Fellibylurinn Flórens mun skella á suðausturströnd Bandaríkjanna aðfararnótt föstudags, en búist er við því að hann verði í hápunkti þegar hann kemur að strönd Norður-Karólínu.
Íbúar í Virginíu, Georgíu, Maryland, auk Suður- og Norður- Karólínu, hafa flúið heimili sín að undanförnu en yfirvöld í þessum ríkjum, hafa fyrirskipað samtals tæplega tveimur milljónum íbúa að yfirgefa heimili sín og koma sér í burtu af svæðinu.
Fellibylurinn hefur verið að sækja í sig veðrið en óttast er að gríðarlegt úrhelli muni fylgja honum, en mikill sjór hefur sogast upp í óveðrið samkvæmt gervitunglamyndum, og telja sérfræðingar að það geti leitt til jafnvel enn veri aðstæðna.
Styrkurinn Flórens mælist nú tæplega 5, sem er mesti styrkur. Roy Cooper, ríkisstjóri Norður-Karólínu, segir að íbúar ríkisins séu ýmsu vanir, en nú sé eitthvað nýtt á ferðinni. Mikil hætta sé á eigna- og manntjóni, en mikilvægt sé að lágmarka tjónið eins og hægt er.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 12, 2018
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að yfirvöld séu tilbúin og að allt verði gert til að lágmarka tjón og koma fólki til aðstoðar.