Vill auka tolla á kínverskar vörur en aflétta banni á rússneskt fyrirtæki

Bandaríkjastjórn viðraði í gær hugsanleg áform um að leggja tolla á allan kvínverskan innflutning annars vegar og aflétta viðskiptabanni við rússneskt álfyrirtæki hins vegar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti
Donald Trump Bandaríkjaforseti
Auglýsing

For­seti Banda­ríkj­anna sagð­ist í gær vera til­bú­inn til að leggja toll á allar kín­verskar vörur sem fluttar væru inn til Banda­ríkj­anna. Seinna sama dag sagði fjár­mála­ráð­herra lands­ins banda­rísku rík­is­stjórn­ina íhuga að aflétta við­skipta­bann á rúss­neska álfyr­ir­tæk­ið Ru­sal.

„Kína hefur okrað á okkur í langan tíma“ 

Í við­tali við CN­BC í gær gaf Don­ald Trump ­for­seti Banda­ríkj­anna til kynna að hann væri til­bú­inn að auka toll­skyldan inn­flutn­ing frá Kína upp úr and­virði 34 millj­arða Banda­ríkja­dala upp í 500 millj­arða, en sú upp­hæð jafn­gildir virði heild­ar­inn­flutn­ings Banda­ríkj­anna frá land­inu. „Ég er ekki að gera þetta vegna stjórn­mál­anna, ég er að gera þetta til þess að breyta rétt fyrir landið okk­ar,“ sagð­i Trump. „Kína hefur okrað á okkur í langan tíma.“

Í við­tal­inu ítrek­að­i Trump að honum fannst illa hafa verið farið með Banda­ríkin í mörgum mál­efn­um, þar á meðal í alþjóða­við­skiptum og pen­inga­mála stefnu. Hins vegar sagði hann að álagn­ing­ar ­toll­anna á kín­verskar vörur hafi ekki verið settar á með illum hug. Hann sagð­ist einnig líka mjög vel við X­i J­in­p­ing, for­seta Kína, en vill þó meina að við­skipta­kjörin milli land­anna hafi verið ósann­gjörn.

Auglýsing

Hugsa um að aflétta banni

Seinna sama dag til­kynnti frétta­stof­a Reuters að ­Steven Mn­uchin, fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, hafi viðrað mögu­leik­ann á því að fjar­lægja við­skipta­banni Banda­ríkj­anna á rúss­neska álfyr­ir­tæk­ið Ru­sal. Sam­kvæmt Mn­uchin hafi áætl­unin aldrei verið að „setj­a Rusal á haus­inn.“

Þetta sagð­i Mn­uchin í við­tali við frétta­stof­una í Argent­ínu, rétt fyrir leið­toga­fund fjár­mála­ráð­herra G20 ­ríkj­anna. Sam­kvæmt frétt­inni gefa ummælin til kynna að rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna hafi í huga að hjálpa álfyr­ir­tæk­inu, sem reynt hefur að kom­ast til móts við stjórn­ina eftir að fjár­mála­ráðu­neytið setti á við­skipta­bann á það vegna eins eig­anda þess, O­leg Der­ipaska.

Við­skipta­bannið á að hafa skap­að r­ingul­reið á álmark­aðnum á heims­vísu, en nokkur lönd og fyr­ir­tæki hafa síðan þá reynt að hnika til ákvörðun fjár­mála­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna til að draga úr áhrifum á mark­aðn­um.

Banda­ríkin hafa nú þegar lagt 10% toll á inn­flutn­ing áls frá Kana­da, Evr­ópu­sam­band­inu og Mexíkó, en Kjarn­inn greindi nýlega frá lækk­andi afkomu Alcoa ­vegna þessa. Ótt­ast er að frek­ari tolla­lagn­ing muni eiga sér stað á næst­unni.

Súrnun sjávar og áhrif þess á sjávardýr
Súrnun sjávar leiðir meðal annars til þess að kuðungar snigla sem búa í sjónum verða þynnri, skemmdari og að á þá vanti oft felulitina sem einkennir þá.
Kjarninn 18. október 2018
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir
Þjóðlegir þræðir – Jurtalitir
Kjarninn 18. október 2018
Hermundur Sigmundsson
Hoppum út í laugina!
Kjarninn 18. október 2018
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Engri beiðni um fóstureyðingu synjað á síðasta ári
Samkvæmt svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn á Alþingi var þrettán einstaklingum heimilað að rjúfa þungun eftir 16. viku meðgöngu árið 2017.
Kjarninn 18. október 2018
Segir rammaáætlun þurfa að meta efnahagslega þætti
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, segist ekki vita almennilega í hvaða stöðu rammaáætlun sé. Hún virðist láta meta alla aðra þætti en efnahagslega þegar fundið er út úr því hvaða landsvæði eigi að vernda gagnvart orkunýtingu.
Kjarninn 18. október 2018
Sigríður Halldórsdóttir og Þóra Arnórsdóttir
Óþarfa viðkvæmni
Kjarninn 18. október 2018
Samkeppnishæfni Íslands batnar
Ísland er nú í 24. sæti hvað varðar samkeppnishæfni af 140 þjóðríkjum. Ísland hefur farið upp um fimm sæti á síðustu þremur árum og íslenska hagkerfið er skilgreint sem nýsköpunardrifið.
Kjarninn 18. október 2018
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Fréttir vikunnar og Elon Musk
Kjarninn 18. október 2018
Meira úr sama flokkiErlent