Farþegum Icelandair fækkar um 5 prósent

Fjöldi farþega Icelandair og sætanýting félagsins minnkaði milli júlímánaða, þrátt fyrir að sætaframboð hafi minnkað að sama skapi. Icelandair segir ástæðuna vera minni ásókn í nýjum ferðum til N-Ameríku og yfir Atlantshafið.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
AuglýsingFar­þega­fjöldi Icelandair hefur minnkað um 5 pró­sent milli júlí­mán­aða 2017 og 2018. Enn fremur lækk­aði sæta­nýt­ing félags­ins, þrátt fyrir minna fram­boð af sæt­um. Sam­kvæmt flug­fé­lag­inu eru helstu ástæður fækk­un­ar­innar minni eft­ir­spurn af N-Am­er­íkuflugum og flugum þvert yfir N-Atl­ants­haf­ið. Þetta kemur fram í flutn­inga­tölum Icelandair sem birtar voru á vef Kaup­hall­ar­innar í gær.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu flug­fé­lags­ins liggur stór þáttur fækk­un­ar­innar í minni sölu á N-Am­er­íkuflugum félags­ins, en sala á áfanga­staði í N-Am­er­íku hefur ekki fylgt fram­boðs­aukn­ing­unni á nýjum flug­félum þang­að. 

Til sam­an­burðar var sæta­nýt­ing á leiðum félags­ins í Evr­ópu 90,7% og jókst um 2,9 pró­sentu­stig milli ára, á meðan sæta­nýt­ing á leiðum í N-Am­er­íku var 81,9% og lækk­aði um 8,9 pró­sentu­stig milli mán­aða. Heild­ar­fjöldi far­þega Icelandair í júlí nam svo 519 þús­undum og lækk­aði um 5% milli ára frá 545 þús­undum í júlí í fyrra. 

Auglýsing

Umferð­ar­mið­stöð Atl­ants­hafs­flugs

Ásamt færri flugum til nýrra áfanga­staða í N-Am­er­íku kemur fram í til­kynn­ingu Icelandair að far­þegar í N-Atl­ants­hafs­flugum þess fari fækk­andi, á sama tíma sem fjöldi far­þega á heima­mark­að­inum frá Íslandi og ferða­manna­mark­að­inum ti Íslands jókst milli ára. Kjarn­inn hafði í síð­ustu viku eftir Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við Háskóla Íslands að Ísland muni gegna lyk­il­hlut­verki í Atl­ants­hafs­flugi í fram­tíð­inni með auknum netá­hrif­um. Þar taldi Ásgeir þessa þróun munu halda áfram, hvort sem íslensku flug­fé­lögin verði áfram leið­andi í þeirri þróun eða hve mikið af þessu ferða­fólki geri sér ferð inn í landið sjálft. 

Tölur um fækkun far­þega Icelandair eru enn ein vís­bend­ing um versn­andi afkomu íslensku flug­fé­lag­anna Icelandair og WOW air. Kjarn­inn fjall­aði um nýbirt hálfs­árs­upp­gjör hins fyrr­nefnda, sem tap­aði 6,3 millj­örðum króna á fyrri helm­ingi árs. WOW air hefur hins vegar ekki birt árs­reikn­ing fyrir árið 2017 eða upp­lýs­ingar um rekstur félags­ins á þessu ári. Búist er við skil á árs­reikn­ingi félags­ins síðar í þessum mán­uði eða byrjun þess næsta. 

Páfinn harmar glæpi presta gegn börnum
Prestar innan kaþólsku kirkjunnar hafa gerst sekir um að misnota þúsundir barna. Nýleg mál í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sýna að yfirhylmingum var beitt til að þagga málin niður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Ráðamenn funduðu um stöðu flugfélaga
WOW Air er í þröngri fjárhagsstöðu og leita nú aukins fjár til að geta haldið vexti sínum áfram. Stjórnvöld fylgjast náið með gangi mála.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Telja ekki skynsamlegt að breyta sköttum verulega á ökutæki og eldsneyti
Starfshópur telur gildandi kerfi skattlagningar ökutækja og eldsneytis í meginatriðum einfalt og haganlegt og telur ekki skynsamlegt að það taki stakkaskiptum.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Þorvaldur Logason
Landráðasamsæri vinstri stjórnarinnar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Jón Pétursson
Jón Pétursson nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs
Formaður Miðflokksins ræður nýjan aðstoðarmann.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2013
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2013.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Auðlindagjöld og hagrænir hvatar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Sauðfjár- og kúabúum fer fækkandi
Búum með sauðfjárrækt sem aðalstarfsemi hefur fækkað um tæplega 14 prósent síðan árið 2008 og kúabúum með ræktun mjólkurkúa hefur fækkað um tæplega 11 prósent.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiInnlent