Zúistum synjað um lóð í Reykjavík

Trúfélagið Zuism lagði fram lóðarumsókn til Reykjavíkurborgar í maí síðastliðnum en samkvæmt borginni var ekki hægt að verða við þeirri umsókn.

Mynd af hofi Zúista af vefsíðu trúfélagsins.
Mynd af hofi Zúista af vefsíðu trúfélagsins.
Auglýsing

Zuism trú­fé­lag óskaði eftir að fá lóð frá Reykja­vík­ur­borg en þeirri umsókn hefur verið hafn­að. Þetta kemur fram í svari Reykja­vík­ur­borgar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Á vef­síðu trú­fé­lags­ins kemur einnig fram að það hafi lagt fram lóð­ar­um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar. Með umsókn­inni hafi fylgt teikn­ingar af fyr­ir­hug­uðu must­eri sem Zúistar vilja byggja í nálægð við mið­borg Reykja­vík­ur.

Sam­kvæmt Reykja­vík­ur­borg var skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar falið af borg­ar­ráði að svara umsókn­inni og var það gert með bréfi þann 12. júní síð­ast­lið­inn.

„Ekki þótti hægt að verða við umsókn félags­ins á grund­velli 5. gr. laga um Kristni­sjóð og var á það bent að þau trú­fé­lög sem hafa fengið nið­ur­fell­ingu gatna­gerð­ar­gjalda af hálfu Reykja­vík­ur­borgar á síð­ustu árum hafi fengið þá nið­ur­fell­ingu sam­þykkta á grund­velli 2. mgr. 6. gr. laga nr. 153/2006 um gatna­gerð­ar­gjald,“ segir í svari Reykja­vík­ur­borg­ar.

Auglýsing

Skortur á aðstöðu

Segir á vef­síðu trú­fé­lags­ins að það hafi vaxið mikið á síð­ustu 2 til 3 árum og þörfin fyrir hús­næði undir bæði starf­semi og athafnir orðin aðkallandi. „Mik­il­vægt er að félagið hafi gott heim­ili til að geta haldið áfram að vaxa og dafna sem og sinnt þeim mikla fjölda með­lima sem er nú þegar í félag­inu. Eins og staðan er í dag á félagið ekk­ert safn­að­ar­heim­ili og ekk­ert um fáan­legar eignir sem henta félag­inu. Tals­vert er spurt um að koma á athöfnum og við­burðum og kom­ast mun færri að vegna skorts á aðstöð­u.“

Á vef Zúista segir að einn helsti guð sé Enlil og sé hann guð lofts og jarð­ar. Zigguratið muni heita í höfuð á hans helsta must­eri sem hét Ekur. Þýð­ing á nafn­inu þýði fjalla­hof og sé eitt af helg­ustu hofum Súm­era þar sem Ekur tákni miðja jarðar þar sem helgi­staður guð­anna og jörð mæt­ist. Sam­kvæmt teikn­ingum muni bygg­ingin vera á tveimur hæðum ásamt hofi ofan á annarri hæð. Stór stigi muni vera alla leið­ina frá jörðu upp að hof­inu. Hofið sé helgasti staður Zúista og þar geti farið fram athafnir svo sem gift­ing­ar, skírnir og til­biðj­an­ir. Einnig sé einn vin­sæl­asti við­burður Zúista bjór og bæn þar sem gyðjan Ninkasi er heiðruð með lestri á ljóði sem sé einnig elsta bjór­upp­skrift í heimi.

Vinna að kostn­að­ar­á­ætlun

Stjórn Zuism vinnur nú með verk­fræð­ing­um, bygg­ing­ar­verk­tökum og hönn­uðum til að fá sem nákvæm­asta kostn­að­ar­á­ætlun og hönnun að bygg­ing­unni. „Við trúum á að nákvæmni og góður und­ir­bún­ingur muni koma í veg fyrir tafir og hindr­an­ir. Allar áætl­anir og teikn­ingar eru unnar að fag­að­il­um. End­an­legur kostn­aður verks­ins ræðst þó að nokkru leyti af stað­setn­ingu Ziggurats­ins. 

Eftir mik­inn vöxt á félag­inu árið 2015 ákvað stjórnin að stofna sér­stakan Ziggurat­sjóð sem heldur utan um fjár­mál tengd upp­bygg­ingu og við­haldi bygg­ing­ar­inn­ar. Frá og með 2018 mun með­limum vera boðið að sókn­ar­gjöldin renni til Ziggurat­sjóðs­ins og einnig styrkja hann og efla ennþá meira,“ segir á vef­síðu þeirra. 

Með­limum fækkar milli ára

Sam­kvæmt Hag­stof­unni eru nú skráðir 1.923 ein­stak­lingar í Zuism trú­fé­lag en sam­­kvæmt tölum frá því í nóv­em­ber í fyrra voru 2.845 með­­limir skráðir í félag­ið.

Til stendur að end­ur­greiða sókn­ar­gjöld til með­lima þeirra í ár og mun sér­stakt umsókn­ar­form vera á vef­síðu félags­ins, sam­kvæmt trú­fé­lag­inu. Í svari þeirra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans stefnir það á að opna fyrir umsóknir þann 1. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent