Tekjuviðmiðum fyrir gjafsóknir breytt

Breytingin felur í sér hækkun viðmiðunarfjárhæða gjafsóknar. Þannig mega tekjur einstaklings ekki nema hærri fjárhæð en 3,6 milljóna í stað 2 milljóna áður. Sama upphæð fyrir hjón eða sambúðarfólk hækkar úr 3 milljónum í 5,4 milljónir.

Héraðsdómur Reykjavíkur - Salur 201
Auglýsing

Um mán­að­ar­mótin síð­ast­liðin tók í gildi reglu­gerð dóms­mála­ráð­herra um breyt­ingu á skil­yrðum og starfs­hætti gjaf­sókn­ar­nefndar en reglur um gjaf­sókn segja til um í hvaða til­vikum kostn­aður við dóms­mál ein­stak­lings er greitt úr rík­is­sjóði.

Breyt­ingin felur í sér hækkun við­mið­un­ar­fjár­hæða gjaf­sókn­ar. Þannig mun við mat á því hvort veita skuli ein­stak­lingi gjaf­sókn fram­vegis miða við að tekjur hans nemi ekki hærri fjár­hæð en kr. 3.600.000 í stað kr. 2.000.000 áður. Sama upp­hæð fyrir hjón eða sam­búð­ar­fólk hækkar úr kr. 3.000.000 í kr. 5.400.000. Þá skulu við­mið­un­ar­mörk tekna hækka um kr. 400.000 fyrir hvert barn á fram­færi umsækj­anda í stað kr. 250.000 áður. Loks er kveðið á um það í reglu­gerð­inni að fram­an­greindar fjár­hæðir taki breyt­ingum miðað við vísi­tölu neyslu­verðs 1. jan­úar ár hvert.

Af hverju skiptir þetta máli?

Lágar fjár­hæðir í reglum um gjaf­sókn hafa lengi verið gagn­rýnd­ar. Ragnar Aðal­steins­son lög­maður segir til dæmis í nýlegu við­tali við Stund­ina að gjaf­sókn­ar­kerfið sé ónýtt. „Við hér á stof­unni höfum fengið til okkar fólk sem hefur viljað áfrýja málum sem það hefur tapað í í hér­aði, fólk sem ekki hefur getað borgað neitt. Við höfum þá sótt um gjaf­sókn fyrir það en fengið neitun með þeim rök­semdum að hér­aðs­dóm­ur­inn sé svo góð­ur, það þurfi ekki að áfrýja mál­inu. Það er hins vegar ekki gjaf­sókn­ar­nefndar að taka afstöðu til þess en þeir telja að svo sé. Þá höfum við þurft að áfrýja mál­inu á okkar kostnað og á okkar áhættu. Við höfum hins vegar unnið slík mál, fleiri en eitt og fleiri en tvö. Svo má líka nefna að tekju­við­miðin sem lögð eru fyrir gjaf­sókn eru langt neðan við allt og meira að segja hafa ráð­herrar sett reglu­gerðir sem tak­marka slíkt enn frek­ar.“

Auglýsing

Ragnar sagði þetta standa rétt­ar­rík­inu fyrir þrif­um, það er þeim hluta borg­ar­anna sem höllustum fæti stendur í sam­fé­lag­inu. Erfitt sé að kom­ast fyrir dóm­stóla með rétt­inda­mál almenn­ings, því það sé alltof dýrt og mögu­leik­inn á gjaf­sókn oft lít­ill sem eng­inn.

Í lögum um með­ferð einka­mála segir að gjaf­sókn verði aðeins veitt ef mál­staður umsækj­anda gefi nægi­legt til­efni til máls­höfð­unar eða málsvarnar og öðru hvoru eft­ir­far­andi skil­yrða er að auki full­nægt:

a. að fjár­hag umsækj­anda sé þannig háttað að kostn­aður af gæslu hags­muna hans í máli yrði honum fyr­ir­sjá­an­lega ofviða, enda megi telj­ast eðli­legt að öðru leyti að gjaf­sókn sé kostuð af almanna­fé,

b. að úrlausn máls hafi veru­lega almenna þýð­ingu eða varði veru­lega miklu fyrir atvinnu, félags­lega stöðu eða aðra einka­hagi umsækj­anda.

Páfinn harmar glæpi presta gegn börnum
Prestar innan kaþólsku kirkjunnar hafa gerst sekir um að misnota þúsundir barna. Nýleg mál í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sýna að yfirhylmingum var beitt til að þagga málin niður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Ráðamenn funduðu um stöðu flugfélaga
WOW Air er í þröngri fjárhagsstöðu og leita nú aukins fjár til að geta haldið vexti sínum áfram. Stjórnvöld fylgjast náið með gangi mála.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Telja ekki skynsamlegt að breyta sköttum verulega á ökutæki og eldsneyti
Starfshópur telur gildandi kerfi skattlagningar ökutækja og eldsneytis í meginatriðum einfalt og haganlegt og telur ekki skynsamlegt að það taki stakkaskiptum.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Þorvaldur Logason
Landráðasamsæri vinstri stjórnarinnar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Jón Pétursson
Jón Pétursson nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs
Formaður Miðflokksins ræður nýjan aðstoðarmann.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2013
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2013.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Auðlindagjöld og hagrænir hvatar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Sauðfjár- og kúabúum fer fækkandi
Búum með sauðfjárrækt sem aðalstarfsemi hefur fækkað um tæplega 14 prósent síðan árið 2008 og kúabúum með ræktun mjólkurkúa hefur fækkað um tæplega 11 prósent.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiInnlent