Íslensk stjórnvöld hafa gert nauðsynlegar lagabreytingar til þess að að rýmka kærurétt almennings í umhverfismálum. Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur úrbæturnar fullnægjandi og að lögin samræmist nú EES reglum. Málinu telst því lokið af hálfu ESA. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ESA.
Árið 2015 hóf ESA samningsbrotamál til umfjöllunar vegna fjölda kvartana frá félagasamtökum og almenningi á Íslandi sem töldu að kæruréttur í umhverfismálum væri ófullnægjandi.
ESA komst í kjölfarið að þeirri niðurstöðu að íslensk stjórnvöld hefðu ekki innleitt Evrópu tilskipun að fullu í tengslum við mat á áhrifum vissra verkefna almennings og einkaaðila á umhverfið. Þegar ákvarðanir eru teknar á grundvelli tilskipunarinnar skal almenningur, þ.m.t. umhverfissamtök, eiga kost á kæruleið, hvort sem kæra lýtur að efnislegum atriðum eða broti á málsmeðferðarreglum. Rannsókn ESA leiddi í ljós að íslensk löggjöf tryggði ekki rétt til að bera mál undir úrskurðaraðila þegar deila snerist um athafnaleysi stjórnvalda.
Í júní 2018 leiddi Alþingi í lög rétt til sérstakrar áfrýjunar á málum og athafnaleysi (í umhverfismálum). ESA telur að viðeigandi skref hafi verið tekin af íslenskum stjórnvöldum til þess að fylgja þessari tilskipun EES samningsins og hefur því lokað máli þessu gagnvart Íslandi.