Farþegum Icelandair fækkar um 5 prósent

Fjöldi farþega Icelandair og sætanýting félagsins minnkaði milli júlímánaða, þrátt fyrir að sætaframboð hafi minnkað að sama skapi. Icelandair segir ástæðuna vera minni ásókn í nýjum ferðum til N-Ameríku og yfir Atlantshafið.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
AuglýsingFar­þega­fjöldi Icelandair hefur minnkað um 5 pró­sent milli júlí­mán­aða 2017 og 2018. Enn fremur lækk­aði sæta­nýt­ing félags­ins, þrátt fyrir minna fram­boð af sæt­um. Sam­kvæmt flug­fé­lag­inu eru helstu ástæður fækk­un­ar­innar minni eft­ir­spurn af N-Am­er­íkuflugum og flugum þvert yfir N-Atl­ants­haf­ið. Þetta kemur fram í flutn­inga­tölum Icelandair sem birtar voru á vef Kaup­hall­ar­innar í gær.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu flug­fé­lags­ins liggur stór þáttur fækk­un­ar­innar í minni sölu á N-Am­er­íkuflugum félags­ins, en sala á áfanga­staði í N-Am­er­íku hefur ekki fylgt fram­boðs­aukn­ing­unni á nýjum flug­félum þang­að. 

Til sam­an­burðar var sæta­nýt­ing á leiðum félags­ins í Evr­ópu 90,7% og jókst um 2,9 pró­sentu­stig milli ára, á meðan sæta­nýt­ing á leiðum í N-Am­er­íku var 81,9% og lækk­aði um 8,9 pró­sentu­stig milli mán­aða. Heild­ar­fjöldi far­þega Icelandair í júlí nam svo 519 þús­undum og lækk­aði um 5% milli ára frá 545 þús­undum í júlí í fyrra. 

Auglýsing

Umferð­ar­mið­stöð Atl­ants­hafs­flugs

Ásamt færri flugum til nýrra áfanga­staða í N-Am­er­íku kemur fram í til­kynn­ingu Icelandair að far­þegar í N-Atl­ants­hafs­flugum þess fari fækk­andi, á sama tíma sem fjöldi far­þega á heima­mark­að­inum frá Íslandi og ferða­manna­mark­að­inum ti Íslands jókst milli ára. Kjarn­inn hafði í síð­ustu viku eftir Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við Háskóla Íslands að Ísland muni gegna lyk­il­hlut­verki í Atl­ants­hafs­flugi í fram­tíð­inni með auknum netá­hrif­um. Þar taldi Ásgeir þessa þróun munu halda áfram, hvort sem íslensku flug­fé­lögin verði áfram leið­andi í þeirri þróun eða hve mikið af þessu ferða­fólki geri sér ferð inn í landið sjálft. 

Tölur um fækkun far­þega Icelandair eru enn ein vís­bend­ing um versn­andi afkomu íslensku flug­fé­lag­anna Icelandair og WOW air. Kjarn­inn fjall­aði um nýbirt hálfs­árs­upp­gjör hins fyrr­nefnda, sem tap­aði 6,3 millj­örðum króna á fyrri helm­ingi árs. WOW air hefur hins vegar ekki birt árs­reikn­ing fyrir árið 2017 eða upp­lýs­ingar um rekstur félags­ins á þessu ári. Búist er við skil á árs­reikn­ingi félags­ins síðar í þessum mán­uði eða byrjun þess næsta. 

Meira úr sama flokkiInnlent