Þörf á fleiri úrræðum fyrir öryrkja

Á Íslandi eru 19.162 einstaklingar með 75 prósent örorkumat og hefur fjölgað um 29 prósent á tíu árum. Rúmlega þúsund færri þiggja örorkulífeyri.

ÖBÍ - Kröfuganga 1. maí 2018
ÖBÍ - Kröfuganga 1. maí 2018
Auglýsing

Nú eru 19.162 einstaklingar með 75% örorkumat á Íslandi og eiga því að öðru jöfnu rétt á örorkulífeyri. Þeim einstaklingum hefur fjölgað um 4300 á tíu árum sem er um 29% aukning. Hins vegar fá aðeins 18.009 einstaklingar lífeyri og hluti hópsins fær skertan lífeyri vegna annarra tekna. Því eru rúmlega 1000 öryrkjar sem þiggja ekki lífeyri. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Ekki hefur verið greint hvað liggur að baki því að fólk sækir um og fær metna örorku upp á 75% án þess að eiga rétt á líf­eyri. Samkvæmt Tryggingastofnun kunna þó ýmsir hvatar að vera fyrir því. Öryrkjar geta í einhverjum tilvikum fengið greiðslur sem tengjast börnum og fríðindi annars staðar í samfélaginu. Tryggingastofnun veitir nú fólki sem metið er öryrkjar afturvirkar greiðslur í tvö ár, eftir að umboðsmaður Alþingis birti álit þess efnis, og það getur þýtt að viðkomandi fær verulegar greiðslur í upphafi.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur nýgengi örorku aukist á undanförnum árum. Frá árinu 2006 hefur fjöldi nýrra öryrkja verið á bilinu 1.140 til um 1.800 á ári. Stoðkerfissjúkdómar og geðraskanir eru algengustu ástæður 75% örorku og er þá miðað við fyrstu sjúkdómsgreiningu en oft eru fleiri ástæður fyrir matinu. Á síðasta ári voru geðraskanir ástæðan fyrir örorkumati 495 einstaklinga og stoðkerfissjúkdómar í 389 tilfella en 734 af öðrum ástæðum. Flestir þeirra sem metnir eru með 75% örorku eru á aldrinum 55 til 64 ára eða 6813 í október 2018. Þótt nýgengi hafi aukist meðal ungra eru þó aðeins 24% hópsins 39 ára og yngri. 

Auglýsing

Þurfa fleiri úrræði

Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, segir í samtali við Morgunblaðið að stofnunin reyni að beina ungum umsækjendum um örorkulífeyri í endurhæfingu og á endurhæfingarlífeyri. Hún segir að þó ekki alltaf hægt, alltaf komi dálítið af umsóknum frá ungu fólki um örorkumat þar sem læknar skrifi upp á örorku og endurhæfingaraðilar staðfesti að endurhæfing sé fullreynd. Í þeim tilvikum hafi Tryggingastofnun fá úrræði.

„Við erum ekki sátt við það. Geðfötluðum fjölgar mikið. Þar þurfum við að finna fleiri úrræði. Einhver úrræði eru til en okkur hefur ekki tekist að tengja þau þannig að þau nýtist einstaklingum vel. Það eru ákveðin vonbrigði,“ segir Sigríður Lillý.

Sigríður nefnir að það sé nefnd á vegum félagsmálaráðherra sem er að fjalla um þessi mál og telur hún að meiri alvara sé hjá núverandi ráðherra en áður hefur verið til að finna úrræði og leiðir til að koma í veg fyrir að þessi þróun um nýgengi örorku verði að náttúrulögmáli. Tekur hún fram að unnið sé að því á vegum ráðuneytisins að gera stofnuninni kleift að grípa til fleiri úrræða, til að reyna að efla starfsgetu fólks 

„Við getum gert margt betur,“ segir Sigríður Lillý þegar hún er spurð um ráð. Segist hún binda vonir við vinnuna í ráðuneytinu. Þá séu í samfélaginu öflugir einstaklingar og félög sem hafi verið að vinna með öryrkjum og öðrum sem hafa skerta starfsgetu. „Ég tel að við ættum að snúa hugsanagangi okkar við. Hætta að nota hugtakið öryrki heldur ræða um starfsgetu fólksins og reyna að efla hana,“ segir hún. Þá segir hún að grípa þurfi inn í strax í skólakerfinu. Þaðan komi ungir karlmenn sem líði illa en þá þurfi að grípa fyrr.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sema Erla telur að dómsmálaráðherra og staðgengill Útlendingastofnunar ættu að segja starfi sínu lausu.
„Ómannúðlegar, kaldrifjaðar og forkastanlegar“ aðgerðir ÚTL
Formaður Solaris segir að aðgerðir Útlendingastofnunar séu okkur sem samfélagi til háborinnar skammar – að æðstu stjórnendur útlendingamála gerist sekir um ólöglegar aðgerðir gegn fólki á flótta.
Kjarninn 22. júní 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, ásamt samstarfsaðilum frá Namibíu er þeir komu í heimsókn til Íslands.
Samherji „hafnar alfarið ásökunum um mútugreiðslur“
Starfshættir Samherja í Namibíu, sem voru að frumkvæði og undir stjórn Jóhannesar Stefánssonar, voru látnir viðgangast allt of lengi og hefði átt að stöðva fyrr. Þetta kemur fram í „yfirlýsingu og afsökun“ frá Samherja.
Kjarninn 22. júní 2021
Afsökunarbeiðnin sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun. Undir hana skrifar Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji biðst afsökunar á starfseminni í Namibíu: „Við gerðum mistök“
Forstjóri Samherja skrifar undir afsökunarbeiðni sem birtist í á heilsíðu í tveimur dagblöðum í dag. Þar segir að „ámælisverðir viðskiptahættir“ hafi fengið að viðgangast í starfsemi útgerðar Samherja í Namibíu.
Kjarninn 22. júní 2021
Neyðarástandi vegna faraldurs kórónuveiru var aflétt í Tókýó í gær.
Allt að tíu þúsund áhorfendur á hverjum keppnisstað Ólympíuleikanna
Ákvörðun hefur verið tekin um að leyfa áhorfendum að horfa á keppnisgreinar Ólympíuleikanna á keppnisstað en Japönum einum mun verða hleypt á áhorfendapallana. Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast þann 23. júlí.
Kjarninn 21. júní 2021
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Aðförin að lýðræðinu
Kjarninn 21. júní 2021
Guðrún Johnsen hagfræðingur og lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.
Segir dálkahöfundinn Tý í Viðskiptablaðinu hafa haft sig á heilanum í meira en áratug
Guðrún Johnsen hagfræðingur segir allt sem hún hafi sagt í viðtali við RÚV um sölu á Íslandsbanka í byrjun árs hafa gengið eftir. Afslátturinn sem hafi verið gefinn á raunvirði bankans sé 20-50 prósent.
Kjarninn 21. júní 2021
Tæpum helmingi íslenskra blaðamanna verið ógnað eða hótað á síðustu fimm árum
Samkvæmt frumniðurstöðum úr nýrri rannsókn um þær ógnir sem steðja að blaðamönnum kemur fram að helmingur blaðamanna hafi ekki orðið fyrir hótunum á síðustu fimm árum. Töluvert um að siðferði blaðamanna sé dregið í efa.
Kjarninn 21. júní 2021
Viðar Halldórsson
Má ekki bara sleppa þessu? Um verðlaunaafhendingar á skólaútskriftum
Kjarninn 21. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent