Vill auka tolla á kínverskar vörur en aflétta banni á rússneskt fyrirtæki

Bandaríkjastjórn viðraði í gær hugsanleg áform um að leggja tolla á allan kvínverskan innflutning annars vegar og aflétta viðskiptabanni við rússneskt álfyrirtæki hins vegar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti
Donald Trump Bandaríkjaforseti
Auglýsing

For­seti Banda­ríkj­anna sagð­ist í gær vera til­bú­inn til að leggja toll á allar kín­verskar vörur sem fluttar væru inn til Banda­ríkj­anna. Seinna sama dag sagði fjár­mála­ráð­herra lands­ins banda­rísku rík­is­stjórn­ina íhuga að aflétta við­skipta­bann á rúss­neska álfyr­ir­tæk­ið Ru­sal.

„Kína hefur okrað á okkur í langan tíma“ 

Í við­tali við CN­BC í gær gaf Don­ald Trump ­for­seti Banda­ríkj­anna til kynna að hann væri til­bú­inn að auka toll­skyldan inn­flutn­ing frá Kína upp úr and­virði 34 millj­arða Banda­ríkja­dala upp í 500 millj­arða, en sú upp­hæð jafn­gildir virði heild­ar­inn­flutn­ings Banda­ríkj­anna frá land­inu. „Ég er ekki að gera þetta vegna stjórn­mál­anna, ég er að gera þetta til þess að breyta rétt fyrir landið okk­ar,“ sagð­i Trump. „Kína hefur okrað á okkur í langan tíma.“

Í við­tal­inu ítrek­að­i Trump að honum fannst illa hafa verið farið með Banda­ríkin í mörgum mál­efn­um, þar á meðal í alþjóða­við­skiptum og pen­inga­mála stefnu. Hins vegar sagði hann að álagn­ing­ar ­toll­anna á kín­verskar vörur hafi ekki verið settar á með illum hug. Hann sagð­ist einnig líka mjög vel við X­i J­in­p­ing, for­seta Kína, en vill þó meina að við­skipta­kjörin milli land­anna hafi verið ósann­gjörn.

Auglýsing

Hugsa um að aflétta banni

Seinna sama dag til­kynnti frétta­stof­a Reuters að ­Steven Mn­uchin, fjár­mála­ráð­herra Banda­ríkj­anna, hafi viðrað mögu­leik­ann á því að fjar­lægja við­skipta­banni Banda­ríkj­anna á rúss­neska álfyr­ir­tæk­ið Ru­sal. Sam­kvæmt Mn­uchin hafi áætl­unin aldrei verið að „setj­a Rusal á haus­inn.“

Þetta sagð­i Mn­uchin í við­tali við frétta­stof­una í Argent­ínu, rétt fyrir leið­toga­fund fjár­mála­ráð­herra G20 ­ríkj­anna. Sam­kvæmt frétt­inni gefa ummælin til kynna að rík­is­stjórn Banda­ríkj­anna hafi í huga að hjálpa álfyr­ir­tæk­inu, sem reynt hefur að kom­ast til móts við stjórn­ina eftir að fjár­mála­ráðu­neytið setti á við­skipta­bann á það vegna eins eig­anda þess, O­leg Der­ipaska.

Við­skipta­bannið á að hafa skap­að r­ingul­reið á álmark­aðnum á heims­vísu, en nokkur lönd og fyr­ir­tæki hafa síðan þá reynt að hnika til ákvörðun fjár­mála­ráðu­neytis Banda­ríkj­anna til að draga úr áhrifum á mark­aðn­um.

Banda­ríkin hafa nú þegar lagt 10% toll á inn­flutn­ing áls frá Kana­da, Evr­ópu­sam­band­inu og Mexíkó, en Kjarn­inn greindi nýlega frá lækk­andi afkomu Alcoa ­vegna þessa. Ótt­ast er að frek­ari tolla­lagn­ing muni eiga sér stað á næst­unni.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Breska þingið tók ráðin af ríkisstjórninni vegna Brexit
Þingmenn breska þingsins samþykktu í gærkvöldi að þingið myndi ákveða hvaða atkvæðagreiðslur verða haldnar um næstu skref í Brexit-viðræðunum. Þrír ráðherrar sögðu af sér til að kjósa með tillögunni en í heild hafa nú 27 ráðherrar sagt af sér vegna Brexit
Kjarninn 26. mars 2019
Skuldabréfaeigendur tilbúnir að leggja sitt af mörkum - Lítill tími til stefnu
Skuldabréfaeigendur WOW air eru tilbúnir að taka hlut í félaginu í skiptum fyrir niðurfellingu skulda.
Kjarninn 25. mars 2019
Aflýsa flugi frá London - Rauðglóandi síminn hjá Neytendasamtökunum
Forsvarsmenn WOW air reyna nú allt til að bjarga félaginu frá gjaldþroti.
Kjarninn 25. mars 2019
Ríkislögmaður neitar að afhenda gögn - Kjarninn kærir
Kjarninn óskaði eftir því frá forsætisráðuneytinu, að fá afhent sérfræðiálit og gögn frá þeim sem veittu Ríkislögmanni ráðgjöf í hinu svokallaða Landsréttarmáli.
Kjarninn 25. mars 2019
Þröstur Ólafsson
Samábyrgð og þau afétnu
Kjarninn 25. mars 2019
Bjarni Benediktsson
Ríkisstjórnin með tilbúnar áætlanir ef rekstur WOW air stöðvast
Fjármála- og efnahagsráðherra segir stjórnvöld vera viðbúin ef rekstur WOW air stöðvast. Hann segir þó ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur sem þennan.
Kjarninn 25. mars 2019
Flestar áskriftir Alþingis eru að Morgunblaðinu
Alþingi er með 13 áskriftir að Morgunblaðinu auk netáskrifta, sem og aðgang að gagnasafni mbl.is.
Kjarninn 25. mars 2019
HS Orka á tvö orkuver, í Svartsengi og svo Reykjanesvirkjun.
Meirihlutinn í HS Orku seldur fyrir 37 milljarða króna
Búið er að skrifa undir kaupsamning á meirihluta hlutafjár í eina íslenska orkufyrirtækinu sem er í einkaeigu.
Kjarninn 25. mars 2019
Meira úr sama flokkiErlent