Gengið frá Hörpu til Hljómskálagarðs

Gleðiganga Hinsegin daga leggur af stað í dag frá Hörpu og endar í Hljómskálagarði. Götulokanir vegna hennar standa yfir frá kl. 10 til 18.

Frá fyrri Gleðigöngu í Reykjavík.
Frá fyrri Gleðigöngu í Reykjavík.
Auglýsing

Nokkrum götum verður lokað frá klukkan tíu til sex í kvöld vegna Gleði­göngu Hinsegin daga, sem leggur af stað kl. 14 frá Hörpu í dag og endar í Hljóm­skála­garð­in­um. Greint er frá lok­unum auk rask­ana í almenn­ings­sam­göngum á vef Hinsegin daga, Reykja­vík­ur­borgar og Strætó í dag.

Gleði­gangan er hápunktur Hinsegin daga sem stendur nú yfir, sem haldnir eru af Sam­tök­unum 78. Í göng­unni sam­ein­ast les­b­í­ur, hommar, tví­-og pankyn­hneigð­ir, trans fólk, inter­sex ­fólk og aðrir hinsegin ein­stak­lingar í einum hópi ásamt fjöl­skyldum sínum og vinum til að stað­festa til­veru sína og minna á bar­áttu­mál sín,eins og segir á heima­síðu sam­tak­anna. 

Auglýsing

Upp­still­ing ­göng­unnar verður frá hádegi á Sæbraut, austan Faxa­götu, í nágrenni Hörpu. Gangan leggur svo af stað frá gatna­mótum Sæbrautar og Faxa­götu stund­vís­lega kl. 14. Gengið verður eftir Kalkofnsvegi, Lækj­ar­götu, Frí­kirkju­vegi og endað á Sól­eyj­ar­götu. Sjá má kort af göng­unni hér að neð­an.

Kort af Gleðigöngu Hinsegin daga í ár. Tekið frá Reykjavíkurborg.

Götu­lok­anir standa yfir frá klukkan tíu til klukkan sex í dag, en þar verður áður­nefndum götum lokað auk nokk­urra ann­arra gatna í mið­bæn­um. Þær eru eft­ir­far­andi: Sæbraut frá Snorra­braut að Hörpu, Geirs­gata að Ægis­götu, Skot­hús­vegur hjá Tjörn­inni, Amt­manns­stígur og Þing­holts­stræti norðan MR, Banka­stræti og neðsti hluti Skóla­vörðu­stígs. Einnig er neðsti hluti Hverf­is­götu og Tryggva­gata lok­uð. Öllum götum verður lokað til klukkan 18 fyrir utan Geirs­götu, sem opnar klukkan 15.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent