Fyrirhugað frumvarp sagt skerða rétt þungaðra einstaklinga

Talsverðar athugasemdir hafa verið gerðar við fyrirhugað frumvarp Velferðarráðuneytisins um þungunarof.

img_3177_raw_1807130178_10016325144_o.jpg
Auglýsing

Vel­ferð­ar­ráðu­neytið kynnti drög að frum­varpi til laga um þung­un­ar­rof í sept­em­ber síð­ast­liðn­um. Stefnt er að því að frum­varp til nýrra laga um þung­un­ar­rof verði lagt fram á yfir­stand­andi þingi. Í frum­varp­inu er lagt til að konur geti ákveðið að rjúfa með­göngu að lokum 18. viku í stað 16. viku. Hulda Hjart­ar­dótt­ir, yfir­læknir fæð­ing­ar­þjón­ustu á Land­spít­al­an­um, sagði í sam­tali við Rúv að í frum­varp­inu væri bæði verið að rýmka og þrengja rétt kvenna til þung­un­ar­rofs. 

Í núver­andi lögum geta konur rofið með­göngu að lok­um 16.viku en einnig er hægt að óska eftir því að enda með­göngu ef í ljós kemur við 20 vikna ómskoðun að eitt­hvað alvar­legt er að en þá þarf und­ir­skrift lækna og sam­þykki úrskurð­ar­nefnd­ar. Í nýja frum­varp­inu er tekið fyrir þennan mögu­leika. Þar segir í 4. grein að eftir lok 18. viku sé þung­un­ar­rof ein­ungis heim­ilt ef lífi konu er stefnt í hættu eða fóstur telst ekki líf­væn­leg­t.   

Umsagnir við frum­varpið

Í umfjöllun Frétta­blaðs­ins í dag kemur fram að fag­fólk í heil­brigð­is­geir­anum gerir tals­verðar athuga­semdir við fyr­ir­hugað frum­varp um þung­un­ar­rof. Stærstur hluti umsagna fag­fólks um frum­varps­drögin snýr að því að fyr­ir­hugað frum­varp skerði rétt kvenna frá því sem nú gild­ir.

Auglýsing

Frum­varps­drögin voru kynnt í Sam­ráðs­gátt rík­is­stjórn­ar­innar í sept­em­ber síð­ast­liðnum en frestur til umsagna rann út fyrir viku. Umsagn­irnar voru ekki birtar í gátt­inni en Frétta­blaðið fékk aðgang að þeim í krafti upp­lýs­inga­laga. Drögin byggja á vinnu starfs­hóps um efnið sem skil­aði af sér í nóv­em­ber 2016. Sá munur er þó á að í nið­ur­stöðum hóps­ins var lagt til að þung­un­ar­rof yrði heim­ilt fram til 22. viku með­göngu ef engar lækn­is­fræði­legar ástæður mæltu gegn því. Í drög­unum er hins vegar gert ráð fyrir því að þung­un­ar­rof verði heim­ilt fram á 18. viku en eftir það ein­göngu ef lífi þung­aðrar konu er stefnt í hættu eða ef fóstur telst ekki „líf­væn­legt“ til fram­búð­ar.

Þung­una­rof fram á 22. viku

Í umsögn ljós­mæðra kemur fram að alvar­legir fæð­ing­argallar grein­ist yfir­leitt ekki fyrr en eftir tutt­ugu vikna són­ar. Breyt­ingin feli í sér að ákvörð­un­ar­réttur þung­aðs ein­stak­lings skerð­ist þar sem gerð er krafa um að fóstur sé ólíf­væn­legt. Í fæstum til­vikum sjá­ist strax hvort fóstur sé líf­væn­legt þó merki um alvar­lega fötlun sjá­ist. Ein­stak­lingar og fjöl­skyldur séu mis­vel í stakk búin til að eiga barn með alvar­lega fötlun og frum­varps­drögin loki fyrir það að fólk sem telur sig ekki ráða við það geti tekið ákvörðun um slíkt. Kveður við svip­aðan tón hjá Félagi íslenskra fæð­ing­ar- og kven­sjúk­dóma­lækna (FÍF­K), Land­spít­al­ans (LSH) og í umsögnum lækna sem ýmist starfa við kven­sjúk­dóma-, barna- eða fæð­ing­ar­lækn­ing­ar. Um­ræddir aðilar leggja til að tímara­mm­inn fyr­ir­ þung­un­ar­rof verði lengdur fram til 22. viku með­göngu.

Skertur réttur þung­aðs ein­stak­lings

Þá var í nokkrum umsögn­um, þar á meðal frá umboðs­manni barna, sett út á það að lögin tryggðu ekki sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt ein­stak­linga undir sextán ára til þung­un­ar­rofs. Í lög­unum er ekk­ert um slík til­vik og myndu því ákvæði laga um rétt­indi sjúk­linga gilda um slík til­vik.„Ef frum­varpið verður sam­þykkt í núver­andi mynd má því færa rök fyrir því að verið sé að þrengja enn að sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétti barna að þessu leyti og kveða á um að for­sjárað­ilar fái ávallt vit­neskju um fyr­ir­hug­að þung­un­ar­rof, óháð aðstæðum hverju sinn­i,“ segir í umsögn umboðs­manns. 

Í fyr­ir­hug­uðum lögum er kveðið á um að þung­un­ar­rof skuli vera gjald­frjálst „sjúkra­tryggðum kon­um“. Í einni umsögn var vakin á því athygli að hingað til lands kæmu ósjúkra­tryggðir ein­stak­ling­ar, þar á meðal hæl­is­leit­end­ur, sem settir væru í bága stöðu af þessum sök­um. Þá var í nokkrum umsögn­um, þar á meðal umsögn LSH, vikið að því að frum­varpið gerði aðeins ráð fyrir þung­uðum konum en ekki öðrum ein­stak­ling­um, til að mynda trans­mönn­um. Frá þessu er greint í Frétta­blað­inu

Heim­ildir til þung­un­ar­ofs byggð á fötlun fóst­urs afnumin

Í grein­ar­gerð með frum­varps­drög­unum er bent á að samn­ingur Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks hafi verið skoð­aður við gerð frum­varps­ins. Þar segir að Ísland hafi full­gilt samn­ing­inn og ber því að tryggja að íslensk lög séu í sam­ræmi við hann. Eft­ir­lits­nefnd samn­ings­ins hafi gert athuga­semdir við lög­gjöf í ríkjum þar sem heim­ildir til þung­un­ar­rofs byggj­ast á fötlun fóst­urs­ins og því hafi sá grein­ar­munur verið afnum­inn.

Í sam­eig­in­legri ­yf­ir­lýs­ing frá Lands­sam­tök­unum Þroska­hjálp, Félagi áhuga­fólks um Downs-heil­kenni, Áhuga­fé­lagi um hryggrauf/klof­inn hrygg, Rann­sókn­ar­setri í fötl­un­ar­fræð­u­m við Háskóla Íslands og Öryrkja­banda­lagi Íslands eru ummæli yfir­læknis fæð­ing­ar­þjón­ust­u LS­H ­gagn­rýnt. ­Yf­ir­læknir sagði í sam­tali við RÚV að hún leggi til að hafa ­sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt ­kon­unnar fullan upp að 22 vikum án skil­yrða. Til­greinir hún það mik­il­vægt vegna þess að ýmis vanda­mál ýmis vanda­mál eins og klof­inn hrygg­ur, vatns­höf­uð, dverg­vöxtur og ákveðin til­vik litn­ingagalla, t.d. downs­heil­kenni, finn­ast oft ekki fyrr en við 20 vikna ómskoð­un. Hulda segir það þau mörk eru þess eðlis að ef að barn fæð­ist eftir 22 vikur þá er það flokkað sem lif­andi fætt barn undir þeim mörkum að þá er það fóst­ur.

En í ofan­greindri yfir­lýs­ing­unni eru ummæli yfir­læknis fæð­ing­ar­þjón­ust­u LS­H ­sögð á skjön við nútíma­hug­myndir og skiln­ing á fötlun og fötl­uð­u ­fólki. Þar er krafist ný lög um þung­un­ar­rof eigi ekki að mis­muna á grund­velli fötl­un­ar, hvorki beint né óbeint.

 



 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent