120 milljónum eytt án heimilda

Í verkstöðuskýrslu um áramótin 2017-2018 kom fram að búið var að eyða 250 milljónum í bragga-verkefni borgarinnar. 120 milljónum var eytt án heimilda og segist fyrrverandi skrifstofustjóri skrifstofu eigna og atvinnuþróunar taka þau mistök á sig.

Bragginn við Nauthólsveg 100.
Bragginn við Nauthólsveg 100.
Auglýsing

Hrólfur Jóns­son, fyrr­ver­andi skrif­stofu­stjóri skrif­stofu eigna og atvinnu­þró­unar hjá Reykja­vík­ur­borg, segir að ­búið hafi verið að sam­þykkja fram­úr­keyrslu vegna end­ur­bygg­ingu bragg­ans við Naut­hóls­veg 100 að hluta til. Í verk­stöðu­skýrslu sem birt­ist um ára­mótin 2017 til 2018 var greint frá því að búið hafi verið að eyða 250 millj­ónum í verk­efn­ið. 120 millj­ónum var eytt án heim­ilda og seg­ist Hrólfur taka þau mis­tök á sig. Þetta kemur fram í frétt RÚV en hann var í við­tali við Morg­un­út­varpið á Rás 2 í morg­un. 

Hann segir jafn­framt ástæðu þess að verkið hafi orðið dýr­ara liggja í mörgum þátt­um. Þau mis­tök hafi verið gerð á sinni skrif­stofu að ekki hafi farið inn tala í fjár­fest­inga­á­ætlun um að það yrði að eyða meira pen­ingum í fram­kvæmd­ina.

Hrólfur segir kjörna full­trúa ekki hafa vitað um rétta stöðu mála fyrr en í ágúst þegar fjár­mála­hópur lagði hana fram fyrir borg­ar­stjórn. Þá var komin heild­ar­end­ur­skoðun á fjár­fest­inga­á­ætl­un­inni. „Þetta ger­ist ekki í einni ákvörð­un. Þegar þú horfir á svona mál eftir á þá hef­urðu allar upp­lýs­ing­ar. Þarna eru mörg atriði sem hafa áhrif á það að þetta fer fram­úr,“ segir hann. 

Auglýsing

„Það liggja fyrir allar fund­ar­gerðir frá verk­fund­um, það liggja fyrir allir reikn­ing­ar, þannig að það verður hægt að rekja þetta mál algjör­lega,“ segir Hrólfur og bætir því við að það verði að læra af mál­inu.

Hann segir í sam­tal­inu að óvissa hafi legið fyrir um kostnað við bragg­ann, eins og alltaf þegar verið sé að gera upp gömul hús. Þegar áætl­unin hafi verið gerð hafi ekki legið fyrir hvernig ætti að nota hús­ið. Hann leggur þó áherslu á að mis­tök hafi verið gerð þegar ákveðnum hluta af fram­úr­keyrsl­unni hafi verið eytt án þess að heim­ild hafi verið fyrir því. 

 „Hjá Reykja­vík­ur­borg er fjár­mála­hóp­ur. Ég sit í þeim fjár­mála­hóp ásamt fjár­mála­stjór­an­um, þar er farið yfir svona hluti. Þessi fram­kvæmd fór ekki þar inn, það voru bara mis­tök,“ segir hann. 

Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent