Upplýsingar úr fjárfestakynningu WOW Air, sem birt var á vef Kjarnans, hafa nú verið teknar úr henni, en þær snéu að samanburði á kostnaði milli WOW Air og Icelandair. Forsendur í samanburðinum voru ekki réttar og því hafa þær verið teknar úr kynningunni. Túristi.is greint fyrst frá þessari breytingu á kynningunni.
Norska fyrirtækið Pareto, sem vinnur að skuldabréfaútgáfu og fjárfestakynningum með WOW Air, tók upplýsingarnar úr kynningunni, en eins og greint hefur verið frá á vef Kjarnans, meðal annars í ítarlegri fréttaskýringu um vanda íslenskra flugfélaga, þá leitar WOW Air nú 6 til 12 milljarða brúarfjármögnunar til að leysa fjárhagsvanda félagsins og undirbúa fyrirhugaðan vöxt félagsins.
Iceland travel WOW Air Is Having A Huge Sale: 40% Off On Select Flights - Sioux City Journal https://t.co/9zgmMGrKJA https://t.co/15u1giwSgF pic.twitter.com/AOWzuGYzgZ
— Iceland (@_Iceland_1) August 25, 2018
Í kynningunni kom fram að svonefndur einingakostnaður WOW air væri um 46 prósent lægri en hjá Icelandair, en í samanburðinum var kostnaður Icelandair ofmetinn þar sem flugreksturinn, sértækt, hafði ekki verið skilinn frá öðrum kostnaði Icelandair, eins og hótelrekstri og öðrum rekstri. Af þeim sökum gaf samanburðurinn ranga mynd af stöðu mála.
Stjórnvöld hafa undanfarna mánuði fylgst náið með framvindu mála hjá flugfélögunum, eins og rakið var í fréttaskýringu Kjarnans.
Hættuástand: Of stór til að falla https://t.co/ZdiMuRhBDb
— Kjarninn (@Kjarninn) August 24, 2018
Þau eru orðin kerfislægt mikilvæg fyrir íslenska hagkerfið, en ferðaþjónusta hefur gegnt lykilhlutverki við endurreisn íslenska hagkerfisins á undanförnum áratug. Fjölgun ferðamanna, meðal annars vegna starfsemi WOW Air og Icelandair, hefur verið gríðarlega hröð. Árið 2010 voru erlendir ferðamenn um 450 þúsund en fjöldi þeirra fór upp í 2,7 milljónir í fyrra.