Að láta kaupmannsdrauminn rætast

Þeir sem hafa alið með sér þann draum að verða kaupmenn geta nú látið drauminn rætast og eignast verslun í Kaupmannahöfn. Og það er ekki nein búðarhola sem er til sölu heldur ein þekktasta verslun á Norðurlöndum, nefnilega Magasin du Nord, Den gamle dame.

Magasin du Nord við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn.
Magasin du Nord við Kongens Nytorv í Kaupmannahöfn.
Auglýsing

Full­yrða má að flestir Íslend­ingar kann­ist við stór­versl­un­ina Magasin d­u Nord. Vel­flestir Íslend­ingar sem hafa komið til Kaup­manna­hafnar hafa rölt um stór­hýsið við Kóngs­ins Nýja­torg en auk þess rek­ur Magasin fimm aðrar versl­anir og sú sjö­unda verður opnuð í Ála­borg í næsta mán­uð­i. 

Saga þess­arar þekktu stór­versl­unar hófst í Árósum 1868, fyrir réttum 150 árum. Stofn­end­urnir vor­u T­heodor Wessel og Emil Vett og versl­un­in, sem seldi vefn­að­ar­vörur hét Emil Vett & Co. Rekst­ur­inn gekk vel og árið 1870 opn­uðu þeir félagar verslun á Ø­sterga­de (­síðar hluti Striks­ins) í Kaup­manna­höfn. Ári síðar flutti síðar flutti versl­unin á þann stað við Kóngs­ins Nýja­torg þar sem hún er enn í dag. Versl­unin hét þá De ­for­ene­de Hvidevar­eforretn­inger ved T­h. Wessel & Co og var í hluta Hot­el d­u Nor­d en það hús var rifið árið 1893 og núver­andi versl­un­ar­hús byggt. Í virð­ing­ar­skyni við gamla hót­elið breyttu þeir félagar árið 1879 nafn­inu á versl­un­inni í Magasin d­u Nord. Starf­semin í Árósum gekk vel, versl­unin flutti í stærra hús­næði og fyr­ir­tækið stækkað ört. Árið 1890 voru sam­tals 50 Magasin d­u Nor­d versl­anir víða í Dan­mörku, margar þeirra litlar og í eigu ein­stak­linga sem önn­uð­ust rekst­ur­inn. Á fyrstu ára­tugum síð­ustu aldar fjölg­að­i Magasin versl­unum og árið 1925 voru þær 170 tals­ins.  

Stofn­end­urn­ir, T­heodor Wessel og Emil Vett drógu sig út úr rekstr­inum um alda­mótin 1900. Magasin var skráð á markað árið 1952 en fjöl­skyldur stofn­end­anna áttu til skamms tíma full­trúa í stjórn fyr­ir­tæk­is­ins

Auglýsing

Á árunum eftir 1950 ákvað stjórn­ Magasin að reka fáar, en stórar versl­anir og nú eru þær sex tals­ins og sú sjö­unda verður opnuð í sept­em­ber. Auk þess rek­ur Magasin ­net­verslun þar sem við­skiptin aukast hratt. 

Erf­ið­leikar og kaupin á Illum

Árið 1891 stofn­aði Anton Carl Illum verslun við Ø­sterga­de (­síðar Strik­ið) í Kaup­manna­höfn. Anton Carl leit­aði ekki langt yfir skammt að nafni á versl­un­ina, hún var ein­fald­lega kennd við hann sjálfan, Ill­u­m.  Í upp­hafi versl­aði Illum einkum með alls kyns efni og til­heyr­andi til kjóla­saums. Árið 1899 flutt­ist versl­unin yfir göt­una og þar hefur hún verið allar götur síð­an. Á þessum árum voru auk Illum og Magasin fleiri stór­versl­anir í Kaup­manna­höfn, en þær heyra nú allar sög­unni til. Illum og Magasin eru stutt hvor frá annarri og hafa ára­tugum saman keppst um hylli við­skipta­vin­anna. Illum lengst af aðeins dýr­ari þótt ekki hafi mun­ur­inn verið mik­ill. Fjöl­skylda stofn­and­ans (sem lést árið 1938) átti versl­un­ina til árs­ins 1972. Stór­aukin sam­keppni olli erf­ið­leikum í rekstri Illum og Magasin en rekstur Illum gekk þó mun verr. 

Árið 1991 keypt­i Magasin Illum en seldi tveimur árum síðar 80% hlut í versl­un­inni til banda­ríska fjár­fest­ing­ar­bank­ans ­Merrill ­Lynch. Eftir þau eig­enda­skipti varð nokkur breyt­ing á versl­un­ar­húsi Illum við Strik­ið, aukin áhersla var lögð á dýr­ari varn­ing (verðið hækk­aði lík­a). Til að gera langa sögu stutta hafa þessar breyt­ingar ekki fallið í kramið hjá Dön­um. Rekstur Illum hefur árum saman gengið erf­ið­lega en fyr­ir­tækið hefur um nokkura ára skeið verið í eigu ítölsku versl­ana­sam­steypunn­ar La R­inascente. Miklu fé hefur verið varið í breyt­ingar og end­ur­bætur en það hefur engu breytt, kúnn­arnir láta sig vanta. Margir undr­uð­ust þegar til­kynnt var fyrir um það bil tveimur árum að mat­vöru­versl­unin Irma, sem verið hafði í kjall­ara Illum um ára­tuga skeið hefði verið sagt upp pláss­inu, nán­ast rekin á dyr. Í stað­inn kæmi ítölsk „há­gæða­versl­un“ Ea­ta­ly. Pass­aði inn í „konsept­ið“ eins og það var kallað. Irma hafði notið mik­illa vin­sælda og dró að sér mik­inn fjölda við­skipta­vina á degi hverj­um. Skemmst er frá því að segja að ítalska „há­gæða­versl­un­in“ náði sér aldrei á strik, skrif­ari þessa pistils rak þar nokkrum sinnum inn nefið og aug­ljóst var að eig­endur Illum höfðu mis­reiknað sig illi­lega. „Há­gæða­versl­un­inni“ hefur nú verið lokað og viti menn, Irma komin aft­ur.  

Íslenska „æv­in­týrið“  

Eins og flestum er kunn­ugt fóru íslenskir athafna­menn mik­inn, jafnt heima og erlend­is, á fyrstu árum ald­ar­inn­ar. Slógu um sig í við­skipt­um, ekki síst í Dan­mörku og keyptu árið 2004 Magasin (­með húð og hári sagði eitt íslensku blað­anna) og eign­uð­ust með kaup­unum 20% hlut í Illum og ári síðar allt fyr­ir­tæk­ið. Mörgum Dönum þótti nóg um kaupa­gleði Íslend­ing­anna sem keyptu meðal ann­ars á þessum tíma Hot­el D‘Anglet­er­re, þekktasta hótel Dan­merk­ur. „Hvaðan koma pen­ing­arn­ir“ sögðu Danir og klór­uðu sér í koll­in­um. Ekki þarf að fjöl­yrða um enda­lok þess­arar útrásar og allt sem þeim fylgdi en „æv­in­týrið“ fékk skjótan endi.

Deb­en­hams og Magasin

Árið 2009, þegar íslenska „æv­in­týrið“ var úti, keypti breska versl­ana­fyr­ir­tæk­ið Deb­en­hams Magasin, hlutur Íslend­inga í Illum fór á ann­arra hend­ur. Deb­en­hams, sem verslar með fatn­að, heim­il­is­vörur og margt fleira, á sér langa sögu. Var stofnað árið 1778 og var árið 2016 með um 28 þús­und starfs­menn og 180 versl­an­ir. Allra síð­ustu ár hafa reyn­st Deb­en­hams þung í skauti og blikur á lofti. Þar kemur ýmis­legt til. Í Bret­landi hefur versl­un­ar­rekstur almennt gengið erf­ið­lega, nema á net­inu, og nú eru óvissu­tímar, ekki síst vegna Brex­it. Fyrir skömmu sagði einn af stjórn­end­um Deb­en­hams í við­tali við frétta­mann Reuter­s,að núna væri „kannski“ rétti tím­inn til að end­ur­skoða ýmis­legt í rekstr­inum og nefnd­i Magasin ­sér­stak­lega. Í umfjöll­un Reuter­s um erf­ið­leika Deb­en­hams ­sagði frétta­mað­ur­inn að ekki væri til­viljun að stjórn­and­inn hefði nefn­t Magasin. Þar gengi rekst­ur­inn nefni­lega mjög vel. Í áður­nefndu við­tali vildi stjórn­and­inn ekki ræða hugs­an­legt sölu­verð en í við­tali við dag­blað­ið Gu­ar­di­an nokkrum dögum síðar nefndi einn stjórn­enda Deb­en­hams ­töl­una tvo millj­arða danskra króna, um það bil 33 millj­arða íslenska. Hann vildi ekki segja neitt um hvort ein­hverjir hefðu lýst áhuga á að kaupa Magasin en lagði áherslu á að rekst­ur Magasin versl­an­anna gengi vel og þess vegna hlyti danska fyr­ir­tækið að freista margra.

Breytir ein­hverju hver eig­and­inn er ?

Reynslan sýnir að í sjálfu sér skiptir eign­ar­haldið ekki máli. Versl­anir ganga iðu­lega kaupum og sölum án þess að við­skipta­vinir merki breyt­ing­ar. Mestu skiptir að skynja takt­inn í sam­fé­lag­inu og það virð­ist eig­end­um Magasin hafa tek­ist. Lík­legt verður því að telja að nýir eig­end­ur Magasin muni, ef af sölu verð­ur, fara var­lega í breyt­ing­ar. Reyna ekki að finna upp hjól­ið. Flýta sér hægt. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar