Slíta samningaviðræðum sjómannafélaga

Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafélagið Jötunn hafa ákveðið að draga sig út úr samningaviðræðum. Sjómannafélag Íslands harmar ásakanir Heiðveigar Maríu Einarsdóttur í sinn garð en hún svarar þeim fullum hálsi.

Arnarstapi, höfn, hafnir, sjór, sjávarútvegur, bátar, skip, fiskur, fiskar, útvegur,  7DM_3177_raw_170617.jpg
Auglýsing

Sjó­manna­fé­lag Eyja­fjarðar og Sjó­manna­fé­lagið Jöt­unn í Vest­manna­eyjum hafa ákveðið að draga sig út úr samn­inga­við­ræðum um sam­ein­ingu við þrjú önnur félög sjó­manna, Sjó­manna­fé­lagi Íslands, Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lagi Grinda­víkur og Sjó­manna­fé­lagi Hafn­ar­fjarð­ar.  Ástæðan er ásak­anir sem fram hafa komið á stjórn­endur Sjó­manna­fé­lags Íslands. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag.

Stjórn Sjó­manna­fé­lags Eyja­fjarðar kom saman til fundar í gær til að fara yfir stöð­una í við­ræðum þess­ara fimm sjó­manna­fé­laga sem verið hafa í gangi um nokk­urt skeið. Á stjórn­ar­fund­inum var sam­þykkt eft­ir­far­andi yfir­lýs­ing sem und­ir­rituð er af for­manni SE og for­manni Jöt­uns um að ekki verði lengra farið í mál­inu og dragi því þessi félög sig út úr þessum við­ræð­um. Yfir­lýs­ingin var birt á heima­síðu félag­anna tveggja:

„Í fréttum und­an­farna daga hafa komið fram mjög alvar­legar ásak­anir á hendur stjórn­endum Sjó­manna­fé­lags Íslands um óheið­ar­lega fram­komu og fals­anir á fund­ar­gerð­ar­bók sjó­manna­fé­lags­ins. Ásak­anir þessar hafa komið fram í tengslum við fyr­ir­hugað mót­fram­boð til stjórnar félags­ins í tengslum við aðal­fund þess sem fram fer á milli jóla og nýárs. Þessar ásak­anir telja stjórn­endur ofan­greindra félaga svo alvar­legar að við því verði að bregð­ast. Þar sem ofan­greind félög hafa verið í sam­ein­ing­ar­við­ræðum við Sjó­manna­fé­lag Íslands, Sjó­manna- og vél­stjóra­fé­lag Grinda­víkur og Sjó­manna­fé­lag Hafn­ar­fjarðar er það mat stjórn­enda þess­ara félaga að ekki verði lengra farið og draga sig því út úr þessum sam­ein­ing­ar­við­ræðum félag­anna."

Auglýsing

Harmar ásak­an­irnar

Sjó­manna­fé­lag Íslands sendi einnig frá sér yfir­lýs­ingu í gær þar sem segir að laga­breyt­ingar sem bornar hafi verið upp á aðal­fundi 28. des­em­ber í fyrra hafi verið sam­þykktar með öllum greiddum atkvæð­um, þar á meðal um að kjör­gengir væru þeir félagar sem greitt hefðu í félagið sl. þrjú ár. Í yfir­lýs­ing­unni segir að félagið hafi legið undir ámæli frá Heið­veigu Maríu Ein­ars­dóttur sjó­manni sem hefur lýst áhuga á því að bjóða sig fram til for­manns. Hún hafi sakað for­yst­u ­Sjó­manna­fé­lags­ins um að falsa laga­breyt­ingu um kjör­gengi til stjórnar til þess að koma í veg fyrir fram­boð sitt. Stjórn Sjó­manna­fé­lags Íslands harmar þessar ásak­anir í garð félags­ins og segir að með ásökum sínum vegi Heið­veig María að æru félags­ins og allra þeirra sem koma að stjórn og rekstri félags­ins.

Heið­veig María Ein­ars­dótt­ir, sjó­maður og við­skipta­lög­fræð­ing­ur, lýsti því yfir á Face­book-­síðu sinni fyrir rúm­um t­veimur vikum að hún hafi ákveðið að bjóða ­sig fram til for­manns ­Sjó­manna­fé­lags­ Ís­lands. Hún er fyrst kvenna til að bjóða sig fram til for­manns ­Sjó­manna­fé­lags­ Ís­lands. Áður hafði Heið­veig María gagn­rýnt for­ystu sjó­manna í fjöl­miðl­um, sem og nýtt frum­varp um breyt­ingar á veiði­gjöld­um.

Heið­veig María svarar Sjó­manna­fé­lagi Íslands

Í kjöl­far ofan­greindar yfir­lýs­ing­ar­innar sem Sjó­manna­fé­lag Íslands sendi frá sér í gær þá birti fram­boðs Face­book-­síða Heið­veigu Maríu stöðu­upp­færslu um málið þar sem hún svarar yfir­lýs­ingu sjó­manna­fé­lag Íslands:

„Í yfir­lýs­ingu sem stjórn Sjó­manna­fé­lags Íslands hefur sent frá sér til fjöl­miðla koma þeir ekki með nokkrar skýr­ingar á því sem ég hef bent á heldur kýs stjórnin að láta sem ég sé að skaða félag­ið, bendir á að ég sé ekki sam­kvæm sjálfri mér í mál­flutn­ingi mínum og sakar mig um órök­studdar ásak­anir á hendur stjórn­inni. Ekk­ert af þessu er rétt. Stjórnin ræðir ekki efn­is­lega það sem ég hef haldið fram þrátt fyrir að gögn um laga­breyt­ing­arnar á síðu félags­ins og ekki voru sam­þykkt á aðal­fundi hafi fylgt pistlum mín­um. Ég hefði talið eðli­legt á þessu stigi máls­ins að stjórnin hefði sent frá sér gögn sem hrekja mál­flutn­ing minn ef hann væri rang­ur. Þar sem stjórnin áréttar að breyt­ingar á 16. grein lag­anna hafi verið lög­lega sam­þykktar af aðal­fundi á sein­asta ári þá bendi ég á að ég hef ekki sagt að hér sé um fölsun að ræða heldur að það væri und­ar­legt að sú grein sem um ræðir sé með öðru letri í fund­ar­gerð­ar­bók­inni og að ég hafi ekki sjálf fengið að sjá fund­ar­gerð­ar­bók­ina heldur bara fengið sendar ljós­myndir af henni. Þá er það jafn­framt stór­und­ar­legt að starfs­menn og for­maður félags­ins hafi ekki séð til­efni til þess að kynna svo veiga­mikla laga­breyt­ingu fyrir félags­mönnum með því að birta upp­færð lög á heima­síðu félags­ins strax eftir meinta laga­breyt­ing­u.“ Heið­veig María birti síðan á sinni eigin Face­book-­síðu í gær­kvöldi stöðu­færslu þar sem hún fagnar ákvörðun Sjó­manna­fé­lag Eyja­fjarðar og Sjó­manna­fé­lagið Jöt­unn um að draga sig úr við­ræð­um; .„Það að for­menn þess­ara félaga stígi til baka og slíti við­ræðum í núver­andi mynd á meðan stjórn Sjó­manna­fé­lags Íslands getur ekki svarað fyrir þær ásak­anir og þau gögn sem lögð hafa verið fram veitir ákveðna von um að ein­hvers­staðar séu hlut­irnir í lagi“

Í yfir­lýs­ingu sem stjórn Sjó­manna­fé­lags Íslands hefur sent frá sér til fjöl­miðla koma þeir ekki með nokkrar skýr­ingar á...

Posted by Fulla ferð áfram B-listi Heið­veigar Maríu #fulla­ferð on Wed­nes­day, Oct­o­ber 17, 2018
Tillagan um breytingu á skilyrðum fyrir stjórn FME kemur frá fjármálaráðuneytinu
Starfshópur fjallaði um hæfisskilyrði þeirra sem geta tekið sæti í stjórn Fjármálaeftirlitsins.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Trump styður Sádi-Arabíu og olían hríðfellur
Eftir að Donald Trump lýsti yfir stuðningi við Sádí-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi hrundi verðið á hráolíu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Raunverð fasteigna hækkað um 1,3 prósent undanfarið ár
Að teknu tilliti til verðbólgu hefur fasteignaverð lítið sem ekkert hækkað í eitt ár.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Til lítils að fjölga leikskólarýmum ef leikskólarnir standa ómannaðir
Sjálfstæðismenn telja áætlanir meirihlutans í borginni ekki ganga upp.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Baldur Blöndal
Gleymdur tími
Kjarninn 20. nóvember 2018
Bláa lónið
Grímur kaupir hlut Horns II í Bláa lóninu
Breyting hefur orðið á eignarhaldi í Bláa Lóninu en samningur hefur verið gerður um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf..
Kjarninn 20. nóvember 2018
Heimavellir voru skráðir á markað fyrr á þessu ári.
Heimavellir ákveða að selja fleiri fasteignir
Í skráningarlýsingu Heimavalla frá því í vor kom fram að félagið ætlaði að selja fasteignir fyrir tíu milljarða fyrir árslok 2020. Nú hefur það ákveðið að selja eignir fyrir 17 milljarða á tímabilinu.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Vandræði á Facebook
Gengið hefur brösulega fyrir notendur samfélagsmiðilsins Facebook að skoða efni á síðunni síðan í hádeginu í dag.
Kjarninn 20. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent