Systurfélag Samherja hefur keyp 25,3% hlut í Eimskipafélagi Íslands á 11 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samherja.
Systurfélagið, sem ber heitið Samherji Holding ehf. er félag sem sér um erlenda starfsemi Samherja. Það keypti öll hlutabréf bandaríska fjárfestingasjóðsins Yucaipa í Eimskipafélagi Íslands hf., en sjóðurinn átti samtals 25,3% hlut í félaginu.
Kauphöllin greindi frá því í gærkvöldi að Yucaipa hafði selt hlut sinn í Eimskip fyrir um 11,1 milljarða íslenskra króna, en ekki var greint frá hver kaupandi bréfanna væri. Í kjölfarið hækkaði svo hlutabréfaverð Eimskipa um 11,4 prósent, samkvæmt frétt Fréttablaðsins í morgun. Nú stendur hækkun í hlutabréfaverði Eimskipa í 9,7% eftir 11,3 milljarða viðskipti það sem af er degi.