Rómafólkið í Kaupmannahöfn

Ríkisstjórn Danmerkur bregst við bréfi sem borgarstjóri Kaupmannahafnar skrifaði forsætisráðherra og lýsti vaxandi vanda vegna fjölgun heimilislausra í borginni.

rómafólk
Auglýsing

Sem kunnugt er geta borgarar þeirra Evrópusambandslanda sem eru aðilar að Schengen-samkomulaginu um frjálsa för ferðast hindrunarlaust milli landanna á Schengen-svæðinu og dvalist í allt að þrjá mánuði í hverju landi.

Að undanförnu hefur fólki sem kemur frá Austur-Evrópu til Danmerkur fjölgað mjög. Einkum er um að ræða svonefnt Rómafólk, Rómana, þann hóp fólks sem áður kölluðust sígaunar. Fólk sem hefur ekki fasta búsetu, né vinnu, en fer stað úr stað, land úr landi og lifir á betli og ýmis konar snöpum. Tala sitt eigið tungumál, romani.

Uppruninn er óljós

Uppruni Rómana er mjög óljós og þar hafa lengi verið ýmsar kenningar á lofti. Margir sagnfræðingar hallast nú að því að Rómanar hafi upphaflega komið frá Indlandi til Evrópu, sennilega á 11.öld. Þeir hafi alla tíð verið fyrirlitnir (og áður fyrr jafnvel réttdræpir), enginn hafi kært sig um þá og þeir iðulega verið flæmdir á brott þaðan sem þeir höfðu komið sér fyrir og þannig flækst landúr landi.

Auglýsing

Á valdatíma nasista í Þýskalandi er talið að ein milljón Rómana, að minnsta kosti, hafi verið teknir af lífi. Spánverjar sendu þúsundir Rómana í sérstakar búðir á stríðsárunum. Svíar og Danir skrásettu á stríðsárunum Rómana ásamt mynd að viðkomandi og ýmsum persónuupplýsingum. Í dönsku skráningarskýrslunni er sígaunum (eins og það var orðað) lýst sem samfélagslegu vandamáli.

Í skýrslu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) frá árinu 2004 kom fram að árið 1999 hefði verið kveikt í 14 þúsund húsum í Kosovo, þar sem Rómanar bjuggu og þau brennd til grunna. Í Kosovo bjuggu á þeim tíma 150 þúsund Rómanar og samkvæmt skýrslu SÞ flýðu 80 prósent þeirra vegna ofsókna sem þeir sættu í kjölfar átakanna í Kosovo. Þessi örfáu dæmi sýna að Rómanar hafa lengi mátt sæta margs konar niðurlægingu og alla tíð lifað í mikilli fátækt.

Uppruni Rómana er óljós og ýmsar kenningar hafa verið á lofti.

6 milljónir í löndum ESB

Stríðsátök og umrót í Evrópu áratugum saman á liðinni öld gerðu Rómönum erfitt fyrir. Þeir höfðu haft þann háttinn á að þegar þeir voru flæmdir á brott þaðan sem þeir höfðu komið sér fyrir færðu þeir sig um set og settu sig niður. Flest, eða nær öll, lönd Austur og Vestur-Evrópu kröfðust þess að íbúar hefðu fasta búsetu. Mörg lönd brugðu á það ráð að neyða Rómana til búsetu í tilteknum hverfum (fátækrahverfum) þar sem mikill fjöldi þeirra býr enn í dag.

Engar áreiðanlegar upplýsingar eru til fjölda Rómana en talið að innan landa Evrópusambandsins geti þeir verið allt að 6 milljónir, fleiri en til dæmis íbúar Danmerkur. Þegar Búlgaría og Rúmenía fengu aðild að Evrópusambandinu, og Schengen, árið 2007 var, eins og áður var getið, auðveldara að fara milli landi, og það gilti auðvitað um Rómana líkt og aðra.

Sækja til Danmerkur

Eins og áður var nefnt hefur Rómönum fjölgað mjög í Kaupmannahöfn á undanförnum mánuðum. Þar hafa þeir lifað á því að hirða flöskur og dósir og fá tekjur af skilagjaldinu. Vasaþjófnuðum hefur fjölgað mikið í borginni og borgaryfirvöld telja engan vafa á að Rómanar eigi þar oft hlut að máli. Margir smákaupmenn banna Rómönum að koma inn fyrir dyr, segja að þeir steli úr hillunum. Margir Rómanar reyna að lifa á betli, sitja á strætum og torgum, við dyr verslana og víðar.

Þótt betl sé bannað með lögum í Danmörku eru þess einungis örfá dæmi að dæmt hafi verið vegna slíks. Áður en hægt er að kæra einstakling fyrir betl þarf viðkomandi fyrst að hafa fengið áminningu, viðvörun. Til þess að veita slíka áminningu þarf lögreglan að vita nafn viðkomandi og ekki er ætíð auðvelt að fá það upplýst.

Enginn veit hve margir Rómanar halda sig á Kaupmannahafnarsvæðinu en þeir skipta, að mati borgaryfirvalda, mörgum hundruðum og eru ekki aufúsugestir. Undanfarið hefur mikið verið fjallað um þá í dönskum fjölmiðlum og áðurnefnt bréf Frank Jensens, yfirborgarstjóra Kaupmannahafnar, til forsætisráðherrans varð til þess að vekja athygli fjölmargra þingmanna.

Þingmönnum Danska þjóðarflokksins hefur reyndar um margra mánaða skeið verið tíðrætt um „þessa plágu“ eins og þeir orða það gjarnan og hafa margoft kvartað yfir aðgerðaleysi lögreglu og yfirvalda.

Svæði umhverfis kirkjur vinsælir dvalarstaðir

Við Strikið í Kaupmannahöfn, nokkurn veginn miðja vegu milli Kóngsins Nýjatorgs og Ráðhússtorgsins stendur Heilagsandakirkjan. Í garðinum við kirkjuna hefur hópur Rómana hafst við um nokkurt skeið. Þessu fólki fylgir mikill óþrifnaður og alls konar drasl um allan garð og þótt starfsfólk kirkjunnar geri sitt besta til að fjarlægja það dugir það ekki til. Rómanarnir gera líka stykki sín, stór og smá í garðinum og því fylgir mikill óþrifnaður. Starfsfólki kirkjunnar hefur verið boðin bólusetning gegn lifrarbólgu, í öryggisskyni.

Við Maríukirkjuna á Istedgade, skammt frá Aðaljárnbrautarstöðinni hefur hópur Rómana hreiðrað um sig. Verslunareigandi í næsta nágrenni kirkjunnar sagði í viðtali að hópurinn færi sístækkandi, kannski væri ástæðan sú að starfsfólk kirkjunnar hefði sýnt fólkinu vinsemd, leyft því að hlaða síma, gefið því kaffi og jafnvel mat. Verslunareigandinn segir að návist Rómafólksins hafi mikil áhrif á viðskiptin, mun færri kúnnar komi nú í búðina. Svipaða sögu er að segja frá fleiri kirkjum í Kaupmannahöfn, meðal annars Frúarkirkjunni í gamla háskólahverfinu. Opin og auð svæði, gjarnan svolítið úr alfaraleið eru líka vinsælir dvalarstaðir Rómafólksins.

Ný og strangari lög

Fyrir nokkrum dögum tilkynnti Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra að hann myndi leggja fyrir þingið frumvarp um strangari viðurlög við betli, þegar eru í gildi lög sem banna fólki að sofa á götum og opnum svæðum. Ráðherrann greindi frá því í umræðum á síðasta eiginlega fundardegi þingsins, Folketinget, að á fundi þingflokksformanna hefði náðst samkomulag um að frumvarp þetta fengi „flýtimeðferð með afbrigðum“ eins og hann orðaði það og yrði að lögum 14. júní. Fram kom í máli ráðherrans að refsing við betli, „utryghedsskabende tiggeri“ yrði 14 daga óskilorðsbundið fangelsi. Einnig verður fólki óheimilt að koma aftur á svæði þar sem það hefur áður verið sektað fyrir að hafast við.

Yfirborgarstjórinn í Kaupmannahöfn fagnar þessum viðbrögðum stjórnarinnar en sagðist, í viðtali við Kristeligt Dagblad, álíta að Evrópusambandið yrði að móta einhverja stefnu í málefnum Rómafólks. 1. apríl síðastliðinn tóku reyndar gildi lög sem heimiluðu lögreglu að rýma svæði þar sem fólk hefði komið sér fyrir í leyfisleysi. Lögreglan hefur, síðan lögin tóku gildi, rýmt samtals 25 svæði og gefið út rúmlega 120 ákærur, sem leiða til sekta. Að sögn lögreglu er stærstur hluti þessa hóps kominn frá Rúmeníu.

Herferð gegn tilteknum hópi

Ekki eru allir jafn hrifnir af þessum nýju lögum. Preben Brandt formaður samtakanna „Udenfor“ sem berst fyrir réttindum minnihlutahópa segir þessu nýja frumvarpi augljóslega beint gegn Rómafólkinu, og kallar nornaveiðar. „Og hvað þýðir þetta sem forsætisráðherrann kallar „utryghedsskabende tiggeri“ skapar það óöryggi að karl sitji á kassa, með betlidollu fyrir framan sig og spili á harmonikku? Nær væri að grípa til raunhæfra aðgerða“ sagði Preben Brandt.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiErlent