Segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis standast tímans tönn

Ólafur Þór Hauksson segir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis enn vera fullgildar í dag. Innlendir þættir hefðu leikið lykilhlutverk í því að bankahrunið hafi orðið, sérstaklega hegðun bankanna sjálfra. Umfang markaðsmisnotkunar kom honum á óvart.

Auglýsing

Ólafur Þór Hauks­­son, hér­­aðs­sak­­sókn­­ari og áður sér­­stakur sak­­sókn­­ari, segir að honum finn­ist sem nið­ur­stöð­urnar á ástæðum banka­hruns­ins sem settar voru fram í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis eld­ast vel. 

„Mér finnst í tím­ans rás að skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis hafi stað­ist tím­ans tönn og margt sem þar er leitt fram full­kom­lega standa enn þann dag í dag. Margt af því sem þar er skrifað fékk síðan end­ur­lit eða speglun í þeim málum sem við rann­sök­uðum sem saka­mál. Þannig að stærstu nið­ur­stöður skýrsl­unnar finnst mér alveg full­gildar enn þann dag í dag. Það er hverjum og einum mjög holl lesn­ing í umræð­unni núna að taka sér eitt hefti í hönd og renna yfir nið­ur­stöð­urnar þar því þær eru býsna stöndug­ar.“

Þetta kom fram í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­­son­­ar, rit­­stjóra Kjarn­ans, við Ólaf í sjón­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut á mið­viku­dag þar sem þeir ræddu hrunið og afleið­ingar þess í til­­efni af því að ára­tugur er lið­inn frá atburð­unum afdrifa­­ríku nú um stund­­ir. Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni í spil­ar­anum hér að ofan.

Auglýsing

Veikt eigið fé og stór­fellt útlán til eig­enda

Meg­in­nið­ur­stöður rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar voru þær að orsök banka­hruns­ins væri vegna inn­lendra þátta. Eft­ir­litið hafi verið of los­ara­legt, stjórn­mála­menn of væru­kærir og stóru bank­arnir þrír: Kaup­þing, Lands­bank­inn og Glitn­ir, farið allt of geyst. Þeir hefðu 20- fald­ast á stærð á sjö árum, sótt of hratt og áhættu­samt inn á nýja mark­aði erlend­is, að utan­um­hald og eft­ir­lit með útlánum þeirra hefði ekki fylgt útlána­vexti og að gæði útlána­safns­ins hefði minnkað veru­lega við áður upp taldar aðstæð­ur. 

Þá hafi eig­endur allra stóru bank­anna þriggja fengið óeðli­legan aðgang að lánsfé hjá þessum sömu bönkum í krafti eign­ar­halds síns. Auk þess hefðu bank­arnir þrír tekið umtals­verða áhættu vegna eigin hluta­bréfa með því að lána fyrir kaupum á þeim með veðum í bréf­un­um. Það vr nið­ur­staða rann­sókn­ar­nefndar Alþingis að veiga­mikil rök hafi leitt til þeirrar nið­ur­stöðu að „draga hefði átt lán, sem ein­vörð­ungu eru tryggð með veði í eigin hluta­bréf­um, frá eigin fé fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Hið sama gildi um hluti sem voru að formi til skráðir í eigu þriðja aðila en „fyrir reikn­ing“ við­kom­andi fjár­mála­fyr­ir­tæk­is.“

Mun umfangs­meiri mál en reiknað var með

Aðspurður um hvað hafi komið honum mest á óvart þegar emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara fór að skoða hin svoköll­uðu hrun­mál segir Ólafur að upp­haf­lega hann og sam­starfs­fé­lagar hans talið að þeir myndu rekast á mál sem tengd­ust ástand­inu sem skap­að­ist við hrun­ið, rétt fyrir það eða rétt eft­ir. Að um yrði að ræða mál þar sem ein­stak­lingar reyndu að nýta sér tæki­færi til þess að koma með ólög­mætum hætti yfir fjár­muni á ögur­stundu. „En ein­hverra hluta vegna varð miklu meira um það að þessi mál voru að teygja sig mun lengra aftur í tím­ann. Og við vorum að eiga við hátt­semi sem var fyrir vikið mun alvar­legri og mun fleiri sem tóku þátt í. Og var kannski mun skipu­legri en við áttum von á til að byrja með.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósent hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent