Segir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis standast tímans tönn

Ólafur Þór Hauksson segir niðurstöður rannsóknarnefndar Alþingis enn vera fullgildar í dag. Innlendir þættir hefðu leikið lykilhlutverk í því að bankahrunið hafi orðið, sérstaklega hegðun bankanna sjálfra. Umfang markaðsmisnotkunar kom honum á óvart.

Auglýsing

Ólafur Þór Hauks­­son, hér­­aðs­sak­­sókn­­ari og áður sér­­stakur sak­­sókn­­ari, segir að honum finn­ist sem nið­ur­stöð­urnar á ástæðum banka­hruns­ins sem settar voru fram í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis eld­ast vel. 

„Mér finnst í tím­ans rás að skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis hafi stað­ist tím­ans tönn og margt sem þar er leitt fram full­kom­lega standa enn þann dag í dag. Margt af því sem þar er skrifað fékk síðan end­ur­lit eða speglun í þeim málum sem við rann­sök­uðum sem saka­mál. Þannig að stærstu nið­ur­stöður skýrsl­unnar finnst mér alveg full­gildar enn þann dag í dag. Það er hverjum og einum mjög holl lesn­ing í umræð­unni núna að taka sér eitt hefti í hönd og renna yfir nið­ur­stöð­urnar þar því þær eru býsna stöndug­ar.“

Þetta kom fram í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­­son­­ar, rit­­stjóra Kjarn­ans, við Ólaf í sjón­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut á mið­viku­dag þar sem þeir ræddu hrunið og afleið­ingar þess í til­­efni af því að ára­tugur er lið­inn frá atburð­unum afdrifa­­ríku nú um stund­­ir. Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni í spil­ar­anum hér að ofan.

Auglýsing

Veikt eigið fé og stór­fellt útlán til eig­enda

Meg­in­nið­ur­stöður rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar voru þær að orsök banka­hruns­ins væri vegna inn­lendra þátta. Eft­ir­litið hafi verið of los­ara­legt, stjórn­mála­menn of væru­kærir og stóru bank­arnir þrír: Kaup­þing, Lands­bank­inn og Glitn­ir, farið allt of geyst. Þeir hefðu 20- fald­ast á stærð á sjö árum, sótt of hratt og áhættu­samt inn á nýja mark­aði erlend­is, að utan­um­hald og eft­ir­lit með útlánum þeirra hefði ekki fylgt útlána­vexti og að gæði útlána­safns­ins hefði minnkað veru­lega við áður upp taldar aðstæð­ur. 

Þá hafi eig­endur allra stóru bank­anna þriggja fengið óeðli­legan aðgang að lánsfé hjá þessum sömu bönkum í krafti eign­ar­halds síns. Auk þess hefðu bank­arnir þrír tekið umtals­verða áhættu vegna eigin hluta­bréfa með því að lána fyrir kaupum á þeim með veðum í bréf­un­um. Það vr nið­ur­staða rann­sókn­ar­nefndar Alþingis að veiga­mikil rök hafi leitt til þeirrar nið­ur­stöðu að „draga hefði átt lán, sem ein­vörð­ungu eru tryggð með veði í eigin hluta­bréf­um, frá eigin fé fjár­mála­fyr­ir­tæk­is. Hið sama gildi um hluti sem voru að formi til skráðir í eigu þriðja aðila en „fyrir reikn­ing“ við­kom­andi fjár­mála­fyr­ir­tæk­is.“

Mun umfangs­meiri mál en reiknað var með

Aðspurður um hvað hafi komið honum mest á óvart þegar emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara fór að skoða hin svoköll­uðu hrun­mál segir Ólafur að upp­haf­lega hann og sam­starfs­fé­lagar hans talið að þeir myndu rekast á mál sem tengd­ust ástand­inu sem skap­að­ist við hrun­ið, rétt fyrir það eða rétt eft­ir. Að um yrði að ræða mál þar sem ein­stak­lingar reyndu að nýta sér tæki­færi til þess að koma með ólög­mætum hætti yfir fjár­muni á ögur­stundu. „En ein­hverra hluta vegna varð miklu meira um það að þessi mál voru að teygja sig mun lengra aftur í tím­ann. Og við vorum að eiga við hátt­semi sem var fyrir vikið mun alvar­legri og mun fleiri sem tóku þátt í. Og var kannski mun skipu­legri en við áttum von á til að byrja með.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Börkur Smári Kristinsson
Hvað skiptir þig máli?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Segir VG standa frammi fyrir prófraun í kjölfar Samherjamálsins
Fyrrverandi forsætisráðherra segir að grannt verði fylgst með viðbrögðum Katrínar Jakobsdóttur og VG í tengslum við Samherjamálið. Hún segir að setja verði á fót sérstaka rannsóknarnefnd sem fari ofan í saumana á málinu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Bára Halldórsdóttir
Klausturgate – ári síðar
Bára Halldórsdóttir hefur skipulagt málþing með það að markmiði að gefa þolendum „Klausturgate“ rödd og rými til að tjá sig og til þess að ræða Klausturmálið og eftirmál þess fyrir samfélagið.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.
Vill að verkalýðshreyfingin bjóði fram stjórnmálaafl gegn spillingu
Formaður VR kallar eftir þverpólitísku framboði, sem verkalýðshreyfingin stendur að. „Tökum málin í eigin hendur og stigum fram sem sameinað umbótaafl gegn spillingunni,“ segir hann í pistli.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Ætlar enginn (virkilega) að gera neitt í þessu?
Kjarninn 16. nóvember 2019
Fólk geti sett sig í spor annarra
Gylfi Zoega segir að hluti af því að hagkerfið geti virkað eins og það eigi að gera, sé að fólk og fjölmiðlar veiti valdhöfum aðhald.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Uppskrift að því að drepa umræðuna með börnum
Kjarninn 16. nóvember 2019
Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 16. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent