Vill gera bólusetningar barna að skilyrði fyrir inntöku í leikskóla

Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vill að bólusetningar verði gerðar að skilyrði við inntöku í leikskóla. Bólusetningar yngstu árganganna voru lakari síðustu tvö árin en áður hefur verið samkvæmt nýrri skýrslu sóttvarnarlæknis.

Hildur Björnsdóttir leikskólar
Auglýsing

Hildur Björns­dóttir borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins vill að bólu­setn­ingar verði gerðar að skil­yrði við inn­töku í leik­skóla Reykja­vík­ur. Í stöðu­upp­færslu á Face­book segir Hildur að hún telji rétt að Reykja­vík­ur­borg geri almennar bólu­setn­ingar að skil­yrði fyrir inn­töku, með ein­staka und­an­tekn­ingum og segir margar Evr­ópu­þjóðir hafa brugðið á sama ráð.

Hildur hyggst flytja til­lög­una í borg­ar­stjórn þar sem hún telji ástæðu til að bregð­ast við hættu sem skap­ist af óvið­un­andi þát­töku í bólu­setn­ingum á Íslandi að mati sótt­varn­ar­lækn­is. „Minnki þátt­taka enn frekar má búast við að hér­lendis fari að breið­ast út sjúk­dómar sem ekki hafa sést um ára­bil. Misl­ingar eru sér­stakt áhyggju­efni en sam­kvæmt WHO hafa misl­ingar náð gíf­ur­legri útbreiðslu í Evr­ópu síð­ustu tvö ár,“ segir Hild­ur.

Þetta hyggst borg­ar­full­trú­inn gera þrátt fyrir að eigin sögn vera ekki fylgj­andi boðum og bönn­um.

Auglýsing

Sótt­varn­ar­læknir gaf fyrir helgi út skýrslu um þátt­töku í almennum bólu­setn­ingum barna á Íslandi árið 2017. Þar kom fram að þátt­taka á árinu 2017 var svipuð og á árinu 2016, þar sem þátt­taka yngstu árgang­anna í bólu­setn­ingum var lak­ari en áður hefur ver­ið.

„Ef þátt­taka minnkar enn frekar má búast við að hér á landi fari að sjást sjúk­dómar sem ekki hafa sést um ára­bil. Sér­stak­lega eru misl­ingar áhyggju­efni en þeir hafa nú geisað af krafti víða í Evr­ópu um nokk­urra ára skeið. Mikil flug­um­ferð um Ísland gerir það að verkum að sótt­varna­læknir fær reglu­lega spurnir af því að ein­stak­lingur með smit­andi misl­inga hafi verið í flug­vél með við­komu á Íslandi. Með­göngu­tími sjúk­dóms­ins er um 10-14 dagar en getur verið allt að 3 vikur og með dvín­andi þátt­töku yngstu árgang­anna í bólu­setn­ingum er hætt við að far­aldur geti komið upp ef smit berst inn á leik­skóla hér á land­i,“ segir í umfjöllun Land­læknis um skýrsl­una.

Mér finnst rétt að Reykja­vík­ur­borg geri almennar bólu­setn­ingar að skil­yrði við inn­töku í leik­skóla borg­ar­innar (með­...

Posted by Hildur Björns­dóttir on Tues­day, Aug­ust 28, 2018


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bækur spila stórt hlutverk í lífi margra um jólahátíðina.
Rýnt í bækur og stjörnur
Bókahúsið er hlaðvarpsþáttur þar sem rætt er við rithöfunda og ýmsa sem koma að bókaútgáfu. Í sjötta þætti er spjallað um himingeiminn, ný skáldverk og ljóðabækur.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Teikning af mögulegri framtíðarsýn fyrir svæði Háskóla Íslands.
Fólk og mannlíf í forgangi í framtíðarsýn Háskóla Íslands
Háskóli Ísland og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu dregið upp mynd af svæði HÍ til framtíðar með tilliti til legu Borgarlínu. Suðurgata breytist úr hraðbraut í borgargötu og gert er ráð fyrir að bílastæði færist í miðlæg bílastæðahús.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Unnþór Jónsson
Upplýsingaóreiða er vandamál
Kjarninn 26. nóvember 2021
Nýtt COVID-afbrigði orsakar svartan föstudag í Kauphöllinni
Fjárfestar um allan heim brugðust illa við fréttum af nýju afbrigði kórónuveirunnar í morgun. Ekkert félag á aðalmarkaði hækkaði í virði við lokun markaða, en hlutabréfaverð í Icelandair og Play lækkaði um rúm 4 prósent yfir daginn.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Vínbúðin stefnir nú út á Granda, þar sem fjöldi stórmarkaða er staðsettur.
Vínbúðin stefnir á Fiskislóð
ÁTVR segist ætla að ganga til samninga við eigendur húsnæðis að Fiskislóð 10 á Granda um leigu á plássi undir nýja Vínbúð. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um lokun Vínbúðar í Austurstræti.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Margrethe Vestager, yfirmaður stafrænnar vegferðar Evrópusambandsins
ESB vill fjárfesta beint í nýsköpunarfyrirtækjum
Nýkynntur nýsköpunarhraðall Evrópusambandsins felur í sér stefnubreytingu í opinberri fjármögnun til tæknifyrirtækja í álfunni, en með honum getur sambandið keypt beina eignarhluti í sprotafyrirtækjum fyrir allt að 2,2 milljarða króna.
Kjarninn 26. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent