Gengi hlutabréfa Twitter hrundi um 20 prósent í dag. Ástæðan er rakin til þess að virkum notendum Twitter fækkaði um eina milljón á öðrum ársfjórðungi, en þeir eru nú 335 milljónir.
Þrátt fyrir að Twitter hafi hagnast um 100 milljónir Bandaríkjadala á fjórðunginum, þá þykir það mikið áfall fyrir fyrirtækið að notendum þess hafi fækkað, að því er segir í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC.
Gífurlega hraður vöxtur notenda samfélagsmiðla á undanförnum árum hefur verið drifkrafturinn að baki starfsemi þeirra, en Twitter hefur lengst af ekki sýnt hagnaðartölur í sínum rekstri.
Markaðsvirði Twitter er nú rúmlega 27 milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur um 3 þúsund milljörðum króna.
@twitter the ship is sinking only because you are trying to censor the people who make it possible for you to have a business in the first place. get ready for the crash and burn! ha ha
— Andrew Kocher (@drewskikocher) July 27, 2018
Hrun Twitter kemur í kjölfarið á svipuðu hruni á markaðsvirði Facebook, en um 119 milljarða Bandaríkjadala verðmæti hafa gufað upp með mikilli lækkun Facebook undanfarna tvo daga. Verðmiði félagsins er nú rúmlega 600 milljarðar Bandaríkjadala, eða sem nemur um 63 þúsund milljörðum króna. Notendur Facebook er rúmlega tveir milljarðar manna um allan heim.