Gjaldeyriskrísa í Tyrklandi

Tyrkneska líran hefur verið í frjálsu falli á síðustu dögum vegna deilna við Bandaríkjastjórn. Tyrkir óttast efnahagskreppu en gjaldmiðillinn hefur veikst mikið á síðustu mánuðum auk þess sem verðbólga hefur stigið hratt.

Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti
Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti
Auglýsing

Tyrk­neska líran hefur hrapað í verði á síð­ustu dögum eftir að Banda­ríkja­stjórn til­kynnti að hún myndi beita frek­ari við­skipta­þving­unum og tolla­hækk­unum gegn Tyrk­landi. Með atburðum vik­unnar aukast lík­urnar á efna­hag­skreppu í land­inu, þar sem gjald­miðil þeirra hefur verið í frjálsu falli og verð­bólgan náð met­hæðum á síð­ustu miss­er­um. CNN og Guar­dian greina frá. 

Sam­kvæmt frétt CNN hefur líran fallið um 40% í verði gegn Banda­ríkja­dal það sem af er ári og heldur áfram að veikj­ast þrátt fyrir ítrekuð ræðu­höld Tyrk­lands­for­seta til að róa mark­að­ina. Á meðan gjald­mið­ill­inn veikt­ist hratt fyrr í dag til­kynnti svo Don­ald Trump ­Banda­ríkja­for­seti með Twitt­er-­færslu að tollar á inn­fluttu stáli og áli frá Tyrk­landi yrðu hækk­aðir enn frek­ar. Færsl­una má sjá hér að neð­an. Minna traust til lírunnar

Ástæða veik­ingar lírunnar eru marg­þætt­ar, en sam­kvæmt báðum miðl­unum stafar hún fyrst og fremst af minna trausti erlendra fjár­festa til gjald­mið­ils­ins. Verð­bólgan í land­inu hefur stigið hratt frá árs­byrjun 2017, en for­seti Tyrk­lands, Recep Ta­yyip Er­dogan, hefur beitt sér gegn því að stýri­vext­ir ­seðla­bank­ans þar í landi verði hækk­að­ir. Án mik­illar hækk­unar stýri­vaxt­anna hefur reynst erfitt að bregðast við verð­bólg­unni og náði hún met­hæðum í  15 pró­sentum í síð­asta mán­uði. Grein­ing­ar­að­ilar ótt­ast efna­hag­skreppu í land­inu vegna veiks gjald­mið­ils og hárrar verð­bólgu, en fari svo gæti Tyrk­land þurft að setja á gjald­eyr­is­höft og sækja um lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Auglýsing

Á síð­ustu dögum hefur svo andað köldu milli Tyrk­lands og Banda­ríkj­anna vegna hand­töku Tyrkja á banda­rískum presti. Tyrk­nesk stjórn­völd hafa ákært prest­inn fyrir njósnir og hryðju­verka­starf­semi tengdri mis­heppn­aðri valda­ránstil­raun sem átti sér stað þar í landi fyrir tveimur árum síð­an. Banda­ríkja­stjórn hefur svarað hand­tök­unni með við­skipta­banni á tveimur tyrk­neskum ráð­herrum og varað við frek­ari aðgerðum verði prest­inum ekki sleppt.

Mörg nýmark­aðs­ríki í hættu

Kjarn­inn fjall­aði um grein Gylfa Zoëga í Vís­bend­ingu fyrr í sum­ar, en í henni var­aði hann við ýmsum hættum sem hann taldi steðja að heims­hag­kerf­inu. Þeirra á meðal voru lán nýmark­aðs­ríkja í Banda­ríkja­dölum þar sem vextir hafa hækkað und­an­farin tvö ár. Sam­hliða vaxta­hækkun Banda­ríkja­dals­ins hafa nýmark­aðs­ríkin einnig ver­ið ­neydd til að hækka sína inn­lendu vexti og þrengja enn frekar að efna­hag sín­um. Í þessu til­viki nefndi Gylfi sér­stak­lega Argent­ínu og Tyrk­land, en bætti við að lík­legt sé að Brasilía og Suð­ur­-Afr­íka muni bæt­ast í hóp þess­ara landa sem eru á barmi fjár­málakreppu í náinni fram­tíð. 

Magnús Halldórsson
Þau leynast víða tækifærin
Kjarninn 15. febrúar 2019
Uppsveifla án fordæma en nú er komið að kólnun
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði fjallar um stöðu mála í hagkerfinu og kjaraviðræðum í grein í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda í dag.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Vilja að hlutfall efnis verði lækkað svo Fréttablaðið teljist styrkhæft
Fréttablaðið uppfyllir ekki skilyrði fyrir endurgreiðslu á kostnaði við ritstjórn, samkvæmt „lauslegri“ talningu.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Ummæli í Hlíðamálinu dæmd dauð og ómerk
Hér­aðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag ummæli manns um Hlíðamálið svokallaða dauð og ómerk sem og ummæli sem birtust á netmiðlinum Hringbraut.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Fjórðungur bankastarfsmanna með yfir milljón á mánuði
Bankastarfsmenn leggja mesta áherslu á styttingu vinnuviku í yfirstandandi kjarasamningum. Meðaltal heildarlauna þeirra eru 838 þúsund krónur á mánuði. Hjá Eflingu er launahækkun langmikilvægasta baráttumálið, enda meðallaun þar 479 þúsund.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA.
Bjóða hækkun upp á 20.000 krónur á mánuði
Tilboð Samtaka atvinnulífsins til verkalýðsfélaganna hljóðar upp á að laun upp að 600.000 krónum hækki um 20.000 krónur á mánuði hvert ár samningsins.
Kjarninn 15. febrúar 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Drangajökulsvíðerni og villtasta prósentið
Kjarninn 15. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Blizzard rekur 800 manns, Apple viðburður lekur og Amazon kaupir Eero
Kjarninn 15. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiErlent