Zúistum synjað um lóð í Reykjavík

Trúfélagið Zuism lagði fram lóðarumsókn til Reykjavíkurborgar í maí síðastliðnum en samkvæmt borginni var ekki hægt að verða við þeirri umsókn.

Mynd af hofi Zúista af vefsíðu trúfélagsins.
Mynd af hofi Zúista af vefsíðu trúfélagsins.
Auglýsing

Zuism trú­fé­lag óskaði eftir að fá lóð frá Reykja­vík­ur­borg en þeirri umsókn hefur verið hafn­að. Þetta kemur fram í svari Reykja­vík­ur­borgar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Á vef­síðu trú­fé­lags­ins kemur einnig fram að það hafi lagt fram lóð­ar­um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar. Með umsókn­inni hafi fylgt teikn­ingar af fyr­ir­hug­uðu must­eri sem Zúistar vilja byggja í nálægð við mið­borg Reykja­vík­ur.

Sam­kvæmt Reykja­vík­ur­borg var skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar falið af borg­ar­ráði að svara umsókn­inni og var það gert með bréfi þann 12. júní síð­ast­lið­inn.

„Ekki þótti hægt að verða við umsókn félags­ins á grund­velli 5. gr. laga um Kristni­sjóð og var á það bent að þau trú­fé­lög sem hafa fengið nið­ur­fell­ingu gatna­gerð­ar­gjalda af hálfu Reykja­vík­ur­borgar á síð­ustu árum hafi fengið þá nið­ur­fell­ingu sam­þykkta á grund­velli 2. mgr. 6. gr. laga nr. 153/2006 um gatna­gerð­ar­gjald,“ segir í svari Reykja­vík­ur­borg­ar.

Auglýsing

Skortur á aðstöðu

Segir á vef­síðu trú­fé­lags­ins að það hafi vaxið mikið á síð­ustu 2 til 3 árum og þörfin fyrir hús­næði undir bæði starf­semi og athafnir orðin aðkallandi. „Mik­il­vægt er að félagið hafi gott heim­ili til að geta haldið áfram að vaxa og dafna sem og sinnt þeim mikla fjölda með­lima sem er nú þegar í félag­inu. Eins og staðan er í dag á félagið ekk­ert safn­að­ar­heim­ili og ekk­ert um fáan­legar eignir sem henta félag­inu. Tals­vert er spurt um að koma á athöfnum og við­burðum og kom­ast mun færri að vegna skorts á aðstöð­u.“

Á vef Zúista segir að einn helsti guð sé Enlil og sé hann guð lofts og jarð­ar. Zigguratið muni heita í höfuð á hans helsta must­eri sem hét Ekur. Þýð­ing á nafn­inu þýði fjalla­hof og sé eitt af helg­ustu hofum Súm­era þar sem Ekur tákni miðja jarðar þar sem helgi­staður guð­anna og jörð mæt­ist. Sam­kvæmt teikn­ingum muni bygg­ingin vera á tveimur hæðum ásamt hofi ofan á annarri hæð. Stór stigi muni vera alla leið­ina frá jörðu upp að hof­inu. Hofið sé helgasti staður Zúista og þar geti farið fram athafnir svo sem gift­ing­ar, skírnir og til­biðj­an­ir. Einnig sé einn vin­sæl­asti við­burður Zúista bjór og bæn þar sem gyðjan Ninkasi er heiðruð með lestri á ljóði sem sé einnig elsta bjór­upp­skrift í heimi.

Vinna að kostn­að­ar­á­ætlun

Stjórn Zuism vinnur nú með verk­fræð­ing­um, bygg­ing­ar­verk­tökum og hönn­uðum til að fá sem nákvæm­asta kostn­að­ar­á­ætlun og hönnun að bygg­ing­unni. „Við trúum á að nákvæmni og góður und­ir­bún­ingur muni koma í veg fyrir tafir og hindr­an­ir. Allar áætl­anir og teikn­ingar eru unnar að fag­að­il­um. End­an­legur kostn­aður verks­ins ræðst þó að nokkru leyti af stað­setn­ingu Ziggurats­ins. 

Eftir mik­inn vöxt á félag­inu árið 2015 ákvað stjórnin að stofna sér­stakan Ziggurat­sjóð sem heldur utan um fjár­mál tengd upp­bygg­ingu og við­haldi bygg­ing­ar­inn­ar. Frá og með 2018 mun með­limum vera boðið að sókn­ar­gjöldin renni til Ziggurat­sjóðs­ins og einnig styrkja hann og efla ennþá meira,“ segir á vef­síðu þeirra. 

Með­limum fækkar milli ára

Sam­kvæmt Hag­stof­unni eru nú skráðir 1.923 ein­stak­lingar í Zuism trú­fé­lag en sam­­kvæmt tölum frá því í nóv­em­ber í fyrra voru 2.845 með­­limir skráðir í félag­ið.

Til stendur að end­ur­greiða sókn­ar­gjöld til með­lima þeirra í ár og mun sér­stakt umsókn­ar­form vera á vef­síðu félags­ins, sam­kvæmt trú­fé­lag­inu. Í svari þeirra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans stefnir það á að opna fyrir umsóknir þann 1. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent