Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun dómsmálaráðherra um framsal meints höfuðpaurs í Euro Market málinu til Póllands. Maðurinn sem var úrskurðaður er einn eigandi pólskrar verslunarkeðju hér á landi, Euro Market. Framsalsbeiðnin er byggð á því að pólsk yfirvöld séu að rannsaka aðild mannsins að skipulagðri brotastarfsemi og ólöglegum flutning fíkniefna á millli landa. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.
Úrskurðurinn hefur verið kærður til Landsréttur. Verjandi mansins, Steinbergur Finnbogason, segir að verulega skorti að tekin hafi verið afstaða til þeirra sjónarmiða sem teflt hafi verið fram í málinu. Hann segir að litið hafi verið fram hjá lögbundnum mannúðarsjónarmiðum. Steinbergur segir að þetta sé nánast sé eins og um framsal á Íslendingi sé hér að ræða enda hafi skjólstæðingur hans búið hér í meira en tíu ár, eigi hér konu og barn, eigin atvinnurekstur og ýmsar aðrar rætur til samfélagsins.
Samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins beindist rannsókn málsins að fíkniefnainnflutning, peningaþvætti, fjársvikum, brotum á vopnalögum, lyfjalögum og fíkniefnaframleiðslu. Í framsalsúrskurðinum kemur hins vegar fram að umræddur höfuðpaur eigi aðeins eitt ólokið mál í kerfi lögreglunnar sem varðar meintan peningaþvott.
Steinbergur, verjandi mannsins, segir að með framsalinu sé hann sviptur þeim rétti að verja sig hérlendis fyrir þeim ásökunum sem á hann eru bornar af íslensku ákæruvaldi og óljóst sé t.d. hvað verði um kyrrsetningu eigna hans hér á landi fari mál hans skyndilega til dómstóla í Póllandi. Í úrskurð Hérðasdóms er ekki fallist á þessa túlkun verjandans.