Nýir verndartollar Bandaríkjanna á kínverskar vörur tóku gildi í dag. Þar með má segja að viðskiptastríð sé hafið milli stóveldanna tveggja. Um er að ræða refsitolla á ákveðnar kínverskar vörur og Kínverjar hafa til gagnaðgerða með því að leggja samsvarandi tolla á Bandaríkin.
Tollarnir koma ekki á óvart en Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því yfir fyrir nokkru að hann ætlaði sér að leggja 25 prósenta innflutningstolla á rafmagns- og hátæknivörur frá Kína. Ríkin hafa verið í samningaviðræðum sem ekki hafa borið árangur, sem endaði með því að verndartollanir tóku gildi nú á miðnætti. Þá hefur Trump hótað enn frekari tollum á kínverskar vörur til Bandaríkjanna.
Framleiðendur hafa reynt að malda í móinn með því að benda á að aðgerðir Bandaríkjaforseta geti leitt til þess að markaðurinn minnki, verð hækki og það hægist á vexti fyrirtækja. Sérfræðingar í Bandaríkjunum taka undir áhyggjur þeirra og telja að þetta viðskiptastríð muni hafa skaðleg áhrif á stöðu bæði neytenda og fyrirtækja í báðum löndum.
Trump var tíðrætt um Kína í kosningabaráttu sinni, hversu illa Bandaríkin væru að fara út úr viðskiptum sínum við Kínverja og að þar ætti sér stað ríkisstyrktur hugverkaþjófnaður.
Vöruskiptajöfnuður Bandaríkjanna gagnvart Kína var neikvæður um rúmlega 375 milljarða dollara í fyrra, og hefur hann aldrei verið hærri. Það jók enn á ákveðni Trumps að leggja tolla á innflutning á kínverskum vörum.
Núverandi tollar hafa áhrif á vörur sem eru að verðmæti 34 milljarða bandaríkjadala. Kínversk stjórnvöld segja Bandaríkin bjóta reglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og tala um umfangsmesta viðskiptastríð sögunnar.
Tollar Kínverja leggjast á til að mynda sojabaunir, svína- og fulgakjöt og korn, en allt eru þetta vörur og framleiðsla sem er mikilvæg í miðríkjum Bandaríkjanna, þangað sem Trump sækir stóran hluta síns stuðnings.