„Við erum ennþá að fremja efnahagsbrot”

Ólafur Þór Hauksson segir að þegar hann og samstarfsfólk hans sækir fundi erlendis þá sjái þau að þau séu „nokkuð góð í því sem við erum að gera“.

Auglýsing

„Við erum ennþá að fremja efna­hags­brot og við erum ennþá að rann­saka slík brot. Í dag er það þó þannig að við erum með ein­ingu eða starf­semi sem ræður við að rann­saka flókin efna­hags­mál og hefur bæði mann­skap og búnað til þess.“

Þetta segir Ólafur Þór Hauks­son, hér­aðs­sak­sókn­ari og fyrr­ver­andi sér­stakur sak­sókn­ari, aðspurður um hvort að Íslend­ingar séu enn að fremja efna­hags­brot, eða hvort að emb­ætti hans sé enn að takast á við brot af því tagi sem áttu sér stað í aðdrag­anda banka­hruns­ins.

Þetta kom fram í við­tali Þórðar Snæs Júl­í­us­­son­­ar, rit­­stjóra Kjarn­ans, við Ólaf í sjón­­varps­þætt­inum 21 á Hring­braut á mið­viku­dag þar sem þeir ræddu hrunið og afleið­ingar þess í til­­efni af því að ára­tugur er lið­inn frá atburð­unum afdrifa­­ríku nú um stund­­ir. Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni í spil­ar­anum hér að ofan.

Auglýsing
Ólafur sagði að fram­ganga íslenskra rann­sókn­ar­að­ila hafi vakið umtals­verða athygli erlend­is, en Ísland tók með allt öðrum hætti á grun­semdum um lög­brot í starf­semi bank­anna en nokkuð annað land í heim­in­um. „Við sjáum það líka þegar við sækjum fundi erlendis að við erum nokkuð góð í því sem við erum að gera. Við höfum þó nokkuð til mál­anna að leggja varð­andi þessi atriði í dag,“ segir Ólaf­ur.

Málin sem emb­ætti hans er að takast á í dag eru þó ann­ars eðlis en þau sem það rann­sak­aði fyrstu árin eftir að emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara var sett á fót. Umfang þeirra sé mun minna en „trend­in“ séu enn þau sömu.

Katrín Jakosbsdóttir, forsætsiráðherra.
Æskilegt að birt verði skrá yfir vinnuveitendur hagsmunavarða
Forsætisráðuneytið vinnur nú að lagafrumvarpi til varnar hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdarvaldsins. Þar á meðal er fyrirhugað að gera öllum aðilum sem sinna hagsmunavörslu skylt að tilkynna sig til stjórnvalda.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent