Vill auka tolla á kínverskar vörur en aflétta banni á rússneskt fyrirtæki

Bandaríkjastjórn viðraði í gær hugsanleg áform um að leggja tolla á allan kvínverskan innflutning annars vegar og aflétta viðskiptabanni við rússneskt álfyrirtæki hins vegar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti
Donald Trump Bandaríkjaforseti
Auglýsing

For­seti Banda­ríkj­anna sagð­ist í gær vera til­bú­inn til að leggja toll á allar kín­verskar vörur sem fluttar væru inn til Banda­ríkj­anna. Seinna sama dag sagði fjár­mála­ráð­herra lands­ins banda­rísku rík­is­stjórn­ina íhuga að aflétta við­skipta­bann á rúss­neska álfyr­ir­tæk­ið Ru­sal.

„Kína hefur okrað á okkur í langan tíma“ 

Í við­tali við CN­BC í gær gaf Don­ald Trump ­for­seti Banda­ríkj­anna til kynna að hann væri til­bú­inn að auka toll­skyldan inn­flutn­ing frá Kína upp úr and­virði 34 millj­arða Banda­ríkja­dala upp í 500 millj­arða, en sú upp­hæð jafn­gildir virði heild­ar­inn­flutn­ings Banda­ríkj­anna frá land­inu. „Ég er ekki að gera þetta vegna stjórn­mál­anna, ég er að gera þetta til þess að breyta rétt fyrir landið okk­ar,“ sagð­i Trump. „Kína hefur okrað á okkur í langan tíma.“

Í við­tal­inu ítrek­að­i Trump að honum fannst illa hafa verið farið með Banda­ríkin í mörgum mál­efn­um, þar á meðal í alþjóða­við­skiptum og pen­inga­mála stefnu. Hins vegar sagði hann að álagn­ing­ar ­toll­anna á kín­verskar vörur hafi ekki verið settar á með illum hug. Hann sagð­ist einnig líka mjög vel við X­i J­in­p­ing, for­seta Kína, en vill þó meina að við­skipta­kjörin milli land­anna hafi verið ósann­gjörn.

Auglýsing

Hugsa um að aflétta banni

Seinna sama dag til­kynnti frétta­stof­a Reuters að ­Steven Mn­uchin, fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, hafi viðrað mögu­leik­ann á því að fjar­lægja við­skipta­banni Banda­ríkj­anna á rúss­neska álfyr­ir­tæk­ið Ru­sal. Sam­kvæmt Mn­uchin hafi áætl­unin aldrei verið að „setj­a Rusal á haus­inn.“

Þetta sagð­i Mn­uchin í við­tali við frétta­stof­una í Argent­ínu, rétt fyrir leið­toga­fund fjár­mála­ráð­herra G20 ­ríkj­anna. Sam­kvæmt frétt­inni gefa ummælin til kynna að rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna hafi í huga að hjálpa álfyr­ir­tæk­inu, sem reynt hefur að kom­ast til móts við stjórn­ina eftir að fjár­mála­ráðu­neytið setti á við­skipta­bann á það vegna eins eig­anda þess, O­leg Der­ipaska.

Við­skipta­bannið á að hafa skap­að r­ingul­reið á álmark­aðnum á heims­vísu, en nokkur lönd og fyr­ir­tæki hafa síðan þá reynt að hnika til ákvörðun fjár­mála­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna til að draga úr áhrifum á mark­aðn­um.

Banda­ríkin hafa nú þegar lagt 10% toll á inn­flutn­ing áls frá Kana­da, Evr­ópu­sam­band­inu og Mexíkó, en Kjarn­inn greindi nýlega frá lækk­andi afkomu Alcoa ­vegna þessa. Ótt­ast er að frek­ari tolla­lagn­ing muni eiga sér stað á næst­unni.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Atli og Elías
Kjarninn 8. júlí 2020
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent