Stoðir stærsti íslenski einkafjárfestirinn í Arion

Fjárfestingarfélagið sem áður var þekkt sem FL Group á hlut að andvirði tæplega milljarðs íslenskra króna í Arion banka.

Með 0,6 prósenta eignahlut er sjóðurinn orðinn stærsti íslenski einkafjárfestirinn í Arion.
Með 0,6 prósenta eignahlut er sjóðurinn orðinn stærsti íslenski einkafjárfestirinn í Arion.
Auglýsing

Fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Stoðir (áður FL Group) er stærsti íslenski einka­fjár­festir­inn í hlut­hafa­hópi Arion banka, en félagið á 0,6 pró­senta hlut í bank­anum sem met­inn er á tæp­lega millj­arð íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt Mark­aðs­ins á Frétta­blað­inu í dag. 

Sam­kvæmt frétt­inni skráðu Stoðir sig fyrir í kringum 100 millj­ónum hluta í útboð­inu, eða sem jafn­gildir 7,5 millj­örðum miðað við útboðs­gengi, en fékk ein­ungis 12% af því, eða tæp­lega millj­arð, úthlutað í bank­an­um. Meðal ann­arra einka­fjár­festa í bank­anum er Vogun hf., en Krist­ján Lofts­son og fjöl­skylda er stærsti hlut­hafi þess félags í gegnum Fisk­veiði­hluta­fé­lagið Ven­us. Arion banki er sjálfur á meðal stærstu hlut­hafa Stoða með um 16 pró­senta hlut.

Auglýsing

Hverjir eiga Stoði?

Stoð­ir, sem áður hét FL Group, fór með him­in­skautum fyrir banka­hrun sem eitt umsvifa­mesta fjár­fest­inga­fé­lag banka­bólunn­ar. Þegar Glitn­ir, stærsta eign FL Group, féll var ljóst að félagið myndi ekki lifa af. Það fór í greiðslu­stöðvun og síðar í gegnum nauða­samn­inga þar sem kröfu­hafar eign­uð­ust félag­ið. Stærstur þeirra var Glitn­ir, bank­inn sem félagið hafði átt stóran hlut í. 

­Síð­ustu ár hafa Stoðir hægt og rólega selt eignir sínar og greitt afrakst­ur­inn til kröfu­hafa. Í fyrra­vor seldi svo Glitn­ir­Holdco 40 pró­sent í félag­inu á meðan tvö félög, S121 ehf. og S122 ehf., keyptu rúman 50 pró­senta hlut. Félögin tvö eru í eigu stórra hlut­hafa í Trygg­ing­ar­mið­stöð­unni sem voru margir hverjir lyk­il­menn í FL Group á árunum fyrir hrun. 

5 millj­arða hagn­aður

Síð­ast­lið­inn mars seldu Stoð­ir, í gegnum eign­ar­halds­fé­lagið Ferskur Hold­ing 1, tæpan 9% eign­ar­hlut sinn í hol­lenska drykkj­ar­vöru­fram­leið­and­anum Refresco, en yfir­tökutil­boðið var sam­þykkt af Refresco í októ­ber í fyrra. Sölu­virðið nam 144 millj­ónum evra, sem jafn­gildir um 18 millj­örðum íslenskra króna. Hlutur Stoða var met­inn á um 12,7 millj­arða króna um ára­mótin 2016/2017, sem þýðir að félagið hagn­að­ist um rúma fimm millj­arða á síð­asta ári. Með hagn­aði síð­asta árs hækk­aði eigið fé félags­ins einnig um fimm millj­arða, en það stendur nú í 18,3 millj­örðum íslenskra króna sam­kvæmt síð­asta árs­reikn­ingi.

For­maður stjórnar Stoða er Jón Sig­urðs­son, en með honum í stjórn sitja þeir Sig­ur­jón Páls­son og Örvar Kærne­sted. Fram­kvæmda­stjóri félags­ins er Júl­íus Þor­finns­son. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Baldvin Hannibalsson
Varist hræðsluáróður – Handbók um endurheimt þjóðareignar
Kjarninn 4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
Kjarninn 4. júní 2020
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Hverjir eru þínir bakverðir?
Kjarninn 4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent