120 milljónum eytt án heimilda

Í verkstöðuskýrslu um áramótin 2017-2018 kom fram að búið var að eyða 250 milljónum í bragga-verkefni borgarinnar. 120 milljónum var eytt án heimilda og segist fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar taka þau mistök á sig.

Bragginn við Nauthólsveg 100.
Bragginn við Nauthólsveg 100.
Auglýsing

Hrólfur Jóns­son, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar hjá Reykja­vík­ur­borg, segir að ­búið hafi verið að sam­þykkja fram­úr­keyrslu vegna end­ur­bygg­ingu bragg­ans við Naut­hóls­veg 100 að hluta til. Í verk­stöðu­skýrslu sem birt­ist um ára­mótin 2017 til 2018 var greint frá því að búið hafi verið að eyða 250 millj­ónum í verk­efn­ið. 120 millj­ónum var eytt án heim­ilda og seg­ist Hrólfur taka þau mis­tök á sig. Þetta kemur fram í frétt RÚV en hann var í við­tali við Morg­un­út­varpið á Rás 2 í morg­un. 

Hann segir jafn­framt ástæðu þess að verkið hafi orðið dýr­ara liggja í mörgum þátt­um. Þau mis­tök hafi verið gerð á sinni skrif­stofu að ekki hafi farið inn tala í fjár­fest­inga­á­ætlun um að það yrði að eyða meira pen­ingum í fram­kvæmd­ina.

Hrólfur segir kjörna full­trúa ekki hafa vitað um rétta stöðu mála fyrr en í ágúst þegar fjár­mála­hópur lagði hana fram fyrir borg­ar­stjórn. Þá var komin heild­ar­end­ur­skoðun á fjár­fest­inga­á­ætl­un­inni. „Þetta ger­ist ekki í einni ákvörð­un. Þegar þú horfir á svona mál eftir á þá hef­urðu allar upp­lýs­ing­ar. Þarna eru mörg atriði sem hafa áhrif á það að þetta fer fram­úr,“ segir hann. 

Auglýsing

„Það liggja fyrir allar fund­ar­gerðir frá verk­fund­um, það liggja fyrir allir reikn­ing­ar, þannig að það verður hægt að rekja þetta mál algjör­lega,“ segir Hrólfur og bætir því við að það verði að læra af mál­inu.

Hann segir í sam­tal­inu að óvissa hafi legið fyrir um kostnað við bragg­ann, eins og alltaf þegar verið sé að gera upp gömul hús. Þegar áætl­unin hafi verið gerð hafi ekki legið fyrir hvernig ætti að nota hús­ið. Hann leggur þó áherslu á að mis­tök hafi verið gerð þegar ákveðnum hluta af fram­úr­keyrsl­unni hafi verið eytt án þess að heim­ild hafi verið fyrir því. 

 „Hjá Reykja­vík­ur­borg er fjár­mála­hóp­ur. Ég sit í þeim fjár­mála­hóp ásamt fjár­mála­stjór­an­um, þar er farið yfir svona hluti. Þessi fram­kvæmd fór ekki þar inn, það voru bara mis­tök,“ segir hann. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Svartá er vatnsmesta lindá landsins.
„Heita kartaflan“ sem mun „kljúfa samfélagið í Bárðardal“
Þingeyjarsveit hefur áður skipst í fylkingar í virkjanamálum. Laxárdeilan er mörgum enn í fersku minni en í þessari sömu sveit hyggst fyrirtækið SSB Orka reisa Svartárvirkjun sem engin sátt er um.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ný könnun: Næstum tveir af hverjum þremur treysta ekki Bjarna til að selja Íslandsbanka
Tekjulægri vantreysta fjármála- og efnahagsráðherra mun frekar til að einkavæða annan ríkisbankann en þeir sem eru með hærri tekjur.
Kjarninn 18. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent