Rómafólkið í Kaupmannahöfn

Ríkisstjórn Danmerkur bregst við bréfi sem borgarstjóri Kaupmannahafnar skrifaði forsætisráðherra og lýsti vaxandi vanda vegna fjölgun heimilislausra í borginni.

rómafólk
Auglýsing

Sem kunn­ugt er geta borg­arar þeirra Evr­ópu­sam­bands­landa sem eru aðilar að Schen­gen-­sam­komu­lag­inu um frjálsa för ferð­ast hindr­un­ar­laust milli land­anna á Schen­gen-­svæð­inu og dvalist í allt að þrjá mán­uði í hverju landi.

Að und­an­förnu hefur fólki sem kemur frá Aust­ur-­Evr­ópu til Dan­merkur fjölgað mjög. Einkum er um að ræða svo­nefnt Róma­fólk, Rómana, þann hóp fólks sem áður köll­uð­ust sígaun­ar. Fólk sem hefur ekki fasta búsetu, né vinnu, en fer stað úr stað, land úr landi og lifir á betli og ýmis konar snöp­um. Tala sitt eigið tungu­mál, rom­ani.

Upp­runinn er óljós

Upp­runi Rómana er mjög óljós og þar hafa lengi verið ýmsar kenn­ingar á lofti. Margir sagn­fræð­ingar hall­ast nú að því að Rómanar hafi upp­haf­lega komið frá Ind­landi til Evr­ópu, senni­lega á 11.öld. Þeir hafi alla tíð verið fyr­ir­litnir (og áður fyrr jafn­vel rétt­dræp­ir), eng­inn hafi kært sig um þá og þeir iðu­lega verið flæmdir á brott þaðan sem þeir höfðu komið sér fyrir og þannig flækst landúr landi.

Auglýsing

Á valda­tíma nas­ista í Þýska­landi er talið að ein milljón Rómana, að minnsta kosti, hafi verið teknir af lífi. Spán­verjar sendu þús­undir Rómana í sér­stakar búðir á stríðs­ár­un­um. Svíar og Danir skrá­settu á stríðs­ár­unum Rómana ásamt mynd að við­kom­andi og ýmsum per­sónu­upp­lýs­ing­um. Í dönsku skrán­ing­ar­skýrsl­unni er sígaunum (eins og það var orð­að) lýst sem sam­fé­lags­legu vanda­máli.

Í skýrslu Sam­ein­uðu þjóð­anna (SÞ) frá árinu 2004 kom fram að árið 1999 hefði verið kveikt í 14 þús­und húsum í Kosovo, þar sem Rómanar bjuggu og þau brennd til grunna. Í Kosovo bjuggu á þeim tíma 150 þús­und Rómanar og sam­kvæmt skýrslu SÞ flýðu 80 pró­sent þeirra vegna ofsókna sem þeir sættu í kjöl­far átak­anna í Kosovo. Þessi örfáu dæmi sýna að Rómanar hafa lengi mátt sæta margs konar nið­ur­læg­ingu og alla tíð lifað í mik­illi fátækt.

Uppruni Rómana er óljós og ýmsar kenningar hafa verið á lofti.

6 millj­ónir í löndum ESB

Stríðs­á­tök og umrót í Evr­ópu ára­tugum saman á lið­inni öld gerðu Rómönum erfitt fyr­ir. Þeir höfðu haft þann hátt­inn á að þegar þeir voru flæmdir á brott þaðan sem þeir höfðu komið sér fyrir færðu þeir sig um set og settu sig nið­ur. Flest, eða nær öll, lönd Austur og Vest­ur­-­Evr­ópu kröfð­ust þess að íbúar hefðu fasta búsetu. Mörg lönd brugðu á það ráð að neyða Rómana til búsetu í til­teknum hverfum (fá­tækra­hverf­um) þar sem mik­ill fjöldi þeirra býr enn í dag.

Engar áreið­an­legar upp­lýs­ingar eru til fjölda Rómana en talið að innan landa Evr­ópu­sam­bands­ins geti þeir verið allt að 6 millj­ón­ir, fleiri en til dæmis íbúar Dan­merk­ur. Þegar Búlgaría og Rúm­enía fengu aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, og Schen­gen, árið 2007 var, eins og áður var get­ið, auð­veld­ara að fara milli landi, og það gilti auð­vitað um Rómana líkt og aðra.

Sækja til Dan­merkur

Eins og áður var nefnt hefur Rómönum fjölgað mjög í Kaup­manna­höfn á und­an­förnum mán­uð­um. Þar hafa þeir lifað á því að hirða flöskur og dósir og fá tekjur af skila­gjald­inu. Vasa­þjófn­uðum hefur fjölgað mikið í borg­inni og borg­ar­yf­ir­völd telja engan vafa á að Rómanar eigi þar oft hlut að máli. Margir smá­kaup­menn banna Rómönum að koma inn fyrir dyr, segja að þeir steli úr hill­un­um. Margir Rómanar reyna að lifa á betli, sitja á strætum og torg­um, við dyr versl­ana og víð­ar.

Þótt betl sé bannað með lögum í Dan­mörku eru þess ein­ungis örfá dæmi að dæmt hafi verið vegna slíks. Áður en hægt er að kæra ein­stak­ling fyrir betl þarf við­kom­andi fyrst að hafa fengið áminn­ingu, við­vör­un. Til þess að veita slíka áminn­ingu þarf lög­reglan að vita nafn við­kom­andi og ekki er ætíð auð­velt að fá það upp­lýst.

Eng­inn veit hve margir Rómanar halda sig á Kaup­manna­hafn­ar­svæð­inu en þeir skipta, að mati borg­ar­yf­ir­valda, mörgum hund­ruðum og eru ekki aufúsu­gest­ir. Und­an­farið hefur mikið verið fjallað um þá í dönskum fjöl­miðlum og áður­nefnt bréf Frank Jen­sens, yfir­borg­ar­stjóra Kaup­manna­hafn­ar, til for­sæt­is­ráð­herr­ans varð til þess að vekja athygli fjöl­margra þing­manna.

Þing­mönnum Danska þjóð­ar­flokks­ins hefur reyndar um margra mán­aða skeið verið tíð­rætt um „þessa plágu“ eins og þeir orða það gjarnan og hafa margoft kvartað yfir aðgerða­leysi lög­reglu og yfir­valda.

Svæði umhverfis kirkjur vin­sælir dval­ar­staðir

Við Strikið í Kaup­manna­höfn, nokkurn veg­inn miðja vegu milli Kóngs­ins Nýja­torgs og Ráð­húss­torgs­ins stendur Heilagsanda­kirkj­an. Í garð­inum við kirkj­una hefur hópur Rómana hafst við um nokk­urt skeið. Þessu fólki fylgir mik­ill óþrifn­aður og alls konar drasl um allan garð og þótt starfs­fólk kirkj­unnar geri sitt besta til að fjar­lægja það dugir það ekki til. Róman­arnir gera líka stykki sín, stór og smá í garð­inum og því fylgir mik­ill óþrifn­að­ur. Starfs­fólki kirkj­unnar hefur verið boðin bólu­setn­ing gegn lifr­ar­bólgu, í örygg­is­skyni.

Við Mar­íu­kirkj­una á Isted­ga­de, skammt frá Aðal­járn­braut­ar­stöð­inni hefur hópur Rómana hreiðrað um sig. Versl­un­ar­eig­andi í næsta nágrenni kirkj­unnar sagði í við­tali að hóp­ur­inn færi sístækk­andi, kannski væri ástæðan sú að starfs­fólk kirkj­unnar hefði sýnt fólk­inu vin­semd, leyft því að hlaða síma, gefið því kaffi og jafn­vel mat. Versl­un­ar­eig­and­inn segir að návist Róma­fólks­ins hafi mikil áhrif á við­skipt­in, mun færri kúnnar komi nú í búð­ina. Svip­aða sögu er að segja frá fleiri kirkjum í Kaup­manna­höfn, meðal ann­ars Frú­ar­kirkj­unni í gamla háskóla­hverf­inu. Opin og auð svæði, gjarnan svo­lítið úr alfara­leið eru líka vin­sælir dval­ar­staðir Róma­fólks­ins.

Ný og strang­ari lög

Fyrir nokkrum dögum til­kynnti Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra að hann myndi leggja fyrir þingið frum­varp um strang­ari við­ur­lög við betli, þegar eru í gildi lög sem banna fólki að sofa á götum og opnum svæð­um. Ráð­herr­ann greindi frá því í umræðum á síð­asta eig­in­lega fund­ar­degi þings­ins, Fol­ket­in­get, að á fundi þing­flokks­for­manna hefði náðst sam­komu­lag um að frum­varp þetta fengi „flýti­með­ferð með afbrigð­um“ eins og hann orð­aði það og yrði að lögum 14. júní. Fram kom í máli ráð­herr­ans að refs­ing við betli, „utryg­heds­ska­bende tig­geri“ yrði 14 daga óskil­orðs­bundið fang­elsi. Einnig verður fólki óheim­ilt að koma aftur á svæði þar sem það hefur áður verið sektað fyrir að haf­ast við.

Yfir­borg­ar­stjór­inn í Kaup­manna­höfn fagnar þessum við­brögðum stjórn­ar­innar en sagð­ist, í við­tali við Kristeligt Dag­blad, álíta að Evr­ópu­sam­bandið yrði að móta ein­hverja stefnu í mál­efnum Róma­fólks. 1. apríl síð­ast­lið­inn tóku reyndar gildi lög sem heim­il­uðu lög­reglu að rýma svæði þar sem fólk hefði komið sér fyrir í leyf­is­leysi. Lög­reglan hef­ur, síðan lögin tóku gildi, rýmt sam­tals 25 svæði og gefið út rúm­lega 120 ákær­ur, sem leiða til sekta. Að sögn lög­reglu er stærstur hluti þessa hóps kom­inn frá Rúm­en­íu.

Her­ferð gegn til­teknum hópi

Ekki eru allir jafn hrifnir af þessum nýju lög­um. Preben Brandt for­maður sam­tak­anna „Uden­for“ sem berst fyrir rétt­indum minni­hluta­hópa segir þessu nýja frum­varpi aug­ljós­lega beint gegn Róma­fólk­inu, og kallar norna­veið­ar. „Og hvað þýðir þetta sem for­sæt­is­ráð­herr­ann kallar „utryg­heds­ska­bende tig­geri“ skapar það óör­yggi að karl sitji á kassa, með betlidollu fyrir framan sig og spili á harm­on­ikku? Nær væri að grípa til raun­hæfra aðgerða“ sagði Preben Brandt.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiErlent