Slíta samningaviðræðum sjómannafélaga

Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafélagið Jötunn hafa ákveðið að draga sig út úr samningaviðræðum. Sjómannafélag Íslands harmar ásakanir Heiðveigar Maríu Einarsdóttur í sinn garð en hún svarar þeim fullum hálsi.

Arnarstapi, höfn, hafnir, sjór, sjávarútvegur, bátar, skip, fiskur, fiskar, útvegur,  7DM_3177_raw_170617.jpg
Auglýsing

Sjó­manna­fé­lag Eyja­fjarðar og Sjó­manna­fé­lagið Jöt­unn í Vest­manna­eyjum hafa ákveðið að draga sig út úr samn­inga­við­ræðum um sam­ein­ingu við þrjú önnur félög sjó­manna, Sjó­manna­fé­lagi Íslands, Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lagi Grinda­víkur og Sjó­manna­fé­lagi Hafn­ar­fjarð­ar.  Ástæðan er ásak­anir sem fram hafa komið á stjórn­endur Sjó­manna­fé­lags Íslands. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Stjórn Sjó­manna­fé­lags Eyja­fjarðar kom saman til fundar í gær til að fara yfir stöð­una í við­ræðum þess­ara fimm sjó­manna­fé­laga sem verið hafa í gangi um nokk­urt skeið. Á stjórn­ar­fund­inum var sam­þykkt eft­ir­far­andi yfir­lýs­ing sem und­ir­rituð er af for­manni SE og for­manni Jöt­uns um að ekki verði lengra farið í mál­inu og dragi því þessi félög sig út úr þessum við­ræð­um. Yfir­lýs­ingin var birt á heima­síðu félag­anna tveggja:

„Í fréttum und­an­farna daga hafa komið fram mjög alvar­legar ásak­anir á hendur stjórn­endum Sjó­manna­fé­lags Íslands um óheið­ar­lega fram­komu og fals­anir á fund­ar­gerð­ar­bók sjó­manna­fé­lags­ins. Ásak­anir þessar hafa komið fram í tengslum við fyr­ir­hugað mót­fram­boð til stjórnar félags­ins í tengslum við aðal­fund þess sem fram fer á milli jóla og nýárs. Þessar ásak­anir telja stjórn­endur ofan­greindra félaga svo alvar­legar að við því verði að bregð­ast. Þar sem ofan­greind félög hafa verið í sam­ein­ing­ar­við­ræðum við Sjó­manna­fé­lag Íslands, Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­víkur og Sjó­manna­fé­lag Hafn­ar­fjarðar er það mat stjórn­enda þess­ara félaga að ekki verði lengra farið og draga sig því út úr þessum sam­ein­ing­ar­við­ræðum félag­anna."

Auglýsing

Harmar ásak­an­irnar

Sjó­manna­fé­lag Íslands sendi einnig frá sér yfir­lýs­ingu í gær þar sem segir að laga­breyt­ingar sem bornar hafi verið upp á aðal­fundi 28. des­em­ber í fyrra hafi verið sam­þykktar með öllum greiddum atkvæð­um, þar á meðal um að kjör­gengir væru þeir félagar sem greitt hefðu í félagið sl. þrjú ár. Í yfir­lýs­ing­unni segir að félagið hafi legið undir ámæli frá Heið­veigu Maríu Ein­ars­dóttur sjó­manni sem hefur lýst áhuga á því að bjóða sig fram til for­manns. Hún hafi sakað for­yst­u ­Sjó­manna­fé­lags­ins um að falsa laga­breyt­ingu um kjör­gengi til stjórnar til þess að koma í veg fyrir fram­boð sitt. Stjórn Sjó­manna­fé­lags Íslands harmar þessar ásak­anir í garð félags­ins og segir að með ásökum sínum vegi Heið­veig María að æru félags­ins og allra þeirra sem koma að stjórn og rekstri félags­ins.

Heið­veig María Ein­ars­dótt­ir, sjó­maður og við­skipta­lög­fræð­ing­ur, lýsti því yfir á Face­book-­síðu sinni fyrir rúm­um t­veimur vikum að hún hafi ákveðið að bjóða ­sig fram til for­manns ­Sjó­manna­fé­lags­ Ís­lands. Hún er fyrst kvenna til að bjóða sig fram til for­manns ­Sjó­manna­fé­lags­ Ís­lands. Áður hafði Heið­veig María gagn­rýnt for­ystu sjó­manna í fjöl­miðl­um, sem og nýtt frum­varp um breyt­ingar á veiði­gjöld­um.

Heið­veig María svarar Sjó­manna­fé­lagi Íslands

Í kjöl­far ofan­greindar yfir­lýs­ing­ar­innar sem Sjó­manna­fé­lag Íslands sendi frá sér í gær þá birti fram­boðs Face­book-­síða Heið­veigu Maríu stöðu­upp­færslu um málið þar sem hún svarar yfir­lýs­ingu sjó­manna­fé­lag Íslands:

„Í yfir­lýs­ingu sem stjórn Sjó­manna­fé­lags Íslands hefur sent frá sér til fjöl­miðla koma þeir ekki með nokkrar skýr­ingar á því sem ég hef bent á heldur kýs stjórnin að láta sem ég sé að skaða félag­ið, bendir á að ég sé ekki sam­kvæm sjálfri mér í mál­flutn­ingi mínum og sakar mig um órök­studdar ásak­anir á hendur stjórn­inni. Ekk­ert af þessu er rétt. Stjórnin ræðir ekki efn­is­lega það sem ég hef haldið fram þrátt fyrir að gögn um laga­breyt­ing­arnar á síðu félags­ins og ekki voru sam­þykkt á aðal­fundi hafi fylgt pistlum mín­um. Ég hefði talið eðli­legt á þessu stigi máls­ins að stjórnin hefði sent frá sér gögn sem hrekja mál­flutn­ing minn ef hann væri rang­ur. Þar sem stjórnin áréttar að breyt­ingar á 16. grein lag­anna hafi verið lög­lega sam­þykktar af aðal­fundi á sein­asta ári þá bendi ég á að ég hef ekki sagt að hér sé um fölsun að ræða heldur að það væri und­ar­legt að sú grein sem um ræðir sé með öðru letri í fund­ar­gerð­ar­bók­inni og að ég hafi ekki sjálf fengið að sjá fund­ar­gerð­ar­bók­ina heldur bara fengið sendar ljós­myndir af henni. Þá er það jafn­framt stór­und­ar­legt að starfs­menn og for­maður félags­ins hafi ekki séð til­efni til þess að kynna svo veiga­mikla laga­breyt­ingu fyrir félags­mönnum með því að birta upp­færð lög á heima­síðu félags­ins strax eftir meinta laga­breyt­ing­u.“ Heið­veig María birti síðan á sinni eigin Face­book-­síðu í gær­kvöldi stöðu­færslu þar sem hún fagnar ákvörðun Sjó­manna­fé­lag Eyja­fjarðar og Sjó­manna­fé­lagið Jöt­unn um að draga sig úr við­ræð­um; .„Það að for­menn þess­ara félaga stígi til baka og slíti við­ræðum í núver­andi mynd á meðan stjórn Sjó­manna­fé­lags Íslands getur ekki svarað fyrir þær ásak­anir og þau gögn sem lögð hafa verið fram veitir ákveðna von um að ein­hvers­staðar séu hlut­irnir í lagi“

Í yfir­lýs­ingu sem stjórn Sjó­manna­fé­lags Íslands hefur sent frá sér til fjöl­miðla koma þeir ekki með nokkrar skýr­ingar á...

Posted by Fulla ferð áfram B-listi Heið­veigar Maríu #fulla­ferð on Wed­nes­day, Oct­o­ber 17, 2018
Andlát og skilnaður valda titringi í Seattle-hagkerfinu
Ævintýraleg auðsöfnun stofnenda verðmætustu fyrirtækja heimsins, Microsoft og Amazon, hefur haft mikil áhrif á Seattle svæðið. Skyndilegt andlát Paul Allen og skilnaður Jeff Bezos, hafa valdið titringi í hagkerfi borgarinnar.
Kjarninn 18. janúar 2019
Furða sig á skýrslu um hvalveiðar við Ísland
Forsætisráðherra segir skýrslu um hvalveiðar við Ísland sérkennilegt útspil. Stjórn Hvalaskoðunarsamtaka Íslands gagnrýnir skýrsluna harðlega.
Kjarninn 18. janúar 2019
Meirihluti Íslendinga vill seinka klukkunni – Kjósendur Miðflokksins eru því andvígastir
Munur er á viðhorfi til klukkunnar eftir því hvaða stjórnmálaflokk fólk myndi kjósa. Kjósendur Viðreisnar eru hlynntastir því að klukkunni yrði seinkað en kjósendur Miðflokksins andvígastir.
Kjarninn 18. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling hafnar tillögum SA um vinnutímabreytingu
Stjórn, trúnaðarráð og samninganefnd Eflingar hafna tillögum SA um að víkka út ramma dagvinnutíma, að taka út launaða kaffitíma og að lengja uppgjörtímabil yfirvinnu. Þau telja að framkvæmd þessara tillagna yrði mikil afturför fyrir kjör almennings.
Kjarninn 18. janúar 2019
Skuldabréfaeigendur WOW samþykkja breytingar á skilmálum
Stærsta fyrirstaðan fyrir því að Indigo Partners klári aðkomu sína að WOW air hefur verið rutt úr vegi. Skuldabréfaeigendur hafa samþykkt að breyta skilmálum.
Kjarninn 18. janúar 2019
Nýr gagnagrunnur um þróun lífskjara á Íslandi
Forsætisráðherra opnaði vefinn Tekjusagan.is í dag sem er nýr gagnagrunnur stjórnvalda. Gagnagrunnurinn gerir almenningi kleift að skoða með aðgengilegum hætti breytingar á lífskjörum einstakra hópa á 25 ára tímabili, frá árinu 1991 til 2017.
Kjarninn 18. janúar 2019
Hagar reka meðal annars Bónus.
Jóni Ásgeiri hafnað í stjórnarkjöri í Högum
Ný stjórn var kjörin í Högum í dag. Þeir fimm sem tilnefningarnefnd mælti með voru kjörin. Jón Ásgeir Jóhannesson sóttist eftir stjórnarsetu en náði ekki kjöri.
Kjarninn 18. janúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Rafíþróttir á Íslandi og stórleikir í Höllinni
Kjarninn 18. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent