Kanna grundvöll fyrir samstarfi Eflingar, VR og Starfsgreinasambandsins

Stjórn Eflingar felur formanni og forystu félagsins að kanna grundvöll þess að efna til samflots í kjaraviðræðum milli tveggja stærstu hópa launafólks á Íslandi.

Kröfuganga 1. maí 2018.
Kröfuganga 1. maí 2018.
Auglýsing

Stjórn Efl­ingar ályktar að fela for­manni og for­ystu félags­ins að kanna grund­völl þess að efna til sam­flots í kjara­við­ræðum milli tveggja stærstu hópa launa­fólks á Íslandi, almenns verka­fólks innan Starfs­greina­sam­bands­ins og versl­un­ar­fólks innan VR og Lands­sam­bands versl­un­ar­manna.

Þetta kemur fram í frétt á vef­síðu Efl­ingar í dag. 

Það er mat stjórnar Efl­ingar að slíkt sam­flot, á grunni mál­efna­legs sam­hljóms, myndi færa verka­lýðs­hreyf­ing­unni mik­inn styrk og slag­kraft í við­ræðum við bæði atvinnu­rek­endur og stjórn­völd.

Auglýsing

Mög­u­­lega öfl­­ug­asta banda­lag sem sést hefur í kjara­­samn­ingum á Íslandi

Sólveig Anna Jónsdóttir Mynd: Bára Huld BeckSól­veig Anna Jóns­dóttir for­maður Efl­ingar seg­ist fagna þess­ari ályktun stjórn­ar­innar gríð­ar­lega. „Það hefur mynd­ast mjög gott sam­band milli nýrrar for­ystu VR og Efl­ing­ar, tveggja stærstu félaga launa­fólks á Íslandi, og í því fel­ast miklir mögu­leikar sem lands­sam­tökin hljóta að geta nýtt sér lík­a,“ segir hún­.  

Hún telur að með sam­floti SGS og VR eða Lands­sam­bands versl­un­ar­manna yrði til mögu­lega öfl­ug­asta banda­lag sem sést hefur í kjara­samn­ingum á Íslandi. „Ég trúi því heitt og inni­lega að sam­hljóm­ur­inn milli Efl­ingar og VR sé eitt­hvað sem eigi einnig að nást innan lands­sam­band­anna enda stöndum við alltaf sterk­ari sam­ein­uð. Hækkun lægstu launa, breyt­ingar á bóta- og skatt­kerf­inu fyrir hina tekju­lægstu, umbætur á fjár­mála­kerf­inu og stór­tækar aðgerðir í hús­næð­is­málum – allt eru þetta atriði sem ég trúi ekki að nokkur maður geti lagst gegn innan míns lands­sam­bands, Starfs­greina­sam­bands­ins. Ég er mjög spennt að sjá hvert þetta geti leitt okkur og mun tala fyrir þessu innan SGS.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgin dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent