Landsréttur hefur staðfest niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að hafna staðfestingu lögbanns Sýslumannsins í Reykjavík á fréttaflutning upp úr gögnum úr Glitni banka. Frá þessu er greint á Stundinni í dag.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði því í febrúar síðastliðnum að staðfesta lögbann sem sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu setti á fréttaflutning Stundarinnar upp úr gögnum innan úr þrotabús Glitnis.
Sýslumaðurinn í Reykjavík féllst þann 16. október síðastliðinn á lögbannskröfu þrotabúsins, Glitnis HoldCo gegn fréttaflutningi Stundarinnar og Reykjavik Media, sem er í eigu Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, með þeim afleiðingum að bann var sett á fréttaflutninginn upp úr gögnunum, en meðal þess sem finna má í gögnunum eru upplýsingar um einkamálefni verulegar fjölda fyrrverandi viðskiptavina Glitnis. Á meðal þess sem fjallað hefur verið um ítarlega eru fjármál Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. Glitnir HoldCo taldi að upplýsingarnar væru bundnar bankaleynd.
Glitnir HoldCo ehf., eignarhaldsfélag utan um eftirstandandi eignir hins fallna banka Glitnis, fór fram á það þann 10. október við sýslumannsembættið á höfuðborgarsvæðinu að lögbann verði lagt við birtingu Stundarinnar og Reykjavík Media ehf. á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum er varða einkamálefni verulegs fjölda fyrrverandi viðskiptavina Glitnis. Á meðal þeirra sem fjallað hefur verið ítarlega um er Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Glitnir Holdco taldi að upplýsingarnar væru bundnar bankaleynd.
Glitnir hafði ráðið breska lögmannsstofu til að gæta hagsmuna sinna vegna umfjöllunar The Guardian sem byggir á sömu gögnum. Glitnir hafði jafnframt tilkynnt umrætt brot til Fjármálaeftirlitsins sem fór með rannsókn málsins.