Yfirtaka N1 á Festi heimiluð

Fyrsti samruni olíufyrirtækis og smásölufyrirtækis eftir opnun Costco hefur verið samþykktur. Búist er við niðurstöðu úr öðrum slíkum samruna á næstu dögum.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­þykkti kaup N1 á öllu hlutafé í Festi hf. með skil­yrðum sem N1 ­féllst á með eft­ir­lit­inu, eins og kom fram í til­kynn­ingu frá Kaup­höll­inni í gær­kvöldi. Skil­yrðin eru þau sömu og N1 lagði til fyrir mán­uði síð­an, að við­bættri sölu á stöðvum fyr­ir­tæk­is­ins í Staldr­inu og Vatna­görð­um. Málið gæti haft þýð­ingu fyrir fyr­ir­huguð kaup Haga á Olís, en vænta má nið­ur­staðna úr þeirri yfir­töku á næstu dög­um. 

Skil­yrðin sem N1 og Sam­keppn­is­eft­ir­litið féllust á til að yfir­taka olíu­fyr­ir­tæk­is­ins á smá­sölu­fé­lag­inu voru eft­ir­far­andi:

  1. Að aðgengi nýrra end­ur­selj­enda að fljót­andi elds­neyti í heild­sölu yrði aukið

  2. Að aðgengi að þjón­ustu hjá Olíu­dreif­ing­unni, sem N1 á 60% í, yrði auk­ið. 

  3. Sala á stöðvum Dæl­unnar við Fells­múla og Staldrið í Reykja­vík, auk Hæð­ar­smára 8 í Kópa­vogi

  4. Sala á tveim­ur ­sjáfs­af­greiðslu­stöðv­um undir merkj­u­m N1 við Sala­veg í Kópa­vogi og Vatna­garða í Reykja­vík

  5. Sala á verslun Kjar­vals á Hellu.

Þessi skil­yrði eru lík til­lög­unum sem N1 lagði fram til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins fyrir rúmum mán­uði síðan til að liðka fyrir yfir­tök­una, en sölu á sjáfs­af­greiðslu­stöðv­un­um í Staldr­inu og Vatna­görðum hefur verið bætt við.

Auglýsing

Sam­kvæmt til­kynn­ing­u N1 í Kaup­höll­inni nemur kaup­verð olíu­fyr­ir­tæk­is­ins á Festi 23,7 millj­örðum króna, en það greið­ist ann­ars vegar með afhend­ingu tæp­lega 80 milljón hluta í N1 á geng­inu 115 og hins vegar með 14,6 millj­arða í reiðu­fé. N1 munu einnig greiða vexti af öllum skuldum Festis fra 28. febr­úar síð­ast­lið­inn og munu eig­endur smá­sölu­fyr­ir­tæk­is­ins eign­ast 24,1% alls hluta­fjár­ N1, en sölu­bann verður á þeim hlutum út árið. 

Rúm­lega tvö­föld fram­legð

Við yfir­tök­una er spáð að fram­legð N1 muni rúm­lega tvö­fald­ast á þessu rekstr­ar­ári, en búist er við að hún nemi um 7,5 millj­örðum króna. Af þeirri upp­hæð er búist við að 500-600 millj­ónir króna munu verða til vegna ­sam­legð­ar­á­hrifa ­fyr­ir­tækj­anna tveggja. 

Fyrsta af þremur

­Yf­ir­takan er fyrsti sam­run­inn sem gengið hefur í gegn af þremur sem fyr­ir­hug­aðir voru í fyrra milli olíu­fé­laga og smá­sölu­fyr­ir­tæki. Hinar tvær voru kaup Haga á Olís og Skelj­ungs á Basko. Eins og Kjarn­inn greindi frá í fyrra um málið var þessi ætl­aða sam­þjöppun við­brögð við þeim breyt­ingum sem opn­un Costco og H&M hafði á íslenskan smá­sölu­mark­að.  

Ekki hafa hin kaupin enn gengið eft­ir, en Vísir greindi frá því að Skelj­ungur hafi ákveðið að slíta samn­inga­við­ræðum sínum um kaup á Basko ­fyrir tveimur vikum síð­an. Þar sagði Val­geir M. Bald­urs­son, for­stjóri Skelj­ungs kaupin vera háð ýmsum for­sendum og fyr­ir­vörum sem ekki gengu eft­ir. 

Fyr­ir­huguð kaup Haga á Olís eru hins vegar enn til skoð­unar hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu. Líkt og Kjarn­inn greindi frá fyrr í mán­uð­inum mun koma í ljós á næstu dögum hvort sam­run­inn fari í gegn eða ekki, en það veltur á því hvort ­Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið ­sam­þykki til­lögur Haga. Þær til­lögur fela í sér sölu á tveimur Bón­usversl­un­um, einni fast­eign félags­ins þar sem rekin er Bón­usversl­un, tveggja bens­ín­stöðv­a Olís auk einnar stöðv­ar ÓB. Fari svo að eft­ir­litið fall­ist ekki á þessar til­lögur verður sam­run­inn ógild­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Maní og fjölskylda
Skora á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð
Stjórn Solaris fordæmir yfirvofandi brottvísun á Maní, 17 ára trans drengs frá Íran, og skorar á íslensk stjórnvöld að sýna mannúð og tryggja að hann fá hér skjól og vernd.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bankasýslan vill að bankaráð dragi úr fjárhagslegri áhættu Landsbankans vegna nýrra höfuðstöðva
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur svarað skriflegri fyrirspurn þingmanns Miðflokksins um byggingu nýrra höfuðstöðva Landsbankans, sem munu kosta að minnsta kosti um tólf milljarða. Þar er staðfest að ákvörðunin hafi ekki verið borin undir hluthafafund.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ráðherra er ekki að skoða að takmarka sölu á orkudrykkjum
Þrátt fyrir að embætti Landlæknis telji að banna eigi sölu á ákveðnum tegundum orkudrykkja er ráðherra matvælaeftirlits ekki sömu skoðunar. Til að meta neyslu ungmenna á orkudrykkjum sem innihalda koffín verður framkvæmd neyslukönnun á meðal ungmenna.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Helmingur landsmanna telur fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar réttar
Karlar halda frekar en konur að fréttir af alvarleika hlýnunar jarðar séu almennt ýktar, en um þriðjungur karla telur þær vera það.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lögðu fram tillögur að lausn kjaradeilu – Aftur fundað á morgun
Fundi vegna kjaradeilu félagsmanna Eflingar og Reykjavíkurborgar er lokið. „Samninganefnd Eflingar hefur fundað stíft síðustu daga ásamt starfsfólki og trúnaðarmönnum til að útfæra og ná sátt um tillögur,“ segir í tilkynningu Eflingar.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðuneytið leggur til breytingar á frumvarpi um stuðning við einkarekna fjölmiðla
Ef tillögur sérfræðingar mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða teknar til greina mun endurgreiðsluhlutfall á ritsjórnarkostnaði einkarekinna fjölmiðla hækka og sjónarmiðum héraðsfréttamiðla mætt til að gera þá styrkjahæfa.
Kjarninn 18. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Nú er háð mikilvægasta kjarabaráttan um áratugaskeið.
Leslistinn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent