Farþegum Icelandair fækkar um 5 prósent

Fjöldi farþega Icelandair og sætanýting félagsins minnkaði milli júlímánaða, þrátt fyrir að sætaframboð hafi minnkað að sama skapi. Icelandair segir ástæðuna vera minni ásókn í nýjum ferðum til N-Ameríku og yfir Atlantshafið.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
AuglýsingFar­þega­fjöldi Icelandair hefur minnkað um 5 pró­sent milli júlí­mán­aða 2017 og 2018. Enn fremur lækk­aði sæta­nýt­ing félags­ins, þrátt fyrir minna fram­boð af sæt­um. Sam­kvæmt flug­fé­lag­inu eru helstu ástæður fækk­un­ar­innar minni eft­ir­spurn af N-Am­er­íkuflugum og flugum þvert yfir N-Atl­ants­haf­ið. Þetta kemur fram í flutn­inga­tölum Icelandair sem birtar voru á vef Kaup­hall­ar­innar í gær.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu flug­fé­lags­ins liggur stór þáttur fækk­un­ar­innar í minni sölu á N-Am­er­íkuflugum félags­ins, en sala á áfanga­staði í N-Am­er­íku hefur ekki fylgt fram­boðs­aukn­ing­unni á nýjum flug­félum þang­að. 

Til sam­an­burðar var sæta­nýt­ing á leiðum félags­ins í Evr­ópu 90,7% og jókst um 2,9 pró­sentu­stig milli ára, á meðan sæta­nýt­ing á leiðum í N-Am­er­íku var 81,9% og lækk­aði um 8,9 pró­sentu­stig milli mán­aða. Heild­ar­fjöldi far­þega Icelandair í júlí nam svo 519 þús­undum og lækk­aði um 5% milli ára frá 545 þús­undum í júlí í fyrra. 

Auglýsing

Umferð­ar­mið­stöð Atl­ants­hafs­flugs

Ásamt færri flugum til nýrra áfanga­staða í N-Am­er­íku kemur fram í til­kynn­ingu Icelandair að far­þegar í N-Atl­ants­hafs­flugum þess fari fækk­andi, á sama tíma sem fjöldi far­þega á heima­mark­að­inum frá Íslandi og ferða­manna­mark­að­inum ti Íslands jókst milli ára. Kjarn­inn hafði í síð­ustu viku eftir Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við Háskóla Íslands að Ísland muni gegna lyk­il­hlut­verki í Atl­ants­hafs­flugi í fram­tíð­inni með auknum netá­hrif­um. Þar taldi Ásgeir þessa þróun munu halda áfram, hvort sem íslensku flug­fé­lögin verði áfram leið­andi í þeirri þróun eða hve mikið af þessu ferða­fólki geri sér ferð inn í landið sjálft. 

Tölur um fækkun far­þega Icelandair eru enn ein vís­bend­ing um versn­andi afkomu íslensku flug­fé­lag­anna Icelandair og WOW air. Kjarn­inn fjall­aði um nýbirt hálfs­árs­upp­gjör hins fyrr­nefnda, sem tap­aði 6,3 millj­örðum króna á fyrri helm­ingi árs. WOW air hefur hins vegar ekki birt árs­reikn­ing fyrir árið 2017 eða upp­lýs­ingar um rekstur félags­ins á þessu ári. Búist er við skil á árs­reikn­ingi félags­ins síðar í þessum mán­uði eða byrjun þess næsta. 

Skuldabréfaeigendur tilbúnir að leggja sitt af mörkum - Lítill tími til stefnu
Skuldabréfaeigendur WOW air eru tilbúnir að taka hlut í félaginu í skiptum fyrir niðurfellingu skulda.
Kjarninn 25. mars 2019
Aflýsa flugi frá London - Rauðglóandi síminn hjá Neytendasamtökunum
Forsvarsmenn WOW air reyna nú allt til að bjarga félaginu frá gjaldþroti.
Kjarninn 25. mars 2019
Ríkislögmaður neitar að afhenda gögn - Kjarninn kærir
Kjarninn óskaði eftir því frá forsætisráðuneytinu, að fá afhent sérfræðiálit og gögn frá þeim sem veittu Ríkislögmanni ráðgjöf í hinu svokallaða Landsréttarmáli.
Kjarninn 25. mars 2019
Þröstur Ólafsson
Samábyrgð og þau afétnu
Kjarninn 25. mars 2019
Bjarni Benediktsson
Ríkisstjórnin með tilbúnar áætlanir ef rekstur WOW air stöðvast
Fjármála- og efnahagsráðherra segir stjórnvöld vera viðbúin ef rekstur WOW air stöðvast. Hann segir þó ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur sem þennan.
Kjarninn 25. mars 2019
Flestar áskriftir Alþingis eru að Morgunblaðinu
Alþingi er með 13 áskriftir að Morgunblaðinu auk netáskrifta, sem og aðgang að gagnasafni mbl.is.
Kjarninn 25. mars 2019
HS Orka á tvö orkuver, í Svartsengi og svo Reykjanesvirkjun.
Meirihlutinn í HS Orku seldur fyrir 37 milljarða króna
Búið er að skrifa undir kaupsamning á meirihluta hlutafjár í eina íslenska orkufyrirtækinu sem er í einkaeigu.
Kjarninn 25. mars 2019
Dauðastríðið hjá WOW air á lokametrunum
Það ætti að skýrast í dag eða í síðasta lagi á allra næstu dögum hvort flugfélagið WOW air verði áfram til. Forsvarsmenn þess eru nú í kappi við tímann að ná fram nýrri lausn eftir að bæði Indigo Partners og Icelandair ákváðu að fjárfesta ekki í félaginu.
Kjarninn 25. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent