Farþegum Icelandair fækkar um 5 prósent

Fjöldi farþega Icelandair og sætanýting félagsins minnkaði milli júlímánaða, þrátt fyrir að sætaframboð hafi minnkað að sama skapi. Icelandair segir ástæðuna vera minni ásókn í nýjum ferðum til N-Ameríku og yfir Atlantshafið.

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
AuglýsingFar­þega­fjöldi Icelandair hefur minnkað um 5 pró­sent milli júlí­mán­aða 2017 og 2018. Enn fremur lækk­aði sæta­nýt­ing félags­ins, þrátt fyrir minna fram­boð af sæt­um. Sam­kvæmt flug­fé­lag­inu eru helstu ástæður fækk­un­ar­innar minni eft­ir­spurn af N-Am­er­íkuflugum og flugum þvert yfir N-Atl­ants­haf­ið. Þetta kemur fram í flutn­inga­tölum Icelandair sem birtar voru á vef Kaup­hall­ar­innar í gær.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu flug­fé­lags­ins liggur stór þáttur fækk­un­ar­innar í minni sölu á N-Am­er­íkuflugum félags­ins, en sala á áfanga­staði í N-Am­er­íku hefur ekki fylgt fram­boðs­aukn­ing­unni á nýjum flug­félum þang­að. 

Til sam­an­burðar var sæta­nýt­ing á leiðum félags­ins í Evr­ópu 90,7% og jókst um 2,9 pró­sentu­stig milli ára, á meðan sæta­nýt­ing á leiðum í N-Am­er­íku var 81,9% og lækk­aði um 8,9 pró­sentu­stig milli mán­aða. Heild­ar­fjöldi far­þega Icelandair í júlí nam svo 519 þús­undum og lækk­aði um 5% milli ára frá 545 þús­undum í júlí í fyrra. 

Auglýsing

Umferð­ar­mið­stöð Atl­ants­hafs­flugs

Ásamt færri flugum til nýrra áfanga­staða í N-Am­er­íku kemur fram í til­kynn­ingu Icelandair að far­þegar í N-Atl­ants­hafs­flugum þess fari fækk­andi, á sama tíma sem fjöldi far­þega á heima­mark­að­inum frá Íslandi og ferða­manna­mark­að­inum ti Íslands jókst milli ára. Kjarn­inn hafði í síð­ustu viku eftir Ásgeir Jóns­son, dós­ent í hag­fræði við Háskóla Íslands að Ísland muni gegna lyk­il­hlut­verki í Atl­ants­hafs­flugi í fram­tíð­inni með auknum netá­hrif­um. Þar taldi Ásgeir þessa þróun munu halda áfram, hvort sem íslensku flug­fé­lögin verði áfram leið­andi í þeirri þróun eða hve mikið af þessu ferða­fólki geri sér ferð inn í landið sjálft. 

Tölur um fækkun far­þega Icelandair eru enn ein vís­bend­ing um versn­andi afkomu íslensku flug­fé­lag­anna Icelandair og WOW air. Kjarn­inn fjall­aði um nýbirt hálfs­árs­upp­gjör hins fyrr­nefnda, sem tap­aði 6,3 millj­örðum króna á fyrri helm­ingi árs. WOW air hefur hins vegar ekki birt árs­reikn­ing fyrir árið 2017 eða upp­lýs­ingar um rekstur félags­ins á þessu ári. Búist er við skil á árs­reikn­ingi félags­ins síðar í þessum mán­uði eða byrjun þess næsta. 

Miðflokkurinn hrynur í fylgi og Framsókn eykur við sig
Töluverðar sviptingar eru á fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri könnun MMR.
Kjarninn 14. desember 2018
Vilhjálmur Árnason, stjórnarformaður Siðfræðistofnunar.
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum
Siðfræðistofnun verður stjórnvöldum til ráðgjafar í siðfræðilegum efnum tímabilið 1. janúar 2019 til 31. desember 2021. Greiðslur úr ríkissjóði fyrir verkið munu nema 10 milljónum króna árlega.
Kjarninn 14. desember 2018
Græðgi og spilling kemur enn upp í huga almennings - Bankasala framundan
Kannanir sem gerðar voru fyrir starfshóp stjórnvalda sem skilaði af sér Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið benda til þess að hrun fjármálakerfisins sé enn ferskt í minni almennings.
Kjarninn 14. desember 2018
Sératkvæði fyrrverandi stjórnarformanns VÍS ekki birt í skýrslu tilnefningarnefndar
Helga Hlín Hákonardóttir, fyrrverandi stjórnarformaður VÍS, sagði sig úr tilnefningarnefnd félagsins fyrr í vikunni. Ástæðan er sú að hún vildi birta sératkvæði um hvernig næsta stjórn ætti að vera skipuð. Það var ekki birt í skýrslu nefndarinnar.
Kjarninn 14. desember 2018
Skúli: Gerði mikil mistök en nú förum við til baka í „gömlu sýnina“
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air, sagði í viðtali við Kastljós að hann hafi fulla trú á því að það muni takast að ná samningum við Indigo Partners.
Kjarninn 13. desember 2018
45 prósent álagning íslenskra banka - Það er ríkisins að hagræða
Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir í grein í Fréttablaðinu, að íslenska ríkið þurfi að beita sér fyrir hagræðingu og skilvirkni í bankakerfinu.
Kjarninn 13. desember 2018
Til sjávar og sveita ýtt úr vör
Viðskiptahraðallinn er ætlaður til að efla frumkvöðlastarfi í sjávarútvegi og landbúnaði.
Kjarninn 13. desember 2018
Eina leiðin til að bjarga WOW air
WOW air hefur sagt upp hundruð starfsmanna, hættir að fljúga til Indlands og Los Angeles og mun hafa fækkað vélum sínum úr 24 í 11 á mjög skömmum tíma. Forstjórinn viðurkennir að rangar ákvarðanir í rekstri séu ástæða stöðunnar.
Kjarninn 13. desember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent