Menntun foreldra ræður minna um menntun barna en á hinum Norðurlöndunum

Nýleg rannsókn á menntun Íslendinga sýnir að gott aðgengi að menntastofnunum skiptir sköpum fyrir íslenskt samfélag og möguleika fólks.

Börn að læra
Auglýsing

Menntun for­eldra ræður minna um menntun barna þeirra heldur en á Norð­ur­lönd­un­um. 

Nýleg rann­sókn Gylfa Zoega með Emil Dags­syni og Þor­láki Karls­syni sýnir fram á þetta. Gott aðgengi að mennta­stofn­unum er þar grund­vall­ar­at­rið­i. 

Frá þessu er greint í ítar­legri grein Gylfa í Vís­bend­ingu, sem kemur til áskrif­enda á morg­un, þar sem hann fjallar um stöðu efna­hags­mála á Íslandi, þróun tekju­dreif­ingar og nýlegar rann­sóknir á þessum svið­um.

Auglýsing

„Rann­sóknir sem fram­kvæmdar hafa verið erlendis hafa sýnt sterk tengsl á milli mennt­unar for­eldra og barna, það skiptir þá miklu máli inn í hvaða fjöl­skyldu börnin fæð­ast. Þessi tengsl hafa verið útskýrð á tvennan hátt. Í fyrsta lagi getur verið að for­eldrar sem aflað hafa sér mennt­unar leggi meiri áherslu á menntun í upp­eldi barna sinna og sé þeim einnig ákveðin fyr­ir­mynd. Einnig er mögu­legt að hæfi­leiki til náms sé að ein­hverju leyti arf­gengur og eigi þá börn vel mennt­aðs fólks auð­veld­ara með að afla sér mennt­un­ar.Það skiptir aug­ljós­lega miklu máli að ungt fólk sem hefur getu og metnað til náms fái slík tæki­færi óháð menntun og efna­hag for­eldra. Ef svo væri ekki þá myndi þjóð­fé­lagið missa af starfs­kröfum sem ann­ars gætur skapað verð­mæti og notið sín betur sem ein­stak­ling­ar.Nýleg rann­sókn mín með Emil Dags­syni og Þor­láki Karls­syni bendir til þess að menntun for­eldra ráði minnu um menntun barna hér á landi en í öðrum þró­uðum ríkj­um, tengsl mennt­unar for­eldra og mennt­unar barna sé jafn­vel minni en á hinum Norð­ur­lönd­un­um.  Töl­fræði­leg grein­ing á úrtaki þar sem fram kemur menntun ein­stak­lings og beggja for­eldra leiðir í ljós að fylgni á milli mennt­unar barna og for­eldra er til staðar en hún er minni en hún er að með­al­tali fyrir hin Norð­ur­löndin en í alþjóð­legum sam­an­burði þá er fylgnin lítil á Norð­ur­lönd­um.Hlut­fall barna for­eldra sem hafa háskóla­gráðu og ljúka háskóla er svipað og á hinum Norð­ur­lönd­un­um. En hlut­fall barna for­eldra sem ekki hafa lokið háskóla­prófi og ljúka háskóla­prófi er hærra á Íslandi en alls staðar nema í Finn­landi.Nið­ur­stöður okkar benda einnig til þess að það skipti líka máli að for­eldrar leggi áherslu á mik­il­vægi mennt­unar í upp­eldi barna sinna. Þannig virð­ist áhersla á menntun í upp­eldi skipta jafn miklu máli og mennt­un­ar­stig for­eldr­anna. Og það er lág fylgni á milli mennt­unar for­eldra og áherslu þeirra á mik­il­vægi mennt­unar í upp­eldi. Þannig geta for­eldr­ar, óháð mennta­stigi, haft áhrif á skóla­göngu barna sinna hér á land­i,“ segir í grein Gylfa.Hér er hægt að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn greinast smit hjá starfsfólki og sjúklingum á Landakoti
Smit greinast ennþá hjá starfsfólki og sjúklingum sem voru útsettir á Landakoti fyrir COVID-19. Ekkert nýtt smit hefur greinst utan hins skilgreinda útsetta hóps starfsmanna og sjúklinga.
Kjarninn 29. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 25. þáttur: Hefnd köngulóarkonunnar
Kjarninn 29. október 2020
Andlátin í þessari bylgju orðin þrjú
Einn einstaklingur lést á Landspítala síðasta sólarhring vegna COVID-19, samkvæmt tilkynningu á vef spítalans. Andlátin þar eru því tvö á einungis tveimur dögum.
Kjarninn 29. október 2020
Flóttafólk mótmælti í febrúar á síðasta ári.
Flóttafólkið frá Lesbos enn ekki komið til Íslands
Ríkisstjórnin tilkynnti í september að allt að 15 manns, flóttafólk frá Lesbos, myndi bætast í hóp þeirra 85 sem ríkisstjórnin hyggðist taka á móti á þessu ári. Flóttamannanefnd útfærir verkefnið en unnið er að því í samstarfi við m.a. grísk stjórnvöld.
Kjarninn 29. október 2020
Eiríkur Tómasson
Hvers vegna nýja stjórnarskrá?
Kjarninn 29. október 2020
Fjöldi fyrirtækja fór á hlutabótaleið í kjölfar lokana vegna veirufaraldursins í vor.
201 framúrskarandi fyrirtæki á hlutabótaleið
Fyrirtæki sem Creditinfo hefur skilgreint sem framúrskarandi voru líklegri til að hafa farið á hlutabótaleiðina en önnur virk fyrirtæki hér á landi, en tæpur fjórðungur þeirra nýttu sér úrræðið í vor.
Kjarninn 29. október 2020
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent