Zúistum synjað um lóð í Reykjavík

Trúfélagið Zuism lagði fram lóðarumsókn til Reykjavíkurborgar í maí síðastliðnum en samkvæmt borginni var ekki hægt að verða við þeirri umsókn.

Mynd af hofi Zúista af vefsíðu trúfélagsins.
Mynd af hofi Zúista af vefsíðu trúfélagsins.
Auglýsing

Zuism trú­fé­lag óskaði eftir að fá lóð frá Reykja­vík­ur­borg en þeirri umsókn hefur verið hafn­að. Þetta kemur fram í svari Reykja­vík­ur­borgar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. Á vef­síðu trú­fé­lags­ins kemur einnig fram að það hafi lagt fram lóð­ar­um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar. Með umsókn­inni hafi fylgt teikn­ingar af fyr­ir­hug­uðu must­eri sem Zúistar vilja byggja í nálægð við mið­borg Reykja­vík­ur.

Sam­kvæmt Reykja­vík­ur­borg var skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar falið af borg­ar­ráði að svara umsókn­inni og var það gert með bréfi þann 12. júní síð­ast­lið­inn.

„Ekki þótti hægt að verða við umsókn félags­ins á grund­velli 5. gr. laga um Kristni­sjóð og var á það bent að þau trú­fé­lög sem hafa fengið nið­ur­fell­ingu gatna­gerð­ar­gjalda af hálfu Reykja­vík­ur­borgar á síð­ustu árum hafi fengið þá nið­ur­fell­ingu sam­þykkta á grund­velli 2. mgr. 6. gr. laga nr. 153/2006 um gatna­gerð­ar­gjald,“ segir í svari Reykja­vík­ur­borg­ar.

Auglýsing

Skortur á aðstöðu

Segir á vef­síðu trú­fé­lags­ins að það hafi vaxið mikið á síð­ustu 2 til 3 árum og þörfin fyrir hús­næði undir bæði starf­semi og athafnir orðin aðkallandi. „Mik­il­vægt er að félagið hafi gott heim­ili til að geta haldið áfram að vaxa og dafna sem og sinnt þeim mikla fjölda með­lima sem er nú þegar í félag­inu. Eins og staðan er í dag á félagið ekk­ert safn­að­ar­heim­ili og ekk­ert um fáan­legar eignir sem henta félag­inu. Tals­vert er spurt um að koma á athöfnum og við­burðum og kom­ast mun færri að vegna skorts á aðstöð­u.“

Á vef Zúista segir að einn helsti guð sé Enlil og sé hann guð lofts og jarð­ar. Zigguratið muni heita í höfuð á hans helsta must­eri sem hét Ekur. Þýð­ing á nafn­inu þýði fjalla­hof og sé eitt af helg­ustu hofum Súm­era þar sem Ekur tákni miðja jarðar þar sem helgi­staður guð­anna og jörð mæt­ist. Sam­kvæmt teikn­ingum muni bygg­ingin vera á tveimur hæðum ásamt hofi ofan á annarri hæð. Stór stigi muni vera alla leið­ina frá jörðu upp að hof­inu. Hofið sé helgasti staður Zúista og þar geti farið fram athafnir svo sem gift­ing­ar, skírnir og til­biðj­an­ir. Einnig sé einn vin­sæl­asti við­burður Zúista bjór og bæn þar sem gyðjan Ninkasi er heiðruð með lestri á ljóði sem sé einnig elsta bjór­upp­skrift í heimi.

Vinna að kostn­að­ar­á­ætlun

Stjórn Zuism vinnur nú með verk­fræð­ing­um, bygg­ing­ar­verk­tökum og hönn­uðum til að fá sem nákvæm­asta kostn­að­ar­á­ætlun og hönnun að bygg­ing­unni. „Við trúum á að nákvæmni og góður und­ir­bún­ingur muni koma í veg fyrir tafir og hindr­an­ir. Allar áætl­anir og teikn­ingar eru unnar að fag­að­il­um. End­an­legur kostn­aður verks­ins ræðst þó að nokkru leyti af stað­setn­ingu Ziggurats­ins. 

Eftir mik­inn vöxt á félag­inu árið 2015 ákvað stjórnin að stofna sér­stakan Ziggurat­sjóð sem heldur utan um fjár­mál tengd upp­bygg­ingu og við­haldi bygg­ing­ar­inn­ar. Frá og með 2018 mun með­limum vera boðið að sókn­ar­gjöldin renni til Ziggurat­sjóðs­ins og einnig styrkja hann og efla ennþá meira,“ segir á vef­síðu þeirra. 

Með­limum fækkar milli ára

Sam­kvæmt Hag­stof­unni eru nú skráðir 1.923 ein­stak­lingar í Zuism trú­fé­lag en sam­­kvæmt tölum frá því í nóv­em­ber í fyrra voru 2.845 með­­limir skráðir í félag­ið.

Til stendur að end­ur­greiða sókn­ar­gjöld til með­lima þeirra í ár og mun sér­stakt umsókn­ar­form vera á vef­síðu félags­ins, sam­kvæmt trú­fé­lag­inu. Í svari þeirra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans stefnir það á að opna fyrir umsóknir þann 1. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent