Yfirtaka N1 á Festi heimiluð

Fyrsti samruni olíufyrirtækis og smásölufyrirtækis eftir opnun Costco hefur verið samþykktur. Búist er við niðurstöðu úr öðrum slíkum samruna á næstu dögum.

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri N1
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­þykkti kaup N1 á öllu hlutafé í Festi hf. með skil­yrðum sem N1 ­féllst á með eft­ir­lit­inu, eins og kom fram í til­kynn­ingu frá Kaup­höll­inni í gær­kvöldi. Skil­yrðin eru þau sömu og N1 lagði til fyrir mán­uði síð­an, að við­bættri sölu á stöðvum fyr­ir­tæk­is­ins í Staldr­inu og Vatna­görð­um. Málið gæti haft þýð­ingu fyrir fyr­ir­huguð kaup Haga á Olís, en vænta má nið­ur­staðna úr þeirri yfir­töku á næstu dög­um. 

Skil­yrðin sem N1 og Sam­keppn­is­eft­ir­litið féllust á til að yfir­taka olíu­fyr­ir­tæk­is­ins á smá­sölu­fé­lag­inu voru eft­ir­far­andi:

  1. Að aðgengi nýrra end­ur­selj­enda að fljót­andi elds­neyti í heild­sölu yrði aukið

  2. Að aðgengi að þjón­ustu hjá Olíu­dreif­ing­unni, sem N1 á 60% í, yrði auk­ið. 

  3. Sala á stöðvum Dæl­unnar við Fells­múla og Staldrið í Reykja­vík, auk Hæð­ar­smára 8 í Kópa­vogi

  4. Sala á tveim­ur ­sjáfs­af­greiðslu­stöðv­um undir merkj­u­m N1 við Sala­veg í Kópa­vogi og Vatna­garða í Reykja­vík

  5. Sala á verslun Kjar­vals á Hellu.

Þessi skil­yrði eru lík til­lög­unum sem N1 lagði fram til Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins fyrir rúmum mán­uði síðan til að liðka fyrir yfir­tök­una, en sölu á sjáfs­af­greiðslu­stöðv­un­um í Staldr­inu og Vatna­görðum hefur verið bætt við.

Auglýsing

Sam­kvæmt til­kynn­ing­u N1 í Kaup­höll­inni nemur kaup­verð olíu­fyr­ir­tæk­is­ins á Festi 23,7 millj­örðum króna, en það greið­ist ann­ars vegar með afhend­ingu tæp­lega 80 milljón hluta í N1 á geng­inu 115 og hins vegar með 14,6 millj­arða í reiðu­fé. N1 munu einnig greiða vexti af öllum skuldum Festis fra 28. febr­úar síð­ast­lið­inn og munu eig­endur smá­sölu­fyr­ir­tæk­is­ins eign­ast 24,1% alls hluta­fjár­ N1, en sölu­bann verður á þeim hlutum út árið. 

Rúm­lega tvö­föld fram­legð

Við yfir­tök­una er spáð að fram­legð N1 muni rúm­lega tvö­fald­ast á þessu rekstr­ar­ári, en búist er við að hún nemi um 7,5 millj­örðum króna. Af þeirri upp­hæð er búist við að 500-600 millj­ónir króna munu verða til vegna ­sam­legð­ar­á­hrifa ­fyr­ir­tækj­anna tveggja. 

Fyrsta af þremur

­Yf­ir­takan er fyrsti sam­run­inn sem gengið hefur í gegn af þremur sem fyr­ir­hug­aðir voru í fyrra milli olíu­fé­laga og smá­sölu­fyr­ir­tæki. Hinar tvær voru kaup Haga á Olís og Skelj­ungs á Basko. Eins og Kjarn­inn greindi frá í fyrra um málið var þessi ætl­aða sam­þjöppun við­brögð við þeim breyt­ingum sem opn­un Costco og H&M hafði á íslenskan smá­sölu­mark­að.  

Ekki hafa hin kaupin enn gengið eft­ir, en Vísir greindi frá því að Skelj­ungur hafi ákveðið að slíta samn­inga­við­ræðum sínum um kaup á Basko ­fyrir tveimur vikum síð­an. Þar sagði Val­geir M. Bald­urs­son, for­stjóri Skelj­ungs kaupin vera háð ýmsum for­sendum og fyr­ir­vörum sem ekki gengu eft­ir. 

Fyr­ir­huguð kaup Haga á Olís eru hins vegar enn til skoð­unar hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu. Líkt og Kjarn­inn greindi frá fyrr í mán­uð­inum mun koma í ljós á næstu dögum hvort sam­run­inn fari í gegn eða ekki, en það veltur á því hvort ­Sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið ­sam­þykki til­lögur Haga. Þær til­lögur fela í sér sölu á tveimur Bón­usversl­un­um, einni fast­eign félags­ins þar sem rekin er Bón­usversl­un, tveggja bens­ín­stöðv­a Olís auk einnar stöðv­ar ÓB. Fari svo að eft­ir­litið fall­ist ekki á þessar til­lögur verður sam­run­inn ógild­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Sungið um samband í öfugri og réttri tímaröð
Til stendur að setja upp söngleikinn Fimm ár í Kaldalóni í Hörpu í október. Safnað er fyrir uppsetningunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur: Ekki tilefni til harðari aðgerða
Sóttvarnarlæknir mun leggja til að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir fram yfir næstu helgi. Ekki sé þó tilefni til að grípa til harðari takmarkana á allt landið en þeim sem eru við lýði.
Kjarninn 20. september 2020
Víðir Reynisson var viðmælandi hjá Rás 2 nýverið. Starfsmaður útvarpsstöðvarinnar hefur greinst með COVID-19 og Víðir er kominn í sóttkví.
Starfsmaður Rásar 2 greindist með kórónuveirusmit og sendi Víði í sóttkví
Sex starfsmenn Rásar 2 eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður útvarpsstöðvarinnar greindist með COVID-19 í gærkvöldi.
Kjarninn 20. september 2020
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sigríður Andersen segir til umhugsunar hvort Vinstri græn séu stjórntækur flokkur
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið horft í forundran á það innan Sjálfstæðisflokks að hluti þingmanna samstarfsflokks styddu ekki ríkisstjórnina. Þeir væru oft með óbragð í munni vegna ýmissa mála sem hafi samt fengið framgang.
Kjarninn 20. september 2020
Smitum fækkar á milli daga – 38 greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fimm daga hafa 166 smit greinst inn­an­lands. Mun færri sýni voru tekin í gær en daginn áður.
Kjarninn 20. september 2020
Mun NATO þola annað kjörtímabil af Trump?
Nýjar ógnir – Almannaöryggi og vopnakapphlaup
COVID-19 hefur beint sjónum að því hversu viðkvæm öflugustu ríki heims, sem byggja öryggi sitt meðal annrs á hernaðarlegum mætti, eru gagnvart slíkum ógnum. Að þegar límið sem heldur samfélaginu saman þverr, er hinu samfélagslega öryggi ógnað.
Kjarninn 20. september 2020
Bill Clinton og Poul Nyrup Rasmussen.
Leyndarmálið í skjalaskápnum
Árið 1997 kom Bill Clinton í heimsókn til Danmerkur, fyrstur bandarískra forseta. Með hástemmdum lýsingarorðum, þakkaði forsetinn Dönum gott fordæmi, en sagði ekki fyrir hvað. Þangað til nú hafa einungis örfáir vitað hvað hann meinti.
Kjarninn 20. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent