Karen Kjartansdóttir sem starfað hefur sem almannatengill undanfarin ár hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Vísir greindi fyrst frá málinu.
Karen gegndi síðast stöðu upplýsingafulltrúa United Silicon og áður starfaði hún sem upplýsingafulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Staða framkvæmdastjóra flokksins hefur verið laus frá kosningunum 2016, þegar fyrrverandi framkvæmdastjóri Kristján Guy Burgess sagði starfi sín lausu eftir verulega lélega útkomu flokksins í Alþingiskosningum.
Auglýsing