Vill auka tolla á kínverskar vörur en aflétta banni á rússneskt fyrirtæki

Bandaríkjastjórn viðraði í gær hugsanleg áform um að leggja tolla á allan kvínverskan innflutning annars vegar og aflétta viðskiptabanni við rússneskt álfyrirtæki hins vegar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti
Donald Trump Bandaríkjaforseti
Auglýsing

For­seti Banda­ríkj­anna sagð­ist í gær vera til­bú­inn til að leggja toll á allar kín­verskar vörur sem fluttar væru inn til Banda­ríkj­anna. Seinna sama dag sagði fjár­mála­ráð­herra lands­ins banda­rísku rík­is­stjórn­ina íhuga að aflétta við­skipta­bann á rúss­neska álfyr­ir­tæk­ið Ru­sal.

„Kína hefur okrað á okkur í langan tíma“ 

Í við­tali við CN­BC í gær gaf Don­ald Trump ­for­seti Banda­ríkj­anna til kynna að hann væri til­bú­inn að auka toll­skyldan inn­flutn­ing frá Kína upp úr and­virði 34 millj­arða Banda­ríkja­dala upp í 500 millj­arða, en sú upp­hæð jafn­gildir virði heild­ar­inn­flutn­ings Banda­ríkj­anna frá land­inu. „Ég er ekki að gera þetta vegna stjórn­mál­anna, ég er að gera þetta til þess að breyta rétt fyrir landið okk­ar,“ sagð­i Trump. „Kína hefur okrað á okkur í langan tíma.“

Í við­tal­inu ítrek­að­i Trump að honum fannst illa hafa verið farið með Banda­ríkin í mörgum mál­efn­um, þar á meðal í alþjóða­við­skiptum og pen­inga­mála stefnu. Hins vegar sagði hann að álagn­ing­ar ­toll­anna á kín­verskar vörur hafi ekki verið settar á með illum hug. Hann sagð­ist einnig líka mjög vel við X­i J­in­p­ing, for­seta Kína, en vill þó meina að við­skipta­kjörin milli land­anna hafi verið ósann­gjörn.

Auglýsing

Hugsa um að aflétta banni

Seinna sama dag til­kynnti frétta­stof­a Reuters að ­Steven Mn­uchin, fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, hafi viðrað mögu­leik­ann á því að fjar­lægja við­skipta­banni Banda­ríkj­anna á rúss­neska álfyr­ir­tæk­ið Ru­sal. Sam­kvæmt Mn­uchin hafi áætl­unin aldrei verið að „setj­a Rusal á haus­inn.“

Þetta sagð­i Mn­uchin í við­tali við frétta­stof­una í Argent­ínu, rétt fyrir leið­toga­fund fjár­mála­ráð­herra G20 ­ríkj­anna. Sam­kvæmt frétt­inni gefa ummælin til kynna að rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna hafi í huga að hjálpa álfyr­ir­tæk­inu, sem reynt hefur að kom­ast til móts við stjórn­ina eftir að fjár­mála­ráðu­neytið setti á við­skipta­bann á það vegna eins eig­anda þess, O­leg Der­ipaska.

Við­skipta­bannið á að hafa skap­að r­ingul­reið á álmark­aðnum á heims­vísu, en nokkur lönd og fyr­ir­tæki hafa síðan þá reynt að hnika til ákvörðun fjár­mála­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna til að draga úr áhrifum á mark­aðn­um.

Banda­ríkin hafa nú þegar lagt 10% toll á inn­flutn­ing áls frá Kana­da, Evr­ópu­sam­band­inu og Mexíkó, en Kjarn­inn greindi nýlega frá lækk­andi afkomu Alcoa ­vegna þessa. Ótt­ast er að frek­ari tolla­lagn­ing muni eiga sér stað á næst­unni.

WOW air er á uppleið á ný.
Indigo gæti fjárfest í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna
Indigo Partners kemur inn í hluthafahóp WOW air og gefur mögulega út breytilegt skuldabréf til að fjármagna endurreisn félagsins.
Kjarninn 14. desember 2018
Skýrt í starfsreglum að meirihluti ræður niðurstöðum
Formaður tilnefningarnefndar VÍS segir engar heimildir vera í reglum nefndarinnar til að skila sératkvæði. Meirihlutinn ráði einfaldlega hverjum hún mæli með til stjórnarsetu.
Kjarninn 14. desember 2018
Vladimir Pútín, forseti Rússlands
Útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent vegna viðskiptaþvingana
Rúm þrjú ár eru síðan Rússland svaraði viðskiptaþvingunum íslenska ríkisins með innflutningsbanni á nær öll matvæli frá Íslandi. Í kjölfar innflutningsbannsins hefur útflutningur til Rússlands dregist saman um 90 prósent og tugi milljarða króna.
Kjarninn 14. desember 2018
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór pantar sér gult vesti
Formaður VR segir að ekkert sé að marka kosningaloforð stjórnmálamanna því þeir virðist eingöngu hafa hugsjónir og drifkraft í að breyta á fjögurra ára fresti, og þá aðeins í nokkra daga.
Kjarninn 14. desember 2018
Stakksberg telur íbúakosningu um stóriðju í Helguvík ólögmæta og geta leitt til bótaskyldu
Stakksberg, félag í eigu Arion banka, hefur sent Reykjanesbæ bréf þar sem félagið segir sveitarfélagið skaðabótaskylt ef komið verður í veg fyrir starfsemi kísilmálmverksmiðjunar sem áður var í eigu United Silicon.
Kjarninn 14. desember 2018
Miðflokkurinn hrynur í fylgi og Framsókn eykur við sig
Töluverðar sviptingar eru á fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri könnun MMR.
Kjarninn 14. desember 2018
Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2021. Greiðslur úr ríkissjóði fyrir verkið munu nema 10 milljónum króna árlega.
Kjarninn 14. desember 2018
Græðgi og spilling kemur enn upp í huga almennings - Bankasala framundan
Kannanir sem gerðar voru fyrir starfshóp stjórnvalda sem skilaði af sér Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið benda til þess að hrun fjármálakerfisins sé enn ferskt í minni almennings.
Kjarninn 14. desember 2018
Meira úr sama flokkiErlent