120 milljónum eytt án heimilda

Í verkstöðuskýrslu um áramótin 2017-2018 kom fram að búið var að eyða 250 milljónum í bragga-verkefni borgarinnar. 120 milljónum var eytt án heimilda og segist fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar taka þau mistök á sig.

Bragginn við Nauthólsveg 100.
Bragginn við Nauthólsveg 100.
Auglýsing

Hrólfur Jóns­son, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar hjá Reykja­vík­ur­borg, segir að ­búið hafi verið að sam­þykkja fram­úr­keyrslu vegna end­ur­bygg­ingu bragg­ans við Naut­hóls­veg 100 að hluta til. Í verk­stöðu­skýrslu sem birt­ist um ára­mótin 2017 til 2018 var greint frá því að búið hafi verið að eyða 250 millj­ónum í verk­efn­ið. 120 millj­ónum var eytt án heim­ilda og seg­ist Hrólfur taka þau mis­tök á sig. Þetta kemur fram í frétt RÚV en hann var í við­tali við Morg­un­út­varpið á Rás 2 í morg­un. 

Hann segir jafn­framt ástæðu þess að verkið hafi orðið dýr­ara liggja í mörgum þátt­um. Þau mis­tök hafi verið gerð á sinni skrif­stofu að ekki hafi farið inn tala í fjár­fest­inga­á­ætlun um að það yrði að eyða meira pen­ingum í fram­kvæmd­ina.

Hrólfur segir kjörna full­trúa ekki hafa vitað um rétta stöðu mála fyrr en í ágúst þegar fjár­mála­hópur lagði hana fram fyrir borg­ar­stjórn. Þá var komin heild­ar­end­ur­skoðun á fjár­fest­inga­á­ætl­un­inni. „Þetta ger­ist ekki í einni ákvörð­un. Þegar þú horfir á svona mál eftir á þá hef­urðu allar upp­lýs­ing­ar. Þarna eru mörg atriði sem hafa áhrif á það að þetta fer fram­úr,“ segir hann. 

Auglýsing

„Það liggja fyrir allar fund­ar­gerðir frá verk­fund­um, það liggja fyrir allir reikn­ing­ar, þannig að það verður hægt að rekja þetta mál algjör­lega,“ segir Hrólfur og bætir því við að það verði að læra af mál­inu.

Hann segir í sam­tal­inu að óvissa hafi legið fyrir um kostnað við bragg­ann, eins og alltaf þegar verið sé að gera upp gömul hús. Þegar áætl­unin hafi verið gerð hafi ekki legið fyrir hvernig ætti að nota hús­ið. Hann leggur þó áherslu á að mis­tök hafi verið gerð þegar ákveðnum hluta af fram­úr­keyrsl­unni hafi verið eytt án þess að heim­ild hafi verið fyrir því. 

 „Hjá Reykja­vík­ur­borg er fjár­mála­hóp­ur. Ég sit í þeim fjár­mála­hóp ásamt fjár­mála­stjór­an­um, þar er farið yfir svona hluti. Þessi fram­kvæmd fór ekki þar inn, það voru bara mis­tök,“ segir hann. 

Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Furða sig á skýrslu um hvalveiðar við Ísland
Forsætisráðherra segir skýrslu um hvalveiðar við Ísland sérkennilegt útspil. Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands gagnrýnir skýrsluna harðlega.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meirihluti Íslendinga vill seinka klukkunni – Kjósendur Miðflokksins eru því andvígastir
Munur er á viðhorfi til klukkunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa. Kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað en kjósendur Miðflokksins andvígastir.
Kjarninn 18. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu
Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.
Kjarninn 18. janúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
Kjarninn 18. janúar 2019
Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi
Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.
Kjarninn 18. janúar 2019
Hagar reka meðal annars Bónus.
Jóni Ásgeiri hafnað í stjórnarkjöri í Högum
Ný stjórn var kjörin í Högum í dag. Þeir fimm sem tilnefningarnefnd mælti með voru kjörin. Jón Ásgeir Jóhannesson sóttist eftir stjórnarsetu en náði ekki kjöri.
Kjarninn 18. janúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Rafíþróttir á Íslandi og stórleikir í Höllinni
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent