120 milljónum eytt án heimilda

Í verkstöðuskýrslu um áramótin 2017-2018 kom fram að búið var að eyða 250 milljónum í bragga-verkefni borgarinnar. 120 milljónum var eytt án heimilda og segist fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar taka þau mistök á sig.

Bragginn við Nauthólsveg 100.
Bragginn við Nauthólsveg 100.
Auglýsing

Hrólfur Jóns­son, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar hjá Reykja­vík­ur­borg, segir að ­búið hafi verið að sam­þykkja fram­úr­keyrslu vegna end­ur­bygg­ingu bragg­ans við Naut­hóls­veg 100 að hluta til. Í verk­stöðu­skýrslu sem birt­ist um ára­mótin 2017 til 2018 var greint frá því að búið hafi verið að eyða 250 millj­ónum í verk­efn­ið. 120 millj­ónum var eytt án heim­ilda og seg­ist Hrólfur taka þau mis­tök á sig. Þetta kemur fram í frétt RÚV en hann var í við­tali við Morg­un­út­varpið á Rás 2 í morg­un. 

Hann segir jafn­framt ástæðu þess að verkið hafi orðið dýr­ara liggja í mörgum þátt­um. Þau mis­tök hafi verið gerð á sinni skrif­stofu að ekki hafi farið inn tala í fjár­fest­inga­á­ætlun um að það yrði að eyða meira pen­ingum í fram­kvæmd­ina.

Hrólfur segir kjörna full­trúa ekki hafa vitað um rétta stöðu mála fyrr en í ágúst þegar fjár­mála­hópur lagði hana fram fyrir borg­ar­stjórn. Þá var komin heild­ar­end­ur­skoðun á fjár­fest­inga­á­ætl­un­inni. „Þetta ger­ist ekki í einni ákvörð­un. Þegar þú horfir á svona mál eftir á þá hef­urðu allar upp­lýs­ing­ar. Þarna eru mörg atriði sem hafa áhrif á það að þetta fer fram­úr,“ segir hann. 

Auglýsing

„Það liggja fyrir allar fund­ar­gerðir frá verk­fund­um, það liggja fyrir allir reikn­ing­ar, þannig að það verður hægt að rekja þetta mál algjör­lega,“ segir Hrólfur og bætir því við að það verði að læra af mál­inu.

Hann segir í sam­tal­inu að óvissa hafi legið fyrir um kostnað við bragg­ann, eins og alltaf þegar verið sé að gera upp gömul hús. Þegar áætl­unin hafi verið gerð hafi ekki legið fyrir hvernig ætti að nota hús­ið. Hann leggur þó áherslu á að mis­tök hafi verið gerð þegar ákveðnum hluta af fram­úr­keyrsl­unni hafi verið eytt án þess að heim­ild hafi verið fyrir því. 

 „Hjá Reykja­vík­ur­borg er fjár­mála­hóp­ur. Ég sit í þeim fjár­mála­hóp ásamt fjár­mála­stjór­an­um, þar er farið yfir svona hluti. Þessi fram­kvæmd fór ekki þar inn, það voru bara mis­tök,“ segir hann. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Að sjá hið ósýnilega og þekkja hið hversdagslega
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í morgun.
Stóru breytingarnar snúast um gjöldin af bílunum og akstrinum
Fjármálaráðherra segir að það stefni að óbreyttu í óefni hvað varðar tekjuöflun hins opinbera af ökutækjum og akstri. Jafna þurfi byrðar og láta rafbílaeigendur greiða meira. Hækkun kolefnisgjalds kemur til greina, en gæta þarf að jafnræði.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2022 í morgun
Afkoma ríkissjóðs batnar um 120 milljarða króna milli ára
Bjartari sviðsmyndir um afkomu ríkissjóðs eru að raungerast. Peningar verða settir í viðbótarhækkun á bótum örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega og framlög til heilbrigðismála aukast mest. Ef markaðsástæður eru góðar verður ráðist í frekari sölu á banka.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Frá gjörgæsludeildinni á Landspítalanum.
Gjörgæsluálagið vegna COVID-19 með því mesta á Norðurlöndunum
Ísland hefur færri gjörgæslurými á höfðatölu en öll hin Norðurlöndin. Vegna þess var mun hærra hlutfall þeirra undirlagt af COVID-19 sjúklingum hérlendis þegar faraldurinn var í hæstu hæðum heldur en í Noregi, Danmörku og Finnlandi.
Kjarninn 30. nóvember 2021
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent