Telja nægt tilefni til meiðyrðamáls á hendur Gunnari Smára

Lögmaður Kristjönu Valgeirsdóttur hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem því er haldið fram að ummæli Gunnars Smára Egilssonar séu alvarleg aðför að mannorði hennar.

Gunnar Smári Egilsson
Gunnar Smári Egilsson
Auglýsing

Umfjöllun Gunn­ars Smára Egils­son­ar, fjöl­miðla­manns og for­sprakka Sós­í­alista­flokks­ins, er sögð vera aðför að mann­orði og trú­verð­ug­leika Krist­jönu Val­garðs­dótt­ur fjár­mála­stjóra Efl­ing­ar-­stétt­ar­fé­lags í yfir­lýs­ingu lög­manns hennar sem send var út í dag. 

Í henni er því haldið fram að skrif Gunn­ars Smára séu full af til­hæfu­lausum ásök­unum og ávirð­ingum sem séu til þess eins gerðar að koma af stað óhróðri um Krist­jön­u. 

Gunn­ar Smári hafði áður fjallað í Miðj­unni og á Face­­book-­síðu sinni um störf eig­in­­konu sinn­ar fyr­ir Efl­ingu og gagn­rýndi hann harð­lega umfjöllun Morg­un­blaðs­ins um málið. Hann nafn­­greindi þar Krist­jönu og sagði hana hafa gert greiðslur til Öldu Lóu, eig­in­konu hans, að frétta­efni vegna deilna við yf­ir­­menn sína á skrif­­stofu fé­lags­ins.

Auglýsing



Gunnar Smári svarar

Gunnar Smári kemur með athuga­semdir á Face­book-­síðu sinni vegna yfir­lýs­ing­ar­innar þar sem hann segir að hún sé ekki birt vegna þess að Krist­jana og lög­maður hennar haldi að eitt­hvert til­efni sé til mál­sóknar heldur vegna þess að þær viti að fjöl­miðlar geri ekki meira kröfur til sín en svo, að þeir muni birta þessa yfir­lýs­ingu undir fyr­ir­sögnum sem gefi til kynna stór­kost­leg brot hans. 

Hér skrifar Lára V. Júl­í­us­dótt­ir, lög­maður fjár­mála­stjóra Efl­ing­ar, langan texta um að fjár­mála­stjór­inn sé ósátt við að...

Posted by Gunnar Smári Egils­son on Wed­nes­day, Oct­o­ber 10, 2018


Yfirlýsing vegna fjölmiðlaumfjöllunar um fjármálastjóra Eflingar-stéttarfélags

Aðför að mann­orði og trú­verð­ug­leika fjár­mála­stjóra

Byggj­ast á til­hæfu­lausum ásök­unum

Um síð­ustu helgi birt­ust í Mbl., DV, Eyj­unni og víðar í fjöl­miðlum fréttir af ólgu meðal starfs­manna á skrif­stofu Efl­ing­ar. Í þeirri umfjöllun hefur Gunnar Smári Egils­son, blaða­mað­ur, fjallað um umbjóð­anda minn, Krist­jönu Val­geirs­dótt­ur, fjár­mála­stjóra Efl­ing­ar-­stétt­ar­fé­lags með æru­meið­andi hætti sem nauð­syn­legt er að gera athuga­semdir við. ­Fyrir 36 árum var Krist­jana Val­geirs­dóttir ráðin sem gjald­keri Verka­manna­fé­lags­ins Dags­brún­ar. Þegar Dags­brún sam­ein­að­ist öðrum stétt­ar­fé­lögum í Efl­ingu- stétt­ar­fé­lag var hún ráðin sem gjald­keri og síðar fjár­mála­stjóri Efl­ing­ar. Hún hefur því starfað hjá Efl­ingu og eldri félögum nær allan sinn starfs­ald­ur. Hún hefur greini­lega notið trausts for­manna og stjórna stétt­ar­fé­lag­anna sem hún hefur starfað hjá.

Krist­jana hefur kosið að tjá sig ekki opin­ber­lega um veik­indi sín né störf sín hjá Efl­ingu að und­an­förnu. Hún vill taka fram að frétt Mbl. um helg­ina er ekki frá henni komin og ræðir hún ekki ein­stök störf eða verk­efni á skrif­stofu Efl­ingar á opin­berum vett­vangi, enda telur hún sig bundna trún­aði hvað slíkt varð­ar. Þó er óhjá­kvæmi­legt að bregð­ast við þeim rang­færslum og óhróðri sem hún nú verður fyrir af hálfu Gunn­ars Smára.

Í skrifum sínum á Eyj­unni segir Gunnar Smári Egils­son m.a. að Krist­jana sverti nafn Öldu Lóu Leifs­dótt­ur, eig­in­konu Gunn­ars í von um að koma höggi á yfir­menn sína. Krist­jana kann­ast ekki við að hafa tjáð sig um við­skipti félags­ins við ein­staka aðila, hvorki Öldu Lóu né ann­arra og vísar til þess að við afgreiðslu þess máls innan félags­ins hafi verið farið eftir þeim verk­lags­reglum sem við­hafðar hafa verið á skrif­stofu Efl­ing­ar. Ekki er ljóst til hvers Gunnar vísar þegar hann segir að von Krist­jönu hafi verið að koma höggi á yfir­menn sína. Þess má geta að nafn Öldu Lóu Leifs­dóttur kemur hvergi fram á reikn­ingum eða gögnum sem um ræðir og umbjóð­andi minn hefur aldrei hitt hana og þekkir hana ekki. Ásök­unin telst því alger­lega til­hæfu­laus enda vand­séð hvaða ástæðu umbjóð­andi minn hefur til að sverta nafn per­sónu sem hvergi kemur fram í við­kom­andi skjölum og umbjóð­andi minn þekkir ekki og sér fyrst nafnið í umfjöllun Gunn­ars Smára Egils­son­ar.

Gunnar segir enn­fremur að umbjóð­andi minn sé “aug­ljós­lega ómerki­leg mann­eskja og ill­görn.” Hvernig Gunnar kemst að þeirri nið­ur­stöðu er ill­skilj­an­legt þar sem umbjóð­andi minn kann­ast ekki við Gunnar Smára Egils­son nema úr fjöl­miðlum og minn­ist þess ekki að hafa hitt þann mann né átt nein sam­skipti við hann. Hann segir einnig að Krist­jana hafi örugg­lega verið rán­dýr á fóðrum innan félags­ins. Hvaðan hann hefur þær upp­lýs­ingar er alls ekki ljóst, en Krist­jana kann­ast ekki við annað en að hafa unnið félag­inu af heil­indum enda hafi henni verið þökkuð góð störf í þess þágu. Hún hafi þegið laun sem hún ætlar að séu sam­bæri­leg launum ann­arra í svip­aðri stöðu. Þess má geta að hefð var fyrir því innan Dags­brúnar sem fylgdi inn í Efl­ingu að starfs­menn, ábyrgð­ar­menn og for­ystu­menn voru yfir­leitt á hóf­legum launum miðað við sam­bæri­leg störf innan verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Gunnar ræðir einnig um til­færslur Krist­jönu á fjár­munum félags­ins til Gamma. Tekið skal fram að allar meiri háttar fjár­fest­ingar Efl­ingar eiga stoð í fjár­fest­ing­ar­stefnu félags­ins sem byggðar eru á lögum þess og eru sam­þykktar í hvert og eitt skipti af stjórn félags­ins. Ábyrgð umbjóð­anda míns á ein­stökum fjár­mála­gern­ingum felst í því að fram­kvæma ákvarð­anir sem stjórnin eða for­menn Efl­ingar hafa tekið með heim­ild stjórnar og innan ramma ávöxt­un­ar­stefnu félags­ins. Þessar ásak­anir eiga sér því enga stoð í raun­veru­leik­an­um.

Á einum stað í skrifum sínum nefnir Gunnar að Krist­jana hafi beitt sér fyrir því að beina við­skiptum Efl­ingar að veit­inga­rekstri sam­býl­is­manns síns, Marks Brink. Að þessu til­efni er nauð­syn­legt að taka fram að við­skipti eldri félaga og síðan Efl­ingar við hann hófust fyrst í stjórn­ar­tíð Guð­mundar J. Guð­munds­sonar og flutt­ust síðan yfir til Hall­dórs Björns­son­ar. Þetta var löngu áður en kynni Krist­jönu og Marks hófust. Umbjóð­andi minn tengd­ist aldrei pönt­unum veit­inga vegna funda. Slíkt var á hendi for­manna félags­ins eða skrif­stofu­stjóra í umboði þeirra. Rétt er að nefna að við­skipti Efl­ingar á veit­ingum og fund­ar­sölum beindust að mun fleiri aðilum í gegn um árin. Engin for­senda er því fyrir þessum ásök­unum og auð­vel mál að sanna það með beinum vitnum um mál­ið.

Skrif Gunn­ars eru full af til­hæfu­lausum ásök­unum og ávirð­ingum sem eru til þess eins gerðar að koma af stað óhróðri um umbjóð­anda minn. Til­gangur Gunn­ars Smára Egils­sonar er sýni­lega ekki annar en að sverta mann­orð hennar með skrifum sínum og leit­ast við að draga úr þeim trú­verð­ug­leika sem umbjóð­andi minn hefur ætíð notið innan Efl­ingar og eldri félaga. Það hlýtur að telj­ast mjög ómak­legt að ráð­ast með þessum hætti gegn starfs­manni í ábyrgð­ar­starfi á skrif­stofu stétt­ar­fé­lags og lít­il­lækka hann og van­virða með til­hæfu­lausum ásök­un­um, starfs­manns sem nú um stundir er óvinnu­fær vegna veik­inda. Öllum ásök­un­um, ávirð­ingum og alhæf­ingum svo sem þeirri að fjár­mála­stjóri Efl­ingar „beri ábyrgð á vondri stöðu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og hafi valdið verka­fólki fjár­hags­legu tjóni“ er vísað á bug enda engin rök eða sann­an­anir fyrir því að nokkur fótur sé fyrir þeim.

Mynd­birt­ing af umbjóð­anda mínum sem fylgir þessum ósönnu ásök­unum er ámæl­is­verð og hluti af árás á per­sónu umbjóð­anda míns sem ekki er hægt að sitja und­ir.

Hvað Gunn­ari Smára gengur til með umfjöllun sinni skal ósagt látið og ekki vitað til þess að hann hafi hingað til borið hag verka­lýðs­stéttar þessa lands sér­stak­lega fyrir brjósti, en allar þessar fölsku og röngu ávirð­ingar sem bornar eru á umbjóð­anda minn hljóta að kalla fram við­brögð af hálfu henn­ar. Ljóst er að þær eru alvar­leg aðför að mann­orði hennar og meira en nægt til­efni til meið­yrða­máls og kröfu miska­bóta á hendur Gunn­ari Smára Egils­syni.

Lára V. Júl­í­us­dóttir lög­maður

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent