IKEA greiðir eigendum sínum hálfan milljarð í arð

Miklatorg hf., eigandi IKEA á Íslandi, hagnaðist um 982,5 milljónir króna á síðasta rekstarári og jókst hagnaðurinn um tæpar 224 milljónir frá fyrra ári.

ikea-8_15809701860_o.jpg
Auglýsing

Mikla­torg hf., eig­andi IKEA á Íslandi, hagn­að­ist um 982,5 millj­ónir króna á síð­asta rekst­ar­ári. Hagn­aður félags­ins árið þar á undan var 758,9 millj­ónir og jókst hann þannig um tæpar 224 millj­ónir á milli ára. Mbl.is greindi fyrst frá.

Í árs­reikn­ingi kemur fram að sölu­tekjur fé­lags­ins námu 10,3 millj­­örðum króna og juk­ust um tæp­­lega 1,4 millj­­arða milli rekstr­­ar­ára. Rekstr­­ar­­gjöld­in juk­ust á sama tíma um lið­lega millj­­arð króna. Hagn­aður fyr­ir af­­skrift­ir og fjár­­­magnsliði, EBIT­DA, var 1,3 millj­­arðar króna og jókst um 322 millj­­ón­ir króna á milli ára.

Eign­ir fé­lags­ins námu 2,2 millj­­örðum króna í lok rekstr­­ar­ár­s­ins og var eigið fé 535 millj­­ón­ir króna.

Auglýsing

Stjórn félags­ins leggur til að hlut­höf­um verði greidd­ar 500 millj­­ón­ir króna í arð. Í stjórn­­inni sitja eig­end­ur fé­lags­ins, bræð­ur­n­ir Jón og Sig­­urður Gísli Pálma­­syn­ir og Sig­­fús­ B. Ing­i­­mund­­ar­­son­.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent