Glitnir HoldCo og Stundin - Baráttan um birtingu

Í dag mun koma í ljós hvort lögbann á birt­ingu Stund­ar­innar og Reykja­vík Medi­a ehf. á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum er varða fyrr­ver­andi við­skipta­vina Glitn­is muni halda. Kjarninn rifjaði upp málið.

stundin
Auglýsing

Dómur verður kveð­inn upp í máli Glitnir HoldCo gegn Útgáfu­fé­lagi Stund­ar­innar og Reykja­vik Media, sem er í eigu Jóhann­esar Kr. Krist­jáns­­son­­ar, í hádeg­inu í dag. For­saga máls­ins er sú að sýslu­­mað­­ur­­inn í Reykja­vík féllst á lög­banns­kröfu þrota­­­bús Glitn­is þann 16. októ­ber síð­ast­lið­inn með þeim afleið­ingum að bann var sett á frétta­­­flutn­ing Stund­­­ar­inn­ar og Reykja­vík Media, sem bygg­ir á gögn­um inn­­­an úr fallna bank­an­­­um.

Glitnir HoldCo ehf., eign­­ar­halds­­­fé­lag utan um eft­ir­stand­andi eignir hins fallna banka Glitn­is, fór fram á það þann 10. októ­ber við sýslu­­manns­emb­ættið á höf­uð­­borg­­ar­­svæð­inu að lög­­­bann verði lagt við birt­ingu Stund­­ar­innar og Reykja­vík Med­i­a ehf. á fréttum eða annarri umfjöllun sem byggja á eða eru unnar úr gögnum er varða einka­­mál­efni veru­­legs fjölda fyrr­ver­andi við­­skipta­vina Glitn­­is. Á meðal þeirra sem fjallað hefur verið ítar­­lega um er Bjarni Bene­dikts­­son, for­­sæt­is­ráð­herra og for­­maður Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins. Glitnir Holdco taldi að upp­­lýs­ing­­arnar væru bundn­ar ­banka­­leynd.

Glitnir hafði ráðið breska lög­­­manns­­stofu til að gæta hags­muna sinna ­vegna umfjöll­unar The Guar­dian sem byggir á sömu gögn­­um. Glitnir hafði jafn­­framt til­­kynnt umrætt brot til Fjár­­­mála­eft­ir­lits­ins sem fer með rann­­sókn ­máls­ins. 

Auglýsing

Hér­aðs­sak­sókn­ari hætti aftur á móti rann­sókn á leka úr bank­anum þann 18. jan­úar síð­ast­lið­inn. Fjár­mála­eft­ir­litið kærði lek­ann til emb­ætt­is­ins eftir að fréttir fóru að birt­ast sem byggja á gögnum úr lek­an­um. Milli 20 og 30 manns voru teknir til skýrslu­töku meðan á rann­sókn máls­ins stóð en það skil­aði engum upp­lýs­ingum um hver hefði dreift upp­lýs­ing­unum úr Glitni né hver eða hverjir hefðu komið gögnum til fjöl­miðla. Málið var því fellt nið­ur.

Við­skipti Bjarna til umfjöll­unar

Umfjöllun Stund­­ar­inn­ar, Reykja­vik Media og The Guar­dian hófst með því að sagt var frá því 6. októ­ber síð­­ast­lið­inn að Bjarni Bene­dikts­­son for­­sæt­is­ráð­herra hefði selt all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni, fyrir um 50 millj­­­ónir króna, dag­ana fyr­ir banka­hrun­ið. Í des­em­ber árið 2016 hafði Bjarni verið spurður í sjón­­varps­þætti á Stöð 2 út í eign sína í Sjóði 9 og hvort hann hefði selt. Þá svar­aði hann því til að hann hefði ekki átt neitt sem skipti máli í sjóðn­­­um.

Í umfjöllun Stund­­ar­innar hefur einnig verið fjallað um tveggja millj­­arða króna kúlu­lán sem eign­­ar­halds­­­fé­lag Bjarna og náinna fjöl­­skyld­u­­með­­lima hans fengu til að kaupa allt hlutafé í N1, 50 milljón króna kúlu­lána­skuld hans sem var færð yfir á skuld­­sett eign­­ar­halds­­­fé­lag Bjarna sem var síðan slitið og um að vitn­is­­burður Bjarna í Vafn­ings­­mál­inu svo­­kall­aða stang­ist á við þau gögn sem Stund­in, Reykja­vik Media og The Guar­dian hafa undir hönd­­um. Þá hefur Stundin einnig greint frá því að gögnin sem mið­ill­inn hafi undir höndum sýni að Bjarni hafi verið virkur þátt­tak­andi í við­­skiptum aflands­­fé­lags­ins Falson, sem hann átti hlut í.

Umfjöllun ætti erindi til almenn­ings

Forsíða Stundarinnar þann 20.október 2017.Jón Trausti Reyn­is­­son, annar rit­­stjóra Stund­­ar­inn­­ar, var afar ósáttur við lög­­­banniðHann sagði að lög­­­bannið hefði þær afleið­ingar að Stundin mætti ekki vinna fréttir upp úr gögn­unum og gæti því ekki birt frek­­ari fréttir um mál, þar til réttaró­vissu um heim­ild til þess hefði verið eytt. Ljóst var að nið­­ur­­staða myndi ekki fást í málið fyrr en eftir alþing­is­kosn­­ing­­arnar í októ­ber. 

Jón Trausti sagði að öllum kröfum Glitnis Holdco hefði verið kröft­ug­­lega mót­­mælt af Stund­inni, enda ætti umfjöll­unin erindi við almenn­ing. Hún fjall­aði um sam­­spil við­­skipta og stjórn­­­mála í aðdrag­anda hruns­ins.

Hann sagði enn fremur að að­gerðir eins og þessar „hætt­u­­legar í lýð­ræð­in­u“, og hann taldi að dóm­stólar myndu ekki fall­­ast á þessa heftun á tján­ing­ar­frels­inu þegar á reyn­ir. 

Glitnir HoldCo höfð­aði síðan þann 23. októ­ber síð­ast­lið­inn stað­­fest­ing­­ar­­mál vegna lög­­­banns­ins og var fyrir­takan í mál­inu tæpum tveimur mán­uðum síð­ar. Aðal­með­ferðin fór fram í byrjun jan­úar á þessu ári. 

Glitni væri til­kynnt ef birt­ing stæði til

Eftir umfjöllun Kjarn­ans sem einnig var unnin upp úr Glitn­is­gögn­un­um barst Kjarn­anum bréf þann 3. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn frá Ólafi Eiríks­syni, lög­manni hjá LOGOS lög­manns­stofu, fyrir hönd Glitnis HoldCo. Í bréf­inu var því haldið fram að óheim­ilt væri að birta gögn eða upp­lýs­ingar úr gögnum sem Kjarn­inn byggði á. Ólafur sagði í bréf­inu að umbjóð­andi hans teldi birt­ingu frétta­skýr­ing­ar­innar vera ólög­mæta og brjóta í bága við þagn­ar­skyldu­á­kvæði laga um fjár­mála­fyr­ir­tæki.

Í frétta­skýr­ing­unni kom fram að hún væri unnin upp úr skýrslu K­PMG, skýrslu Ernst & Young, skýrslum frá­ Kroll og sam­an­tekt frá­ ­LEX. Allt væru þetta aðilar sem unnu fyrir skila­nefnd Glitnis við að rann­saka fjár­magns­flutn­inga og við­skipti innan hans í kringum banka­hrun­ið.

Í bréfi lög­manns­ins var bent á að fyrir lægi lög­bann, sem sett var á umfjöllun Stund­ar­innar og Reykja­vík­ ­Medi­a ­upp úr gögnum frá Glitni í októ­ber, við birt­ingu gagna og upp­lýs­inga er byggja á gögnum sem bundin væru trún­aði.

Í ljósi þessa fór LOGOS, fyrir hönd Glitn­is HoldCo, fram á við Kjarn­ann að hann veitti í fyrsta lagi upp­lýs­ingar um hvort frek­ari birt­ing úr umræddum gögnum væri fyr­ir­hug­uð. Hér var átt við allar fréttir sem byggja á upp­lýs­ingum og/eða gögnum frá Glitni eða úr kerfum þess. Í öðru lagi var þess farið á leit við Kjarn­ann að ef frek­ari birt­ing úr fram­an­greindum gögnum væri fyr­ir­huguð um umbjóð­anda þeirra, Glitni, væri til­kynnt fyrir fram með tveggja sól­ar­hringa fyr­ir­vara að slík birt­ing stæði til.

Í nið­ur­lagi bréfs­ins sagði að Glitn­ir HoldCo á­skilji sér rétt til að grípa til allra lög­mæta aðgerða vegna birt­ingar Kjarn­ans á umræddum trún­að­ar­upp­lýs­ing­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira eftir höfundinnBára Huld Beck
Meira úr sama flokkiInnlent