Gjaldeyriskrísa í Tyrklandi

Tyrkneska líran hefur verið í frjálsu falli á síðustu dögum vegna deilna við Bandaríkjastjórn. Tyrkir óttast efnahagskreppu en gjaldmiðillinn hefur veikst mikið á síðustu mánuðum auk þess sem verðbólga hefur stigið hratt.

Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti
Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti
Auglýsing

Tyrk­neska líran hefur hrapað í verði á síð­ustu dögum eftir að Banda­ríkja­stjórn til­kynnti að hún myndi beita frek­ari við­skipta­þving­unum og tolla­hækk­unum gegn Tyrk­landi. Með atburðum vik­unnar aukast lík­urnar á efna­hag­skreppu í land­inu, þar sem gjald­miðil þeirra hefur verið í frjálsu falli og verð­bólgan náð met­hæðum á síð­ustu miss­er­um. CNN og Guar­dian greina frá. 

Sam­kvæmt frétt CNN hefur líran fallið um 40% í verði gegn Banda­ríkja­dal það sem af er ári og heldur áfram að veikj­ast þrátt fyrir ítrekuð ræðu­höld Tyrk­lands­for­seta til að róa mark­að­ina. Á meðan gjald­mið­ill­inn veikt­ist hratt fyrr í dag til­kynnti svo Don­ald Trump ­Banda­ríkja­for­seti með Twitt­er-­færslu að tollar á inn­fluttu stáli og áli frá Tyrk­landi yrðu hækk­aðir enn frek­ar. Færsl­una má sjá hér að neð­an. Minna traust til lírunnar

Ástæða veik­ingar lírunnar eru marg­þætt­ar, en sam­kvæmt báðum miðl­unum stafar hún fyrst og fremst af minna trausti erlendra fjár­festa til gjald­mið­ils­ins. Verð­bólgan í land­inu hefur stigið hratt frá árs­byrjun 2017, en for­seti Tyrk­lands, Recep Ta­yyip Er­dogan, hefur beitt sér gegn því að stýri­vext­ir ­seðla­bank­ans þar í landi verði hækk­að­ir. Án mik­illar hækk­unar stýri­vaxt­anna hefur reynst erfitt að bregðast við verð­bólg­unni og náði hún met­hæðum í  15 pró­sentum í síð­asta mán­uði. Grein­ing­ar­að­ilar ótt­ast efna­hag­skreppu í land­inu vegna veiks gjald­mið­ils og hárrar verð­bólgu, en fari svo gæti Tyrk­land þurft að setja á gjald­eyr­is­höft og sækja um lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Auglýsing

Á síð­ustu dögum hefur svo andað köldu milli Tyrk­lands og Banda­ríkj­anna vegna hand­töku Tyrkja á banda­rískum presti. Tyrk­nesk stjórn­völd hafa ákært prest­inn fyrir njósnir og hryðju­verka­starf­semi tengdri mis­heppn­aðri valda­ránstil­raun sem átti sér stað þar í landi fyrir tveimur árum síð­an. Banda­ríkja­stjórn hefur svarað hand­tök­unni með við­skipta­banni á tveimur tyrk­neskum ráð­herrum og varað við frek­ari aðgerðum verði prest­inum ekki sleppt.

Mörg nýmark­aðs­ríki í hættu

Kjarn­inn fjall­aði um grein Gylfa Zoëga í Vís­bend­ingu fyrr í sum­ar, en í henni var­aði hann við ýmsum hættum sem hann taldi steðja að heims­hag­kerf­inu. Þeirra á meðal voru lán nýmark­aðs­ríkja í Banda­ríkja­dölum þar sem vextir hafa hækkað und­an­farin tvö ár. Sam­hliða vaxta­hækkun Banda­ríkja­dals­ins hafa nýmark­aðs­ríkin einnig ver­ið ­neydd til að hækka sína inn­lendu vexti og þrengja enn frekar að efna­hag sín­um. Í þessu til­viki nefndi Gylfi sér­stak­lega Argent­ínu og Tyrk­land, en bætti við að lík­legt sé að Brasilía og Suð­ur­-Afr­íka muni bæt­ast í hóp þess­ara landa sem eru á barmi fjár­málakreppu í náinni fram­tíð. 

Páfinn harmar glæpi presta gegn börnum
Prestar innan kaþólsku kirkjunnar hafa gerst sekir um að misnota þúsundir barna. Nýleg mál í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sýna að yfirhylmingum var beitt til að þagga málin niður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Ráðamenn funduðu um stöðu flugfélaga
WOW Air er í þröngri fjárhagsstöðu og leita nú aukins fjár til að geta haldið vexti sínum áfram. Stjórnvöld fylgjast náið með gangi mála.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Telja ekki skynsamlegt að breyta sköttum verulega á ökutæki og eldsneyti
Starfshópur telur gildandi kerfi skattlagningar ökutækja og eldsneytis í meginatriðum einfalt og haganlegt og telur ekki skynsamlegt að það taki stakkaskiptum.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Þorvaldur Logason
Landráðasamsæri vinstri stjórnarinnar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Jón Pétursson
Jón Pétursson nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs
Formaður Miðflokksins ræður nýjan aðstoðarmann.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2013
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2013.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Auðlindagjöld og hagrænir hvatar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Sauðfjár- og kúabúum fer fækkandi
Búum með sauðfjárrækt sem aðalstarfsemi hefur fækkað um tæplega 14 prósent síðan árið 2008 og kúabúum með ræktun mjólkurkúa hefur fækkað um tæplega 11 prósent.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiErlent