Þörf á fleiri úrræðum fyrir öryrkja

Á Íslandi eru 19.162 einstaklingar með 75 prósent örorkumat og hefur fjölgað um 29 prósent á tíu árum. Rúmlega þúsund færri þiggja örorkulífeyri.

ÖBÍ - Kröfuganga 1. maí 2018
ÖBÍ - Kröfuganga 1. maí 2018
Auglýsing

Nú eru 19.162 ein­stak­lingar með 75% örorku­mat á Íslandi og eiga því að öðru jöfnu rétt á örorku­líf­eyri. Þeim ein­stak­lingum hefur fjölgað um 4300 á tíu árum sem er um 29% aukn­ing. Hins vegar fá aðeins 18.009 ein­stak­lingar líf­eyri og hluti hóps­ins fær skertan líf­eyri vegna ann­arra tekna. Því eru rúm­lega 1000 öryrkjar sem þiggja ekki líf­eyri. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Ekki hefur verið greint hvað liggur að baki því að fólk sækir um og fær metna örorku upp á 75% án þess að eiga rétt á líf­eyr­i. ­Sam­kvæmt Trygg­inga­stofnun kunna þó ýmsir hvatar að vera fyrir því. Öryrkjar geta í ein­hverjum til­vikum fengið greiðslur sem tengj­ast börnum og fríð­indi ann­ars staðar í sam­fé­lag­inu. Trygg­inga­stofnun veitir nú fólki sem metið er öryrkjar aft­ur­virkar greiðslur í tvö ár, eftir að umboðs­maður Alþingis birti álit þess efn­is, og það getur þýtt að við­kom­andi fær veru­legar greiðslur í upp­hafi.

Sam­kvæmt heim­ildum Morg­un­blaðs­ins hefur nýgengi örorku auk­ist á und­an­förnum árum. Frá árinu 2006 hefur fjöldi nýrra öryrkja verið á bil­inu 1.140 til um 1.800 á ári. Stoð­kerf­is­sjúk­dómar og geð­rask­anir eru algeng­ustu ástæður 75% örorku og er þá miðað við fyrstu sjúk­dóms­grein­ingu en oft eru fleiri ástæður fyrir mat­inu. Á síð­asta ári voru geð­rask­anir ástæðan fyrir örorku­mati 495 ein­stak­linga og stoð­kerf­is­sjúk­dómar í 389 til­fella en 734 af öðrum ástæð­um. Flestir þeirra sem metnir eru með 75% örorku eru á aldr­inum 55 til 64 ára eða 6813 í októ­ber 2018. Þótt nýgengi hafi auk­ist meðal ungra eru þó aðeins 24% hóps­ins 39 ára og yngri. 

Auglýsing

Þurfa fleiri úrræði

Sig­ríður Lillý Bald­urs­dótt­ir, for­stjóri Trygg­inga­stofn­un­ar, segir í sam­tali við Morg­un­blaðið að stofn­unin reyni að beina ungum umsækj­endum um örorku­líf­eyri í end­ur­hæf­ingu og á end­ur­hæf­ing­ar­líf­eyri. Hún segir að þó ekki alltaf hægt, alltaf komi dálítið af umsóknum frá ungu fólki um örorku­mat þar sem læknar skrifi upp á örorku og end­ur­hæf­ing­ar­að­ilar stað­festi að end­ur­hæf­ing sé full­reynd. Í þeim til­vikum hafi Trygg­inga­stofnun fá úrræði.

„Við erum ekki sátt við það. Geð­fötl­uðum fjölgar mik­ið. Þar þurfum við að finna fleiri úrræði. Ein­hver úrræði eru til en okkur hefur ekki tek­ist að tengja þau þannig að þau nýt­ist ein­stak­lingum vel. Það eru ákveðin von­brigð­i,“ segir Sig­ríður Lillý.

Sig­ríður nefnir að það sé nefnd á vegum félags­mála­ráð­herra sem er að fjalla um þessi mál og telur hún að meiri alvara sé hjá núver­andi ráð­herra en áður hefur verið til að finna úrræði og leiðir til að koma í veg fyrir að þessi þróun um nýgengi örorku verði að nátt­úru­lög­máli. Tekur hún fram að unnið sé að því á vegum ráðu­neyt­is­ins að gera stofn­un­inni kleift að grípa til fleiri úrræða, til að reyna að efla starfs­getu fólks 

„Við getum gert margt bet­ur,“ segir Sig­ríður Lillý þegar hún er spurð um ráð. Seg­ist hún binda vonir við vinn­una í ráðu­neyt­inu. Þá séu í sam­fé­lag­inu öfl­ugir ein­stak­lingar og félög sem hafi verið að vinna með öryrkjum og öðrum sem hafa skerta starfs­getu. „Ég tel að við ættum að snúa hugs­ana­gangi okkar við. Hætta að nota hug­takið öryrki heldur ræða um starfs­getu fólks­ins og reyna að efla hana,“ segir hún. Þá segir hún að grípa þurfi inn í strax í skóla­kerf­inu. Þaðan komi ungir karl­menn sem líði illa en þá þurfi að grípa fyrr.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
Kjarninn 17. janúar 2021
Kjartan Sveinn Guðmundsson
Nýtt ár, ný hugmyndafræði: kynning á veisluhyggju
Kjarninn 17. janúar 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra.
„Þverpólitísk sátt“ um fjölmiðlafrumvarp í kortunum eftir að Stöð 2 boðaði læstar fréttir
Eftir að Sýn boðaði að fréttum Stöðvar 2 yrði læst virðist hreyfing að komast á frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Mennta- og menningarmálaráðherra telur að „þverpólitísk sátt“ sé að nást um styrkjakerfi, sem sjálfstæðismenn hafa lagst gegn.
Kjarninn 17. janúar 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins.
Óttast að „tveggja flokka kerfi“ myndist ef flokkar útiloki samstarf við aðra
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Logi Einarsson eru sammála um að kjósendur eigi að hafa skýra sýn á hverskonar ríkisstjórnir flokkar vilji mynda eftir kosningar. Sigmundur vill þó ekki útiloka samvinnu með neinum og kallar Samfylkingu „útilokunarflokk.“
Kjarninn 17. janúar 2021
Frá dómssalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómssal í gömlu símaveri.
Kjarninn 17. janúar 2021
Söngflokkurinn Boney M naut mikilla vinsælda víða um heim undir lok áttunda áratugarins.
Boney M og stolnu lögin
Þegar sönghópurinn Boney M sló í gegn seint á áttunda áratug síðustu aldar með lögunum „Brown Girl in the Ring“ og „Rivers of Babylon“ grunaði engan að í kjölfarið fylgdu málaferli sem stæðu í áratugi.
Kjarninn 17. janúar 2021
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent