Útgefandi New York Times, AG Sulzberger, hefur opinberlega óskað eftir því við Donald Trump Bandaríkjaforseta að hann hætti að kalla blaðamen „óvini fólksins“.
Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér, segir hann að þessar yfirlýsingar forsetans ógni öryggi blaðamanna og geti leitt til ofbeldis.
Sulzberger átti fund með Bandaríkjaforseta, þar sem hann notaði tækifærið og viðraði áhyggjur sínar af orðræðu forsetans um falsfréttir (Fake News) og að fjölmiðlar og blaðamenn væru óvinir fólksins.
Had a very good and interesting meeting at the White House with A.G. Sulzberger, Publisher of the New York Times. Spent much time talking about the vast amounts of Fake News being put out by the media & how that Fake News has morphed into phrase, “Enemy of the People.” Sad!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 29, 2018
Donald Trump hefur þegar tjáð sig um fund þeirra á Twitter og segir að fundur hans og Sulzberger hafi verið „mjög góður“.
Sulzberger segir í yfirlýsingu sinni að hann hafi samþykkt að koma á fund með forsetanum, til að gera grein fyrir áhyggjum sínum vegna orðræðu forsetans gegn fjölmiðlum og blaðamönnum.
Í yfirlýsingunni segir hann einnig að þessi hættulega orðræða forsetans auki líkurnar á hörðum aðgerðum yfirvalda gegn blaðamönnum og fjölmiðlafrelsi.