Yfirtaka N1 á Festi heimiluð

Fyrsti samruni olíufyrirtækis og smásölufyrirtækis eftir opnun Costco hefur verið samþykktur. Búist er við niðurstöðu úr öðrum slíkum samruna á næstu dögum.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­þykkti kaup N1 á öllu hlutafé í Festi hf. með skil­yrðum sem N1 ­féllst á með eft­ir­lit­inu, eins og kom fram í til­kynn­ingu frá Kaup­höll­inni í gær­kvöldi. Skil­yrðin eru þau sömu og N1 lagði til fyrir mán­uði síð­an, að við­bættri sölu á stöðvum fyr­ir­tæk­is­ins í Staldr­inu og Vatna­görð­um. Málið gæti haft þýð­ingu fyrir fyr­ir­huguð kaup Haga á Olís, en vænta má nið­ur­staðna úr þeirri yfir­töku á næstu dög­um. 

Skil­yrðin sem N1 og Sam­keppn­is­eft­ir­litið féllust á til að yfir­taka olíu­fyr­ir­tæk­is­ins á smá­sölu­fé­lag­inu voru eft­ir­far­andi:

  1. Að aðgengi nýrra end­ur­selj­enda að fljót­andi elds­neyti í heild­sölu yrði aukið

  2. Að aðgengi að þjón­ustu hjá Olíu­dreif­ing­unni, sem N1 á 60% í, yrði auk­ið. 

  3. Sala á stöðvum Dæl­unnar við Fells­múla og Staldrið í Reykja­vík, auk Hæð­ar­smára 8 í Kópa­vogi

  4. Sala á tveim­ur ­sjáfs­af­greiðslu­stöðv­um undir merkj­u­m N1 við Sala­veg í Kópa­vogi og Vatna­garða í Reykja­vík

  5. Sala á verslun Kjar­vals á Hellu.

Þessi skil­yrði eru lík til­lög­unum sem N1 lagði fram til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins fyrir rúmum mán­uði síðan til að liðka fyrir yfir­tök­una, en sölu á sjáfs­af­greiðslu­stöðv­un­um í Staldr­inu og Vatna­görðum hefur verið bætt við.

Auglýsing

Sam­kvæmt til­kynn­ing­u N1 í Kaup­höll­inni nemur kaup­verð olíu­fyr­ir­tæk­is­ins á Festi 23,7 millj­örðum króna, en það greið­ist ann­ars vegar með afhend­ingu tæp­lega 80 milljón hluta í N1 á geng­inu 115 og hins vegar með 14,6 millj­arða í reiðu­fé. N1 munu einnig greiða vexti af öllum skuldum Festis fra 28. febr­úar síð­ast­lið­inn og munu eig­endur smá­sölu­fyr­ir­tæk­is­ins eign­ast 24,1% alls hluta­fjár­ N1, en sölu­bann verður á þeim hlutum út árið. 

Rúm­lega tvö­föld fram­legð

Við yfir­tök­una er spáð að fram­legð N1 muni rúm­lega tvö­fald­ast á þessu rekstr­ar­ári, en búist er við að hún nemi um 7,5 millj­örðum króna. Af þeirri upp­hæð er búist við að 500-600 millj­ónir króna munu verða til vegna ­sam­legð­ar­á­hrifa ­fyr­ir­tækj­anna tveggja. 

Fyrsta af þremur

­Yf­ir­takan er fyrsti sam­run­inn sem gengið hefur í gegn af þremur sem fyr­ir­hug­aðir voru í fyrra milli olíu­fé­laga og smá­sölu­fyr­ir­tæki. Hinar tvær voru kaup Haga á Olís og Skelj­ungs á Basko. Eins og Kjarn­inn greindi frá í fyrra um málið var þessi ætl­aða sam­þjöppun við­brögð við þeim breyt­ingum sem opn­un Costco og H&M hafði á íslenskan smá­sölu­mark­að.  

Ekki hafa hin kaupin enn gengið eft­ir, en Vísir greindi frá því að Skelj­ungur hafi ákveðið að slíta samn­inga­við­ræðum sínum um kaup á Basko ­fyrir tveimur vikum síð­an. Þar sagði Val­geir M. Bald­urs­son, for­stjóri Skelj­ungs kaupin vera háð ýmsum for­sendum og fyr­ir­vörum sem ekki gengu eft­ir. 

Fyr­ir­huguð kaup Haga á Olís eru hins vegar enn til skoð­unar hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu. Líkt og Kjarn­inn greindi frá fyrr í mán­uð­inum mun koma í ljós á næstu dögum hvort sam­run­inn fari í gegn eða ekki, en það veltur á því hvort ­Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið ­sam­þykki til­lögur Haga. Þær til­lögur fela í sér sölu á tveimur Bón­usversl­un­um, einni fast­eign félags­ins þar sem rekin er Bón­usversl­un, tveggja bens­ín­stöðv­a Olís auk einnar stöðv­ar ÓB. Fari svo að eft­ir­litið fall­ist ekki á þessar til­lögur verður sam­run­inn ógild­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent