22. janúar 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent