Þriðji samruni olíufélags og smásölu á einum og hálfum mánuði

N1 tilkynnti í morgun að félagið ætli að kaupa rekstrarfélag Krónunnar og ELKO. Áður hafði verið greint frá fyrirhuguðum kaupum Haga á Olís og viðræðum Skeljungs um kaup á rekstrarfélagi 10-11 og tengdum eignum.

olía og verslun
Auglýsing

Á einum og hálfum mán­uði hafa þrjú stærstu olíu­fyr­ir­tæki lands­ins til­kynnt um sam­runa við þrjú af stærstu smá­sölu­fyr­ir­tækjum lands­ins.

Í morgun var til­kynnt um að N1, sem rekur elds­neyt­is­stöðvar út um allt land og er skráð í Kaup­höll Íslands, hafi náð sam­komu­lagi um kaup á öllu útgefnu hlutafé í Festi, sem sér­hæfir sig í rekstri versl­un­ar­fyr­ir­tækja. Alls rekur Festi 28 versl­anir undir merkjum Krón­unn­ar, ELKO, Nóa­túns og Kjar­vals. en félagið á auk þess vöru­húsið Bakk­ann og 17 fast­eign­ir. Heild­ar­velta Festis var 39 millj­arðar króna á síð­asta ári og heild­ar­virði félags­ins er metið á 37,9 millj­arða króna í við­skipt­un­um. Kaup­verðið verður greitt með hlutafé í N1 og yfir­töku skulda. Virði þeirra hluta­bréfa sem greidd verða eru 8.750 millj­ónir króna auk þess sem betri afkoma Festis getur leitt af sér við­bót­ar­greiðslu.

Til­kynn­ingin gerði það að verkum að hluta­bréf í N1 ruku upp í verði og höfðu hækkað um sjö pró­sent skömmu fyrir hádegið í dag í um 500 millj­óna króna við­skipt­um. Verðið á hlut er nú 121 krón­ur, sem er umtals­vert hærra en verðið sem eig­endur Festis fá á þau bréf sem þeim eiga að fá við kaup­in. Þar er verðið 115 krónur á hlut en selj­end­urnir skuld­binda sig til að hvorki selja né fram­selja helm­ing af þeim hlutum í N1 sem þeir fá afhenta fyrir lok árs 2018. Komi til við­bót­ar­greiðslu vegna betri afkomu Festi hf. mun sú greiðsla vera í formi hluta í N1 á geng­inu 115 en þeir hlutir munu jafn­framt falla undir sölu­bann fram til 2018.

Auglýsing

Fylgja í fót­spor hinna olíu­fé­lag­anna

Þessi sam­ein­ing olíu­fé­lags og smá­sala er sú þriðja sem til­kynnt er um á mjög skömmum tíma. Fyrst var greint frá því þann 26. apríl að smá­söluris­inn Hagar væru að kaupa Olís. Vænt kaup­verð í þeim við­skiptum er 9,2 til 10,2 millj­arðar króna. Það verður greitt með afhend­ingu á 111 millj­ónum hluta í Hög­um, hand­bæru fé og láns­fé. Sam­hliða keyptu Hagar fast­eigna­fé­lagið DGV á um 400 millj­ónir króna.

Þann 21. maí var svo til­kynnt um að Skelj­ung­ur, þriðja stóra olíu­fé­lagið sem er líkt og N1 skráð á mark­að, hefði hafið samn­inga­við­ræður um kaup á öllu hlutafé Basko. Það félag fer með  eign­­ar­hald á Rekstr­ar­fé­lagi Tíu Ell­efu ehf., Ísland Verslun hf. og Imtex ehf. Rekstr­­ar­­fé­lag Tíu Ell­efu ehf. rekur sam­tals 35 þæg­inda­vöru­versl­­anir undir merkjum 10-11 og Háskóla­­búð­­ar­innar og er einnig móð­­ur­­fé­lag Dranga­skers ehf. sem rekur fimm kaffi­­hús undir merkjum Dunkin Donuts.  Fé­lagið rekur einnig eina Inspired by Iceland verslun og veit­inga­­stað­inn Bad Boys Burgers & Grill. Ísland Verslun hf. rekur þrjár versl­­anir undir merkjum Iceland. Kaup­verðið í þeim við­skiptum er áætlað 2,8 millj­arðar króna auk yfir­töku skulda.

Costco og H&M áhrifin

Þessi mikla sam­þjöppun á smá­sölu­mark­aði eru við­brögð við þeim breyt­ingum sem íslensk verslun er að verða fyrir með til­komu Costco inn á íslenskan dag­vöru- og raf­tækja­mark­að. Sam­kvæmt tölum frá Meniga, sem greint var frá í Frétta­blað­inu, var velta Costco fyrstu dag­anna eftir opnun versl­un­ar­innar meiri en velta Bón­us, flag­skips­verslun Haga. Þær tölur sýndu að Costco væri með 32 pró­sent af heild­ar­velt­unni á dag­vöru­mark­aði en Bónus hafi verið með 28 pró­sent.

Þau eru líka við­brögð við því að H&M opnar brátt fyrstu af þremur versl­unum sínum hér­lendis í Smára­lind. Þrátt fyrir að H&M, sem er ein stærsta fata­versl­un­­­­ar­keðja heims­ins, hafi aldrei rekið verslun hér á landi, þá hafa rann­­­­sóknir sýnt að mark­aðs­hlut­­­­deild fyr­ir­tæk­is­ins í fata­inn­­­­kaupum Íslend­inga er mikil og stöðug.

Kjarn­inn fjall­aði um stöð­una eins og hún birt­ist hjá not­endum Meniga, fyrir árið 2013. Tæp 37 pró­­­­sent not­enda Meniga versl­aði í H&M. Tekju­hærri hópar versla mun oftar en þeir tekju­lægri. Þannig versl­uðu 26 pró­­­­sent tekju­lægsta hóps­ins í H&M í sam­an­­­­­burði við 47 pró­­­­sent þeirra tekju­hæstu.

Hagar og Festi hafa verið að bregð­ast við inn­komu H&M og Costco með því að loka versl­un­um. Hagar lok­uðu til að mynda Deb­en­hams, minnk­uðu verslun Hag­kaupa um tæp­lega fimm þús­und fer­metra, lok­uðu mat­vöru­hluta Hag­kaupa í Holta­görð­um, Out­let-verslun á Korpu­torgi, Úti­lífs­versl­un­inni í Glæsibæ og tveimur tísku­vöru­versl­unum á síð­asta rekstr­ar­ári. Þá hófst lok­un­ar­ferli á Hag­kaups­verslun í Kringl­unni í byrjun árs í fyrra og því lauk í febr­ú­ar. Kjarn­inn greindi frá því nýverið að Festi væri að loka Inter­sport-verslun sinni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar