Gagnrýnir Morgunblaðið fyrir að hampa pistli um ofbeldi og kvenfyrirlitningu

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að mögulega hafi gleymst „að spyrja ömm­ur okk­ar hvernig þær upp­lifðu þá tíma þegar strák­un­um fannst eðli­legt að skvetta í sig brenni­víni og reyna allt til að kom­ast í sleik.“

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ritari hans.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ritari hans.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, rit­ari og þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gagn­rýnir Morg­un­blaðið í aðsendri grein í blað­inu í dag, sem ber fyr­ir­sögn­ina „Að troða sér í sleik“, fyrir efni Stak­steina þess í gær.

Þar var end­ur­birtur pist­ill eftir Hall­dór Jóns­son, verk­fræð­ing og áhrifa­mann innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins til ára­tuga, sem hann birti á Mogga­bloggi sínu og kallar „Dömu­frí“. Áslaug Arna segir í grein sinni að sér þyki „verra að sjá að þessum orðum var hampað á síðum Morg­un­blaðs­ins.“ Hún segir enn fremur að stærsti árangur #metoo-­bylt­ing­ar­innar hafi verið sú að þeir sem til­­eink­uðu sér ekki virð­ingu í sam­­skipt­um myndu að lok­um dæma sjálfa sig úr leik. „Það er óþarfi fyr­ir Morg­un­­blaðið að skipta þeim aft­ur inn á,“ segir Áslaug Arna.

„Trukka“ og kom­ast í sleik

Í umræddum pistli fjall­aði Hall­dór um ásak­anir sem settar hafa verið fram gagn­vart Brett Kavanagh, sem Don­ald Trump hefur til­nefnd sem næsta hæsta­rétt­ar­dóm­ara Banda­ríkj­anna, en Kavanagh hefur verið ásak­aður um að hafa beitt konu kyn­ferð­is­legu ofbeldi snemma á níunda ára­tugn­um. Hall­dór líkir ásök­unum hans við það þegar hann reyndi sjálfur reyndi að ving­­ast við stúlkur á dansæf­ingum í Mennta­­skól­­anum í Reykja­vík á sínum tíma. Í pistl­inum segir orð­rétt: „Þegar ég hugsa til baka hvernig maður hegð­aði sér á dansæf­ingum í MR. Búinn að tendra sig upp á brenn­i­víni og Camels­móki bauð maður stelp­unum upp og reyndi allt til að vanga þær og trukka og helst að kom­­ast í sleik,“ segir Hall­­dór í pistli sínum og bætir við. „Þessi hegðun myndi koma í veg fyrir að ég yrði sam­­þykktur í emb­ætti ef Trump myndi vilja hygla mér eins og Kawa­nough eða hvernig það er staf­að. Sá kall hegð­aði sér eitt­hvað svona á mennta­­skóla­­böllum fyrir einum þrjá­­tíu árum. Nú ætla demókrat­­arnir að nota það til að hindra að þessi dóni kom­ist í Hæsta­rétt Banda­­ríkj­anna.“

Auglýsing
Áslaug Arna segir í grein sinni að öðru hvoru rek­ist hún á fólk sem hafi svo gam­al­dags við­horf til sam­skipta kynj­anna að hún trúi varla að því sé alvara. „Sum­­ir reyna að rétt­læta ým­iss kon­ar ósæmi­­lega hegðun og rudda­­skap með þeim rök­um að þetta hafi nú ekki þótt mikið mál hérna einu sinni. Því miður snú­­ast slík­­ar rétt­læt­ing­ar oft­­ast um forn­eskju­­legt við­horf til kvenna.

Í fyrra­dag las ég stutt­an pist­il þar sem slík við­horf voru höfð í flimt­ing­­um. Mér þótti verra að sjá að þess­um orðum var hampað á síðum Morg­un­­blaðs­ins. Höf­und­ur pist­ils­ins hugs­ar til baka til þeirra tíma þegar það þótt sjálf­­sögð hegðun að „tendra sig upp á brenn­i­víni og Camel-s­mók“ og bjóða stelp­un­um upp og reyna „allt til að vanga þær og trukka og helst að kom­­ast í sleik“. Gefið er í skyn að svona hafi þetta bara verið og þar með eðli­­leg­t.“

Hefur ekk­ert með póli­tískan rétt­trúnað að gera

Áslaug Arna biður svo les­endur að velta því fyrir sér hvort þessi hegðun hafi nokkru sinni verið eðli­leg, jafn­vel þótt að hún hafi verið algeng á árum áður. „Að vísa í gamla tíma með rök­um um að svona hafi þetta verið rétt­læt­ir ekki of­beldi eða kven­­fyr­ir­litn­ingu. Það minn­ir aðeins á þá stað­reynd að á þeim tíma stigu brota­þolar ekki fram og sögðu ekki frá brot­um eða ósæmi­­legri hegðun í sinn garð.

Auglýsing
Hegðun sem er ekki í lagi í dag var held­ur ekki í lagi þá. Það hef­ur ekk­ert með póli­­tísk­an rétt­­trúnað að gera, held­ur al­­menna virð­ingu fyr­ir fólki. Að standa gegn kyn­­ferð­is­­brot­um hef­ur held­ur ekk­ert að gera með póli­­tísk­an rétt­­trún­að. Ég kæri mig lítið um að menn blandi dólgs­­legri hegðun í garð kvenna inn í umræðu um póli­­tísk­an rétt­­trúnað og saki þá sem ekki hlæja að göml­um grodd­ara­sög­unum um að hafa tapað sér í rétt­­trún­að­i.“

Gleymd­ist að spyrja ömm­urnar

Hún rifjar svo upp upp­haf #metoo-­bylt­ing­ar­innar í fyrra og pistil sem hún skrif­aði þá þar sem hún sagði að stærsti ár­ang­ur þeirr­ar umræðu sem nú hefði skap­­ast væri að þeir sem til­­eink­uðu sér ekki virð­ingu í sam­­skipt­um mundu að lok­um dæma sjálfa sig úr leik. Það er óþarfi fyr­ir Morg­un­­blaðið að skipta þeim aft­ur inn á.“

Þótt ein­hverjum kunni að finn­ast nóg komið af umræðu um #metoo þá sé sú bylt­ing komin til að vera. „Mög­u­­lega hef­ur gleymst að spyrja ömm­ur okk­ar hvernig þær upp­­lifðu þá tíma þegar strák­un­um fannst eðli­­legt að skvetta í sig brenn­i­víni og reyna allt til að kom­­ast í sleik.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent